bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Bensínleki í E34 IX
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=28623
Page 1 of 1

Author:  gunnar [ Mon 07. Apr 2008 18:14 ]
Post subject:  Bensínleki í E34 IX

Það virðist svo sem það gæti lekið smávægilega úr tanknum á E34 525IX hjá mér. 80 L tankur (plast)

Image

http://www.realoem.com/bmw/showparts.do ... g=16&fg=05

Mér var sagt að lekinn gæti vera hjá strappanum sem heldur tanknum uppi. Hefur einhver lent í þessu leiðindarmáli áður?

Author:  gunnar [ Mon 07. Apr 2008 23:05 ]
Post subject: 

Vá ekki allir í einu :lol:

En hvernig er það, ef ég finn lekann, er séns fyrir mig að gera við þetta? þar sem þetta er nú einu sinni plast tankur.

Author:  Lindemann [ Mon 07. Apr 2008 23:08 ]
Post subject: 

það ætti að vera hægt að gera við þetta.....hugsanlega hægt að sjóða í þetta, fer eftir því hvernig plast er í þessu...annars bara líma.

svo er örugglega bara hægt að finna svona tank fyrir lítið einhversstaðar.

Author:  gunnar [ Mon 07. Apr 2008 23:13 ]
Post subject: 

Lindemann wrote:
það ætti að vera hægt að gera við þetta.....hugsanlega hægt að sjóða í þetta, fer eftir því hvernig plast er í þessu...annars bara líma.

svo er örugglega bara hægt að finna svona tank fyrir lítið einhversstaðar.


Spurning hvort það séu eins tankar í sedan og touring bílunum. Skoða realoem með þetta.

EDIT: það virðist að það séu eins tankar í 6 cyl bílunum alla vega 8)

Þannig ef ég næ ekki að loka þessu helvítis gati þá getur maður fengið sér annan tank.

Author:  jon mar [ Mon 07. Apr 2008 23:52 ]
Post subject: 

525 lekur einmitt hjá mér líka, virðist dropa alltaf smávegis. Frekar rólegt, en hann eyddi óþarflega þegar hann stóð yfir nótt á bílaplani í rvk :lol:

Gaman að sjá lausnina á þessu ef hún finnst áður en ég kíki á þetta í mínum :wink:

Author:  slapi [ Tue 08. Apr 2008 09:11 ]
Post subject: 

þetta er eitthvað ákveðið issue í E34 , man bara ekki hvað það var :D

Author:  gunnar [ Tue 08. Apr 2008 09:31 ]
Post subject: 

slapi wrote:
þetta er eitthvað ákveðið issue í E34 , man bara ekki hvað það var :D


Rifja upp takk fyrir :lol: :lol:

Væri mjög gott að vera með smá hugmynd áður en maður fer nú í að rífa tankinn úr..

Author:  mattiorn [ Tue 08. Apr 2008 09:34 ]
Post subject: 

Image

Author:  gunnar [ Tue 08. Apr 2008 09:39 ]
Post subject: 

Það er kannski rétt að spyrja líka að því, hvernig meðhöndlar maður svo þessa tanka? Verður ekki að þvo þetta áður en maður fer að líma/bræða/græja þetta saman?

Author:  slapi [ Tue 08. Apr 2008 10:35 ]
Post subject: 

Eitthvað minnir mig að tankurinn sjálfur væri ekki að leka heldur einhver rör uppáhonum.

Langbest að rífa hann niður ef að þú sérð að þetta er að koma að ofan frá tanknum , þá sérðu nú fljótlega hvaðan orsökin er því taumurinn liggur alltaf í drullunni á tanknum.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/