bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Ónýtar gengjur í álheddi á M30 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=30019 |
Page 1 of 1 |
Author: | saemi [ Sat 07. Jun 2008 17:50 ] |
Post subject: | Ónýtar gengjur í álheddi á M30 |
Ég ákvað að láta eitthvað vitrænt út úr mér til tilbreytingar hér á kraftinum. Kannski eitthvað sem getur hjálpað náunganum! Ég er semzagt búinn að gera við þessar útúrskrúfuðu yfirhertu átakanlega svínbeygðu úrsnittuðu gengjur í heddinu á 735i bílnum "mínum". 15km eftir að ég seldi hann, hnerraði hann kertinu á nr. 6 út úr sér. Ég trúði varla að "það vantaði kerti í bílinn" eins og nýbakaður eigandi sagði við mig í símann. Jæja, gaman að fara og ná í bílinn, endurgreiða "nýja eigandanum" og sitja uppi með bilaðan bíl. Jæja, til að gera stutta sögu lengri, þá hefur misgáfaður eða mislaghentur eða mis-eitthvað fyrrum eigandi eyðilagt gengjurnar á sílinder nr. 6 á bílnum og kertið ákvað því að leggja í ferðalag þegar bíllinn leið fram hjá Sandskeiði. Ég hef ekkert heyrt frá blessuðu kertinu en óska því alls hins besta í framtíðinni. Ekki hefur sést tangur né tetur af kerti nr. 6 frá því þá! Ég tók mig til og verslaði í Okur-1 snitttein ásamt viðgerðar-gengjum fyrir 14mm kerti. Kostaði um 6000 krónur, enginn afsláttur af snittaranum ![]() Hann tengdi ryksugu, sem hann var búinn að fixa þannig að hún blés í staðinn fyrir að sjúga, á pústið. Svo snéri hann vélinni þangað til að loftið blés út um kertagatið. Bara sniðugt, þá fer ekki allt svarfið inn í vélina heldur í ennið á þeim sem snittar gengjurnar. Skúra Bjarki kom mér til bjargar og lánaði mér gömlu (ég er að tala um GÖMLU) Nilfisk geimfars-ryksuguna þar sem hægt er að plögga barkanum á útblásturinn í stað innsogsins. Mamma var búinn að henda sinni, andvarp, svo Bjarki reddaði mér alveg þarna. Mér leist ekkert á þetta til að byrja með, fannst ekki að teinninn væri að grípa neitt og ég væri að svæsa ál í burtu í gríð og erg og myndi ekki ná neinu haldi. En..... upp stytti að lokum eftir ýmsar tilfæringar fannst mér að eitthvað væri að gerast. Þá þegar maður er kominn í gegn (ég var alltaf að skoða þetta með vasaljósi og spegli, maður getur ekki séð þetta öðruvísi) þá er það næsta skref. Gengjurnar sem maður skrúfar í eru úr stáli. Maður þræðir þær upp á kertið (setur olíu, ég notaði copaslip á gengjurnar innan í) og setur svo gengjulím á utanverðar gengjurnar. Þetta er svona eins og að klæða kertið í vettlinga ![]() ![]() ![]() Nú en svo var bara að taka ryksuguna af pústinu og trekkja í gang. Gekk eins og í sögu og bíllinn seldur aftur ![]() Góðar stundir ![]() |
Author: | elli [ Sat 07. Jun 2008 18:09 ] |
Post subject: | |
Góður pistill ![]() Quote: Okur-1
Þetta er auðvitað bara satt |
Author: | jon mar [ Sat 07. Jun 2008 18:15 ] |
Post subject: | |
Mjög skemmtileg lesning ![]() Svo til hamingju líka með árangurríka aðgerð ![]() |
Author: | Danni [ Sat 07. Jun 2008 18:46 ] |
Post subject: | |
Sem betur fer er ég ekki nógu sterkur til að ofherða kerti svona svakalega ![]() |
Author: | saemi [ Sat 07. Jun 2008 19:36 ] |
Post subject: | |
Danni wrote: Sem betur fer er ég ekki nógu sterkur til að ofherða kerti svona svakalega
![]() roooiiiight! þá ertu eitthvað fatlaður! |
Author: | bErio [ Sun 08. Jun 2008 14:14 ] |
Post subject: | |
Ég var að skipta um kerti í 523 um daginn og ég herti bara rétt. Ég herti kannski heldur fast held ég ef það á að rétt herða bara.. ;/ |
Author: | slapi [ Tue 17. Jun 2008 23:53 ] |
Post subject: | |
fer rosalega eftir framleiðendum hvað þeir vilja láta herða kerti. Þetta eru á milli 20-30 Nm , fer eftir gerð stærð og vindátt. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |