bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Bassabox í 1998 520ia e39, vantar smá hjálp https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=31944 |
Page 1 of 2 |
Author: | geirisk8 [ Thu 18. Sep 2008 12:28 ] |
Post subject: | Bassabox í 1998 520ia e39, vantar smá hjálp |
Heyrðu ég er hérna með BMW 520ia 1998 módel e39 og mig vantar að vita hvar magnarinn er fyrir græjurnar. Ég veit að í mörgum e39 módelum er magnarinn þarna í vinstra hliðarhólfinu í skottinu, þeir eru líka margir með magasín. Bíllinn minn er með kasettuspilara. Hátalararnir í bílnum eru fínir en mig vantar að skella smá bassaboxi í skottið til að fá botn í tónlistina. Ef einhver getur hjálpað mér eitthvað þá væri það frábært! Takk |
Author: | gardara [ Thu 18. Sep 2008 14:04 ] |
Post subject: | |
Það er nú oftast mælt með því að nota aftermarket magnara með bassakeilum |
Author: | geirisk8 [ Thu 18. Sep 2008 14:15 ] |
Post subject: | |
Já ég veit það, enda er ég með magnara fyrir bassaboxið. Einhvert þarf ég að tengja þann magnara ? Það er ekki nóg að setja það bara í bílinn. Það er magnari í bílnum sem er fyrir allt hljóðkerfið og ég þarf að komast að honum því ég veit ekki hvar hann er. Hann er ekki í hliðarhólfinu eins og í mörgum nýrri eða stærri týpum af 5-línunni. Þegar ég kemst að honum finn ég út hvernig ég tengi þetta við. Ég kann alveg nóg á græjur og hvernig á að tengja þetta allt, ég þarf bara að vita hvert. |
Author: | Wolf [ Thu 18. Sep 2008 17:34 ] |
Post subject: | |
Sér ekki bara útvarpið/kassettutækið um að keyra þessa hátalara í bílnum og þar af leiðandi enginn annar magnari falinn einhversstaðar?? |
Author: | geirisk8 [ Thu 18. Sep 2008 17:48 ] |
Post subject: | |
Jahh nú veit ég ekki, þessvegna er ég að spurja hér, svo að ég geti fengið svar frá þeim sem vita meira en ég. Ég giska á að spilarinn keyri hátalarana bara sjálfur en hvað veit ég, bmw fela hlutina svo vel stundum. |
Author: | Axel Jóhann [ Thu 18. Sep 2008 18:46 ] |
Post subject: | |
Þú getur keypt svona smá box sem þú tengir inná annan hátalarann afturí, sem stelur JACK tengingu frá honum og REMOTE, svo þarftu bara að leggja POWER(+) sjálfur að magnaranum, geymirinn er eflaust afturí skotti þannig það er ekkert mál, og svo náttúrulega JÖRÐ einhverstaðar í boddý í skottinu. |
Author: | geirisk8 [ Sun 21. Sep 2008 14:44 ] |
Post subject: | |
Já ég var að hugsa um að gera það, takk. En er hægt að nota vírana sem fara í hátalarana sem remote fyrir magnarann ? Ég er með hátalara í boxi og magnara sem passar vel við þannig að ég er ekki að fara að kaupa annað. Hvernig fæ ég remote fyrir magnarann ? |
Author: | Angelic0- [ Sun 21. Sep 2008 17:10 ] |
Post subject: | |
Þú tengir "boxið" inn á báða hátalara... betri týpurnar af svona converterum eru með remote out... og þar ættiru að fá remote... svo er spurning hvort að þú sért með góðan magnara, þá þarftu ekki boxið, heldur tengir bara í High Level Input á magnaranum... DLS magnarar t.d. greina sjálfir gegnum High Level Input, merki til að ræsa magnarann ![]() |
Author: | geirisk8 [ Mon 22. Sep 2008 00:11 ] |
Post subject: | |
Málið er að þetta er bara aðeins öðruvísi í svona BMW. Ég átti Nissan Sunny '87 á undan þessum og var þar með mjög góðan pioneer spilara þar sem var sér tengi fyrir remote, svo að magnarinn væri ekki stöðugt í gangi. Ég ætla að skoða þetta bráðlega og sjá hvort ég nái ekki að redda þessu. Ég er ekki að leita eftir einhverjum premium græjum, bara smá botni til að fá meiri fíling í tónlistina, þannig að þó ég þurfi að gera smá skítamix varðandi snúrur og tengingar þá er það í lagi |
Author: | Angelic0- [ Mon 22. Sep 2008 00:27 ] |
Post subject: | |
geirisk8 wrote: Málið er að þetta er bara aðeins öðruvísi í svona BMW. Ég átti Nissan Sunny '87 á undan þessum og var þar með mjög góðan pioneer spilara þar sem var sér tengi fyrir remote, svo að magnarinn væri ekki stöðugt í gangi.
Ég ætla að skoða þetta bráðlega og sjá hvort ég nái ekki að redda þessu. Ég er ekki að leita eftir einhverjum premium græjum, bara smá botni til að fá meiri fíling í tónlistina, þannig að þó ég þurfi að gera smá skítamix varðandi snúrur og tengingar þá er það í lagi Þetta er mjög simple.... Hvernig magnara ertu með ![]() Oft sem að á mögnurum er High Level Input rás... í hana tengiru stelara á afturhátalarana, en þú kemst í vírana í afturhátalarana undir afturhillunni og hún fer úr þegar að þú ert búinn að losa afturbekkinn úr... smellir sessunni upp og 2 rær og voila hann er laus... Þar steluru hljóðrás af afturhátölurum... og tengir inn á high level input... ef að magnarinn er ekki með high level input þá kaupiru þér High Level to Low Level converter, í hann tengiru RCA snúru og oft er Remote gaur frá þessum breytiboxum... Nissan Sunny 87 er vissulega ekki sambærilegur bíll við E39 ![]() Það er svo einfalt.... Ef að þú ert í einhverjum vafa, láttu þá fagmann sjá um ísetningu, ég veit að Tæknivík í Keflavík hafa verið að rukka 15þús með efniskostnaði... fyrir ísetningu í E39... og allt MJÖG vel frágengið ![]() |
Author: | geirisk8 [ Fri 26. Sep 2008 18:11 ] |
Post subject: | |
Já heyrðu ég er með eitthvað Kenwood dót sem er kannski orðið 2-3 ára en hefur staðið sig mjög vel. Ég held að það sé ekkert sérstakt high input en annars þá hef ég ekki skoðað það nógu vel. Ég ætla að prófa að tengja þetta eins og ég held að sé rétt og sjá hvað kemur úr því. Ég læt vita hvernig þetta kom út svo! |
Author: | bErio [ Sun 28. Sep 2008 16:01 ] |
Post subject: | |
http://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.p ... 77983f5525 |
Author: | geirisk8 [ Fri 17. Oct 2008 10:55 ] |
Post subject: | |
Flott vídeó og hjálpar mér alveg helling. En ég var að spá. Ég reddaði mér svona til að stela rafmagni af hátalaravírunum til þess að láta fara inn á magnarann fyrir bassaboxið. Það ætti alveg að vera safe að gera það. Hinsvegar er ég með pælingu varðandi remote fyrir magnarann. Ég var að spá hvort hægt væri að tengja það við stöðuljósið aftan á til að fá smá rafmagn svo að magnarinn sé ekki alltaf í gangi þegar bíllinn er ekki í gangi ? Spurningin er eiginlega bara, er það öruggt að tengja lítinn vír í ljósið ? Þetta mun aðeins þjóna þeim tilgangi að leiða litlu rafmagni inn á magnarann til þess að segja honum að fara í gang og slökkva á sér. |
Author: | Angelic0- [ Fri 17. Oct 2008 11:44 ] |
Post subject: | |
geirisk8 wrote: Flott vídeó og hjálpar mér alveg helling.
En ég var að spá. Ég reddaði mér svona til að stela rafmagni af hátalaravírunum til þess að láta fara inn á magnarann fyrir bassaboxið. Það ætti alveg að vera safe að gera það. Hinsvegar er ég með pælingu varðandi remote fyrir magnarann. Ég var að spá hvort hægt væri að tengja það við stöðuljósið aftan á til að fá smá rafmagn svo að magnarinn sé ekki alltaf í gangi þegar bíllinn er ekki í gangi ? Spurningin er eiginlega bara, er það öruggt að tengja lítinn vír í ljósið ? Þetta mun aðeins þjóna þeim tilgangi að leiða litlu rafmagni inn á magnarann til þess að segja honum að fara í gang og slökkva á sér. Færð alveg 110% villumeldingu í mælaborðið að þessi pera sem að þú stelur af sé sprungin... |
Author: | bErio [ Fri 17. Oct 2008 12:40 ] |
Post subject: | |
Ég tengdi remoteið í stöðuljósið og það kom eins og peran væri sprungin. Mér var alveg sama ![]() |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |