bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Hjólaleguskipti á E-39....ASAP
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=29531
Page 1 of 1

Author:  SLK [ Sat 17. May 2008 18:17 ]
Post subject:  Hjólaleguskipti á E-39....ASAP

Hvernig á ég að fara að því að losa demparann á E-39 til að skipta um hjólaleguna.
Ég er búin að losa brakketið sem heldur demparanum, en get ómögulega séð hvað ég á að gera næst.

Með fyrirfram þökk

Author:  Jss [ Sat 17. May 2008 18:31 ]
Post subject:  Re: Hjólaleguskipti á E-39....ASAP

SLK wrote:
Hvernig á ég að fara að því að losa demparann á E-39 til að skipta um hjólaleguna.
Ég er búin að losa brakketið sem heldur demparanum, en get ómögulega séð hvað ég á að gera næst.

Með fyrirfram þökk


Spurning um að taka fram hvort þetta sé að framan eða aftan, það gæti hjálpað þér við að fá rétt svör. ;)

Getur líka skoðað hvernig demparinn er festur á realoem.com, veit samt ekki hvort það hjálpi þér nokkuð.

Author:  SLK [ Sat 17. May 2008 18:35 ]
Post subject: 

Þetta er að framan....hægra megin.

get alls ekki áttað mig á því hvernig á að losa demprarann af.....

Author:  slapi [ Sat 17. May 2008 21:18 ]
Post subject: 

best er að reka meitil á milli í festingunni , sérð það , það er aftaná nafhaldaranum.Passa bara að lemja ekki í demparann.
Losa rærnar uppí demparastruti og draga demparann útfyrir brettið og draga hann síðan uppúr haldaranum
Losa síðan þessa 4 bolta sem halda legunni og berja gömlu af.

Ef ég man rétt í E39 þá fer ABS skynjarinn inní leguhúsið þannig að það er gott að losa han til að vera viss um að eyðileggja hann ekki.

Besta leiðin til að ná demparanum niður fyrir brettið er að hafa gott kúbein eða langt rör til að spenna á milli aftari spyrnunar og vélarbitans. Ýta vel niður og gott að hafa annan mann til að taka demparann undan brettinu.
Til að vera viss um að rispa ekki bílinn set ég alltaf 3 línur af strigateipi á brettið til öryggis , ef að dempara legan rekist í brettið að það rispist ekkert.

Edit: Mér hefur reynst vel að setja aðeins af þunnu lubricant með , hvort sem það er í líki ryðolíu eða þunnljótandi lube , FinLube eða álíka.

Einnig hefur mér ekkert dugað að berja á demparafestinguna , þetta rennur létt uppúr ef það er búið að spenna klemmuna í sundur eðlilega.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/