bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Ónýtar gengjur í álheddi á M30
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=30019
Page 1 of 1

Author:  saemi [ Sat 07. Jun 2008 17:50 ]
Post subject:  Ónýtar gengjur í álheddi á M30

Ég ákvað að láta eitthvað vitrænt út úr mér til tilbreytingar hér á kraftinum. Kannski eitthvað sem getur hjálpað náunganum! Ég er semzagt búinn að gera við þessar útúrskrúfuðu yfirhertu átakanlega svínbeygðu úrsnittuðu gengjur í heddinu á 735i bílnum "mínum". 15km eftir að ég seldi hann, hnerraði hann kertinu á nr. 6 út úr sér. Ég trúði varla að "það vantaði kerti í bílinn" eins og nýbakaður eigandi sagði við mig í símann. Jæja, gaman að fara og ná í bílinn, endurgreiða "nýja eigandanum" og sitja uppi með bilaðan bíl.

Jæja, til að gera stutta sögu lengri, þá hefur misgáfaður eða mislaghentur eða mis-eitthvað fyrrum eigandi eyðilagt gengjurnar á sílinder nr. 6 á bílnum og kertið ákvað því að leggja í ferðalag þegar bíllinn leið fram hjá Sandskeiði. Ég hef ekkert heyrt frá blessuðu kertinu en óska því alls hins besta í framtíðinni. Ekki hefur sést tangur né tetur af kerti nr. 6 frá því þá! Ég tók mig til og verslaði í Okur-1 snitttein ásamt viðgerðar-gengjum fyrir 14mm kerti. Kostaði um 6000 krónur, enginn afsláttur af snittaranum :( Málið er semzagt að snúa þessum tein (ég notaði skrall, kom ekki T-handfangi fyrir á nr. 6) í kertagatinu, láta hann skera út nýjar gengjur fyrir aðeins stærri skrúfgang en er upphaflega. Kraftur "gúggull" er ómetanlegur, en ég var búinn að lesa mig aðeins til um þetta þar (nokkuð sem sumir hér inni mættu gera áður en þeir spyrja um allt milli himins og jarðar) og þar var gæji að gera við mótorhjólið sitt sem gerði svolítið sneðuggt!

Hann tengdi ryksugu, sem hann var búinn að fixa þannig að hún blés í staðinn fyrir að sjúga, á pústið. Svo snéri hann vélinni þangað til að loftið blés út um kertagatið. Bara sniðugt, þá fer ekki allt svarfið inn í vélina heldur í ennið á þeim sem snittar gengjurnar. Skúra Bjarki kom mér til bjargar og lánaði mér gömlu (ég er að tala um GÖMLU) Nilfisk geimfars-ryksuguna þar sem hægt er að plögga barkanum á útblásturinn í stað innsogsins. Mamma var búinn að henda sinni, andvarp, svo Bjarki reddaði mér alveg þarna.

Mér leist ekkert á þetta til að byrja með, fannst ekki að teinninn væri að grípa neitt og ég væri að svæsa ál í burtu í gríð og erg og myndi ekki ná neinu haldi. En..... upp stytti að lokum eftir ýmsar tilfæringar fannst mér að eitthvað væri að gerast. Þá þegar maður er kominn í gegn (ég var alltaf að skoða þetta með vasaljósi og spegli, maður getur ekki séð þetta öðruvísi) þá er það næsta skref.

Gengjurnar sem maður skrúfar í eru úr stáli. Maður þræðir þær upp á kertið (setur olíu, ég notaði copaslip á gengjurnar innan í) og setur svo gengjulím á utanverðar gengjurnar. Þetta er svona eins og að klæða kertið í vettlinga :) Svo stingur maður þessu í gatið og svínherðir í botn :roll: NOT!!! MAÐUR HERÐIR ÞÉTTINGSFAST! Við erum að tala um að herða ekki einu sinni vel, ÞAÐ MÁ EKKI HERÐA KERTI VEL, bara þéttingsfast. Ef þið eigið ekki herslumæli, þá herðið frekar of lítið en of mikið. Það gerist ekkert þó að kerti losni ;)

Nú en svo var bara að taka ryksuguna af pústinu og trekkja í gang. Gekk eins og í sögu og bíllinn seldur aftur :lol:

Góðar stundir :clap:

Author:  elli [ Sat 07. Jun 2008 18:09 ]
Post subject: 

Góður pistill 8)
Quote:
Okur-1

Þetta er auðvitað bara satt

Author:  jon mar [ Sat 07. Jun 2008 18:15 ]
Post subject: 

Mjög skemmtileg lesning 8)

Svo til hamingju líka með árangurríka aðgerð :D

Author:  Danni [ Sat 07. Jun 2008 18:46 ]
Post subject: 

Sem betur fer er ég ekki nógu sterkur til að ofherða kerti svona svakalega :lol:

Author:  saemi [ Sat 07. Jun 2008 19:36 ]
Post subject: 

Danni wrote:
Sem betur fer er ég ekki nógu sterkur til að ofherða kerti svona svakalega :lol:


roooiiiight!

þá ertu eitthvað fatlaður!

Author:  bErio [ Sun 08. Jun 2008 14:14 ]
Post subject: 

Ég var að skipta um kerti í 523 um daginn og ég herti bara rétt.
Ég herti kannski heldur fast held ég ef það á að rétt herða bara.. ;/

Author:  slapi [ Tue 17. Jun 2008 23:53 ]
Post subject: 

fer rosalega eftir framleiðendum hvað þeir vilja láta herða kerti.
Þetta eru á milli 20-30 Nm , fer eftir gerð stærð og vindátt.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/