bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Er þetta ekkert mál....? https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=3148 |
Page 1 of 1 |
Author: | Leikmaður [ Thu 23. Oct 2003 10:10 ] |
Post subject: | Er þetta ekkert mál....? |
Bara svona að spá.... Málið er að ég er á '96 318is, sem er í toppstandi!! En mig langar í lágmark 6cyl í kvikindið á'onum (erfitt að vera á 4cyl, þegar maður hefur átt 6cyl bimma áður).... Málið er að það er ekkert að minni vél, hún er í góðu standi, en ef maður dytti niður á einhverja ódýra t.d. 2500 m50 vél (er það ekki eins og er í 325i)....væri eitthvað mál að svissa á milli, er það eitthvað meira en vélin sem að þyrfti skoða í þeim efnum?? |
Author: | Logi [ Thu 23. Oct 2003 10:44 ] |
Post subject: | |
Það er náttúrulega allt rafmagnsdóttið sem fylgir vélinni. Það er mun þægilegra og örugglega ódýrara að fá sér bara 325i.... |
Author: | Haffi [ Thu 23. Oct 2003 10:45 ] |
Post subject: | |
Já nei ![]() |
Author: | Leikmaður [ Thu 23. Oct 2003 11:04 ] |
Post subject: | |
....aaaa, thanx fyrir hrósið!! Já akkúrat, maður reyndar vissi með þetta rafmagnsdót, en aðalmálið er hvort þetta sé mikið mál, kostnaðarsamt?? Ég peersónulega mundi aldrei gera þetta sjálfur, en ég meina ef maður kæmi ´með vélina og bílinn á verkstæði, hvað væru þeir að taka fyrir svona aðgerð, þá er ég að tala um að ég myndi bara keyra heim síðan!! |
Author: | Logi [ Thu 23. Oct 2003 11:06 ] |
Post subject: | |
Efast um að þú fengir tilboð í þetta. En sakar ekki að skoða það! |
Author: | saemi [ Thu 23. Oct 2003 11:10 ] |
Post subject: | |
Úff.. að láta gera þetta á verkstæði! Það er annar gírkassi líka sem þú þarft, þá er það annað drifskaft og ogogogog... Ég myndi skjóta á vinnulaun upp á 150-250 þús við svona aðgerð ef ekkert meiriháttar kemur upp á. Sæmi |
Author: | Leikmaður [ Thu 23. Oct 2003 11:43 ] |
Post subject: | |
...já ok!! Ég var einmitt að velta þessu fyrir mér, hvort minn gírkassi/drif gengi saman, en aiight!!! Að sjálfsögðu er lang hagstæðast og praktískast að kaupa sér bara annan bíl, en það er alltaf gaman að spá í hlutina!! Bíllinn minn lítur nefnilega (þó ég segi sjálfur frá MJÖG vel út, sérstaklega eftir að ég fékk felgurnar hans Haffa) bæði útlitið og innréttingin er svona í flottari kantinum, og þess vegna langar mig til að halda því en engu að síður að fá stærri vél ![]() |
Author: | arnib [ Thu 23. Oct 2003 16:38 ] |
Post subject: | |
Þú getur örugglega notað drifið þitt, þó að það væri samt auðvitað MIKIÐ skemmtilegra að fá sér læsingu. Þú þyrftir þó líklega að breyta eitthvað drifskaftinu, jafnvel fá annað.. ![]() Það er mjög skemmtilegt að pæla í svona hlutum, og hver veit, kannski er einhver á spjallinu sem væri til í að taka þetta að sér fyrir minna verð heldur en sæmi nefnir. ![]() |
Author: | Stefan325i [ Thu 23. Oct 2003 20:41 ] |
Post subject: | |
hvaða 318is er þetta (svarti eða rauði) ef þú ert með kassa vél og lúm og allt sem ég myndi láta þig kaupa, Þá ætti ég og gunni að geta hent þessu ofaní hjá þer. Erum komnir með ágætis reynslu í þessu ![]() og is inn á að vera læstur nema að það sé búið að skipta um drif einhvetíman ?? |
Author: | Gunni [ Thu 23. Oct 2003 20:45 ] |
Post subject: | |
Þessi er gulur stebbi minn ![]() |
Author: | Stefan325i [ Thu 23. Oct 2003 22:23 ] |
Post subject: | |
ja e36 ég er svo fastur í þessu e30 dóti hahahahahaha auðvita jaja vitlaus ég haha en samt þá er þetta ekkert mál ![]() |
Author: | Þórður Helgason [ Fri 24. Oct 2003 00:01 ] |
Post subject: | 4 cyl - 6 cyl - 8 cyl eða meira... |
Hvað er þetta stákar, kaupa sér bara rétta bílinn strax. Búinn að eiga 6cyl, þú verður aldrei ánægður með 4 cyl, þá kaupirðu þér bara annan 6 eða 8 cyl. Ekki henda pening í vitleysilegar breytingar á svona fínum bílum þegar hægt er að fá þá 6 cyl líka original. Ekki illa meint en ég hef séð svo mörg ævintýri sem byrja svona og enda í hálfmilljón í mínus, og ónothæfur bíllinn stendur eftir...á stæðinu. |
Author: | arnib [ Fri 24. Oct 2003 00:44 ] |
Post subject: | |
Stefan325i wrote: og is inn á að vera læstur nema að það sé búið að
skipta um drif einhvetíman ?? Ég hélt alltaf líka að is væru alltaf læstir, en svo komst ég seinna að því að það er ekki rétt. 325is eru alltaf læstir, en í 318is er það bara option (skilst mér ![]() Ég er svosem ekki pottþéttur á þessu ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |