bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

smá RYÐ vandræði ;)
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=2991
Page 1 of 1

Author:  Haffi [ Sun 12. Oct 2003 02:31 ]
Post subject:  smá RYÐ vandræði ;)

Það vill svo óheppilega til að það SPRAKK á hondunni minni (já það springur líka á hondum :roll: )

Og það byrjaði þannig að varadekkið var ryðgað fast og það tók mig 10 mín og nóg af tussuverkjum til að losa það.
Og svo kom að því að TJAKKANN upp.... Og þá hófst helvíti Hann byrjaði að lyftast "pínu" og svo *PÚÚÚÚMP* dettur hann niður, ég bara uhh "fewk ryðgaður djöfull" reyni annan stað og það sama gerist :)

Núna hef ég komst að því að það má EKKI snerta botninn á bílnum því það fer ALLT í gegn var even nóg að berja í þetta með hnefanum þá kom hnefastórt gat :shock:

Ráð óskast því ég þarf að nota bílinn :P

Author:  BMW3 [ Sun 12. Oct 2003 03:00 ]
Post subject: 

notaðu bara stórann hjólatjakk með þv´´i að lyfta bílnum upp að framann

Author:  O.Johnson [ Sun 12. Oct 2003 14:53 ]
Post subject: 

Þvílík drusla, hvernig geturðu látið nokkurn mann sjá þig á þessu :)

Author:  Dr. E31 [ Sun 12. Oct 2003 15:16 ]
Post subject: 

Tími til kominn að fá sér BMW aftur. :wink:

Author:  rutur325i [ Sun 12. Oct 2003 19:09 ]
Post subject: 

hvaða árgerð er bíllinn hjá þér

Author:  íbbi_ [ Sun 12. Oct 2003 19:55 ]
Post subject: 

tjakk vandræði eru ein þau leiðinlegustu sem maður lendir í, ég lenti eitt sinn í því að tjakka bíl og skríða undir hann, þegar ég var kominn undir bílin pompaði tjakkurinn niður en stoppaði nánast í neðstu stöðu, náði ekki að kremja mig en náði að pikkfesta mig, eftir svo um hálftíma náði ég bílnum upp aftur, þá orðinn hálf rænulaus vegna öndunarerfiðleika :P sá móta fyrir pönnuni undan skiptinguna á maganum á mér í lengri tíma :twisted: ,

lenti líka í því að skipta um dekkk á H-pony þegar bíllin var komin upp og ég búnað taka dekkið undan brotnaði tjakkurinn og bíllin datt niður, ég sat með lappirnar inní hjólaskálunum og bremsudiskin á milli lappana :shock: , munaði frekar mjóu þar, ALLTAF að nota búkka :wink:

haffi, hvernig eru bitarnir undir bílnum? eru þeir riðgaðir í sundur líka?

Author:  Haffi [ Sun 12. Oct 2003 21:00 ]
Post subject: 

jå ... ég prófaði að nota bitann undir að framan og þá tussaðist tjakkurinn til og datt eitthvað og stuðarinn fauk af ! :shock:

Ég veit ekki hvað þetta er en þetta gæti verið merki um að bíllinn er að hruni kominn og tími til að drekkja sér í skuld og fá sér BMW :(

Author:  bebecar [ Sun 12. Oct 2003 21:05 ]
Post subject: 

Ég er með tjakkafóbíu og nota alltaf búkka með. Vinur tengdó lést í skúrnum hjá sér þegar tjakkur gaf sig, einn vinur minn missti næstum hendurnar...

Þetta er MJÖG algengt að bílar húrri niður af tjökkum...

Haffi, að hverju ertu að leita þér? Þú þarft heldur ekkert að stofna til mikilla skulda til að fá þér góðan BMW - slatti til á 300-600 þús kall... t.d 535i :wink:

Author:  Haffi [ Sun 12. Oct 2003 21:30 ]
Post subject: 

Langar bara ekki TAÐ í bíl hérna á íslandi haugRYÐGAÐAN eins og minn :D
Og væri þá helst til í 3lítra línusexu í það minnsta í e36 :P og V8 3500cc í það minnsta í e39 :( Þannig að ég verð bara að láta þessa tussu virka með stuðara eður ei :) Fer á morgun með 5 tonna tjakk tussa þessu bara upp þó svo ég verði að rífa allan botninn undan honum.

ARRRRRRRRRRRRG $"!#&%#$/!"%

Author:  Gunni [ Sun 12. Oct 2003 21:58 ]
Post subject: 

Haffi ég mæli ekki með því að þú keyrir stuðaralaus, lögreglan er eitthvað ósátt við það og gæti sektað þig :|

Author:  Haffi [ Sun 12. Oct 2003 22:00 ]
Post subject: 

heh :) jæja þá tussa ég honum bara á aftur :) samt ... kannski ég verzli mér kit á hann :) eða búi til eitthvað sjálfur.... hmmm já ok :) ég ætla að koma dekkinu undir og byrja hrísið :P

Ætla að drepa stock police úr hjartaáfalli MÚHAHAHHA :D

Author:  Tommi Camaro [ Wed 15. Oct 2003 23:14 ]
Post subject:  Re: smá RYÐ vandræði ;)

Haffi wrote:
Það vill svo óheppilega til að það SPRAKK á hondunni minni (já það springur líka á hondum :roll: )

Og það byrjaði þannig að varadekkið var ryðgað fast og það tók mig 10 mín og nóg af tussuverkjum til að losa það.
Og svo kom að því að TJAKKANN upp.... Og þá hófst helvíti Hann byrjaði að lyftast "pínu" og svo *PÚÚÚÚMP* dettur hann niður, ég bara uhh "fewk ryðgaður djöfull" reyni annan stað og það sama gerist :)

Núna hef ég komst að því að það má EKKI snerta botninn á bílnum því það fer ALLT í gegn var even nóg að berja í þetta með hnefanum þá kom hnefastórt gat :shock:

Ráð óskast því ég þarf að nota bílinn :P




MUHAHAHAHAHA Bjargaðir deginum hjá mér alltaf gaman að sjá svona commet. Hef samt viljað sjá þetta live

Author:  Þórður Helgason [ Sat 08. Nov 2003 20:39 ]
Post subject: 

Quote:
lenti líka í því að skipta um dekkk á H-pony þegar bíllin var komin upp og ég búnað taka dekkið undan brotnaði tjakkurinn og bíllin datt niður, ég sat með lappirnar inní hjólaskálunum og bremsudiskin á milli lappana :shock: , munaði frekar mjóu þar, ALLTAF að nota búkka :wink:

haffi, hvernig eru bitarnir undir bílnum? eru þeir riðgaðir í sundur líka?

Ein regla, ef þú tekur hjól undan bíl, og auðvitað er enginn búkki nálægt, (hver er með bílinn fullan af búkkum?), seturðu dekkið sem þú tókst undan undir lægst punkt UNDIR bílnum rétt hjá þér. Þótt hann pompi smá, þá ættirðu að vera nokkuð öruggur.

Ég held það hjóti að vera slæmt að láta uppáhaldsbílinn sinn drepa sig svona...

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/