bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
M30 Mótorar https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=3114 |
Page 1 of 1 |
Author: | Jón Ragnar [ Mon 20. Oct 2003 18:46 ] |
Post subject: | M30 Mótorar |
Well, það virðist eitthvað vera mis hjá mér, stundum þegar ég kveiki á bílnum, á morgnana, þá kemur í smástund "engine oil pressure" og fer svo aftur, veit einhver hvað gæti verið að, er búinn að láta skipta um olíusíu og þrýstingsmæli ![]() ![]() |
Author: | Stefan325i [ Mon 20. Oct 2003 19:13 ] |
Post subject: | |
hversu mikla smástund, 2sek það er í lagi 5sek, sama, samt eitthvað að olíunni, 5-10, léleg olía, 10sek+ þarft að checka allskynsdót |
Author: | Jón Ragnar [ Mon 20. Oct 2003 19:18 ] |
Post subject: | |
5sek ![]() |
Author: | saemi [ Mon 20. Oct 2003 20:29 ] |
Post subject: | |
Þetta er algengt í M30 mótornum. Getur verið olíudæla, en mín reynsla er að þetta sé einstefnuloki sem er bilaður og er annaðhvort í dælunni eða olíusíu húsinu. Þetta getur verið frekar lengi að fara út, en gerir ekkert agalega til. Samt ekki gott! Alls ekki setja hana á snúning fyrr en ljósið er farið út Sæmi |
Author: | GHR [ Mon 20. Oct 2003 22:01 ] |
Post subject: | |
Eins og Sæmi sagði passaðu þá að þenja hann alls ekki fyrr en olían er kominn á fullt track.... Helst bara bíða þangað til vélin/olían er orðin heit og góð ![]() Síðan myndi ég mæla með þynnri olíu ![]() |
Author: | saemi [ Mon 20. Oct 2003 22:29 ] |
Post subject: | |
Þetta vandamál tengist ekki þykkri olíu, þetta er einfaldlega vegna þess að olían lekur niður úr vélinni og það tekur tíma fyrir olíuna að ná skynjaranum efst í heddinu við gangsetningu. |
Author: | Alpina [ Tue 21. Oct 2003 18:43 ] |
Post subject: | |
saemi wrote: Þetta vandamál tengist ekki þykkri olíu, þetta er einfaldlega vegna þess að olían lekur niður úr vélinni og það tekur tíma fyrir olíuna að ná skynjaranum efst í heddinu við gangsetningu.
Akkúrat þetta er vandamálið sem ...saemi.. nefnir ekki spurning. Er mjög algengt í M30..hef reynslu af því Sv.H |
Author: | Jón Ragnar [ Tue 21. Oct 2003 19:19 ] |
Post subject: | |
ok tek ykkar orð fyrir þessu, ætla samt að láta kíkja betur á þetta, takk ![]() |
Author: | Þórður Helgason [ Wed 22. Oct 2003 00:03 ] |
Post subject: | .. |
Þetta er nú kosturinn við eldri BMW vélar, og kannski yngri líka, (ég á bara gamla bíla) smurþrýstingsneminn er efst í heddinu, sem er rökrétt, en ekki við hliðina á smurdælunni, eins og í sumum ónefndum hrísgrjónavögnum. Ef ljósið logar ekki er maður nokkuð viss um að þrýstingur sé á öllu kerfinu, en ekki bara að dælan dæli 5 cm leið, og kannski sé allt stíflað þar aftanvið! Sumir bílar eru hreinlega ekki hannaðir, bara hent saman (tæplega þó). |
Author: | Tommi Camaro [ Wed 22. Oct 2003 22:28 ] |
Post subject: | takk |
Held að þetta hafi farið beint i honduna hja haffa sem hætti bara að kall HONDA HENDA |
Author: | Haffi [ Wed 22. Oct 2003 23:09 ] |
Post subject: | |
Lærðu nú stafsetningu og aðeins betra málfar ef þú ætlar að reyna hrauna eitthvað yfir mig. Bölvaði aftaníossari!! |
Author: | Djofullinn [ Wed 22. Oct 2003 23:11 ] |
Post subject: | |
Haffi wrote: Lærðu nú stafsetningu og aðeins betra málfar ef þú ætlar að reyna hrauna eitthvað yfir mig.
Bölvaði aftaníossari!! LOL einhver á túr ![]() |
Author: | Haffi [ Wed 22. Oct 2003 23:21 ] |
Post subject: | |
Ætli strumpi sé það ekki. |
Author: | íbbi_ [ Thu 06. Nov 2003 18:06 ] |
Post subject: | |
ég hef nú lent i´því á japönskum meirasegja nýlegum bíl að vera keyra.. og það byrjar þetta laglega stangalegu glamur og ég bara eins og ![]() |
Author: | bjahja [ Thu 06. Nov 2003 18:36 ] |
Post subject: | |
Haffi wrote: Ætli strumpi sé það ekki.
Hvað er þetta með þig og Tomma ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |