bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Álsuður
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=28715
Page 1 of 1

Author:  arnibjorn [ Fri 11. Apr 2008 10:44 ]
Post subject:  Álsuður

Vitiði um einhvern stað sem getur tekið að sér að sjóða ál fyrir mig?

Það koma svona 2 "eyru" úr kassanum mínum, þar sem skiptiarmurinn festist í, og annað eyrað brotnaði.

Hvar get ég látið sjóða þetta... og er eitthvað sérstakt vesen að sjóða ál? :)

Author:  slapi [ Fri 11. Apr 2008 11:10 ]
Post subject: 

Það þarf að sjóða ál með TIG suðu og á riðstraum , ég hef soðið ál og það er aðeins meira en að segja það , sérstaklega í svona málum.

Best að koma sér í samband við eitthvað af vélsmiðjum eða vélaverkstæðum.

Author:  Djofullinn [ Fri 11. Apr 2008 11:11 ]
Post subject: 

Áliðjan á held ég að geta gert þetta :)

Author:  Einarsss [ Fri 11. Apr 2008 11:16 ]
Post subject: 

Áliðjan fær mitt vote ... bara flott vinna sem ég hef fengið þá til að græja fyrir mig

Author:  hjaltikr [ Fri 11. Apr 2008 11:29 ]
Post subject: 

Að sjóða ál eins og hann segir er meira en að segja það.

Veistu með hvernig átök þetta þarf að þola? Brotið ál sem er soðið svo saman missir alveg gríðarlegan styrk og gæti verið til leiðinda.

Áliðjan er góð leið, gætir einnig athugað á vélaverkstæði hjalta einarssonar í hafnarfirði og talað við Árna eða Svenna, þeir eru eldklárir í þessu og ættu að græja þetta á örfáum mínútum.

Author:  gstuning [ Fri 11. Apr 2008 11:39 ]
Post subject: 

Þetta þarf að jafnan ekki að þola neitt svakalegt, ekkert bundið álag þar sem að þetta er þokkalega laust hinum meginn

Author:  Stebbtronic [ Fri 11. Apr 2008 13:22 ]
Post subject: 

slapi wrote:
Það þarf að sjóða ál með TIG suðu og á riðstraum , ég hef soðið ál og það er aðeins meira en að segja það , sérstaklega í svona málum.

Best að koma sér í samband við eitthvað af vélsmiðjum eða vélaverkstæðum.


Það er hægt að sjóða ál með bæði TIG og MIG suðu, svo eru meira að segja til pinnasuðuvírar f. ál þó að ekki sé mælt með þeim.

Author:  Lindemann [ Fri 11. Apr 2008 17:28 ]
Post subject: 

Það er örugglega ekki gaman að sjóða í þetta þar sem það er alltaf leiðinda álblöndur í svona hlutum og suðan verður því frekar óhrein..........en það ætti samt alveg að vera hægt að redda þessu hjá hvaða vélsmiðju sem er.

Author:  SævarM [ Fri 11. Apr 2008 17:59 ]
Post subject: 

Mæli með áliðjuni er búin að láta hann sjóða 2 fyrir mig titanium og hann er enga stund að redda þessu og er frekar sanngjarn á verð

Author:  Alpina [ Fri 11. Apr 2008 18:44 ]
Post subject: 

SævarM wrote:
Mæli með áliðjuni er búin að láta hann sjóða 2 fyrir mig titanium og hann er enga stund að redda þessu og er frekar sanngjarn á verð


:shock: :shock: Eru nokkrir í slíku,, og ef svo er .. í hvað og hvert/hvernig eru aðilar að nota þennann ,,málm ??

Author:  gstuning [ Fri 11. Apr 2008 18:46 ]
Post subject: 

Alpina wrote:
SævarM wrote:
Mæli með áliðjuni er búin að láta hann sjóða 2 fyrir mig titanium og hann er enga stund að redda þessu og er frekar sanngjarn á verð


:shock: :shock: Eru nokkrir í slíku,, og ef svo er .. í hvað og hvert/hvernig eru aðilar að nota þennann ,,málm ??


þetta er pústið á 4hjólinu hans :)
bara stökkt dót og létt

Author:  orezzero [ Fri 11. Apr 2008 22:37 ]
Post subject: 

sællir
hvað ál suður vardar þá var ÉG að vinna hjá ál-iðjuni og þeir geta soðið nánast hvad sem er i áli, ég er að vinna hjá vélsmiðju sem heitir MICRO núna og við getum lika gert þetta... ál-iðjan er örugglega ódyrari samt, við erum alltaf ad sjóða i vatns/kæli kassa fyrir vélsleða og önnur leiktæki

Það er samt ekkert mál að sjóða allt ál ef þú ert með réttu græjunar og réttu æfinguna

En ef einhverjum vantar einhvað CUSTOM gert i bimman sin úr RIÐFRÍU stáli hafið þá samband við mig þvi eg er alltaf til i ad gera einhvad nytt og alltaf gaman að segja að maður átti hlut i að "smiða" bilinn

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/