bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Bremsurör - "Braided" hosur - Bremsuvökvi - 328i
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=28579
Page 1 of 1

Author:  JOGA [ Sat 05. Apr 2008 16:21 ]
Post subject:  Bremsurör - "Braided" hosur - Bremsuvökvi - 328i

Sælir öðlingar,

Bíllinn minn tók upp á því að byrja að leka bremsuvökva.
Eftir að hafa skriðið undir bílinn sýnist mér þetta koma frá aftari bremsurörunum :? .

Skilst að það sé frekar leiðinlegt að skipta um rörin þar sem þau fara yfir tankinn. Hefur einhver gert þetta hér sem getur gefið mér ráð?

Svo var ég eitthvað að gæla við það hvort maður eigi að kaupa "braided" hosur í leiðinni og svo hvaða vökva ég eigi að setja á þetta.

Veit ekki með þetta seinasta þar sem ég er ekkert að fara að taka mikið á bílnum í bráð og skilst að maður þurfi að skipta mun oftar um 5.1 DOT vökva en þann venjulega?

Spurningarnar sem sagt:

1) Einhver ráð varðandi bremsu-röra skipti
2) Borgar sig að kaupa braided hosur fyrir götunotkun?
3) DOT 4 sem dugar lengur eða 5.1 sem er betri en dugar skemur og þarf að blæða bremsur "reglulega"

Author:  xtract- [ Sat 05. Apr 2008 16:58 ]
Post subject: 

hmm... ekki henda gamla rörinu strax.. nota það til að beygja nýja rörið eftir..

Author:  iar [ Sat 05. Apr 2008 22:13 ]
Post subject: 

Ég er með vírofnar slöngur í mínum, það var ekki farið að leka úr þeim gömlu en amk. ein var smá morkin og farin að sjá á. (Skúra) Bjarki setti þær í fyrir mig og þetta var smá föndur en tók samt stuttan tíma.

Varðandi hvort þetta borgi sig þá er það spurning, ég fann satt að segja lítinn sem engan mun. Hafði eitthvað lesið um að þetta gæfi betri tilfinningu fyrir bremsun en að er þá eitthvað svakalega lítið. :-)

Author:  JOGA [ Sat 05. Apr 2008 23:05 ]
Post subject: 

iar wrote:
Ég er með vírofnar slöngur í mínum, það var ekki farið að leka úr þeim gömlu en amk. ein var smá morkin og farin að sjá á. (Skúra) Bjarki setti þær í fyrir mig og þetta var smá föndur en tók samt stuttan tíma.

Varðandi hvort þetta borgi sig þá er það spurning, ég fann satt að segja lítinn sem engan mun. Hafði eitthvað lesið um að þetta gæfi betri tilfinningu fyrir bremsun en að er þá eitthvað svakalega lítið. :-)


Ég er samt eitthvað voða heitur fyrir svona. Ef maður skyldi nú fara á braut hérna :o

Hvað keyptir þú og kemur það í staðin fyrir járn-rörin eða bara "gúmmí" hlutann. Hélt einhvern vegin að þetta væri bara fyrir gúmmíið?

Author:  Lindemann [ Sun 06. Apr 2008 13:27 ]
Post subject: 

vírofnar slöngur eru bara settar í staðinn fyrir gúmmíslöngurnar, hefur járnrörin áfram. Þetta er bara til þess að slöngurnar þenjist minna út og þar af leiðandi ætti pedalinn að vera örlítið "harðari" og svara betur. Ég veit ekki hversu mikill munur finnst í venjulegum bíl, það fer sjálfsagt eftir því hvernig orginal slöngurnar eru.

Mér finnst alls ekkert vitlaust að kaupa svona, allavega ef þetta er ekkert mikið dýrara en orginal.

Author:  Alpina [ Sun 06. Apr 2008 18:05 ]
Post subject: 

Er með þá meiningu að vírofnar slöngur séu BARA sölutrix

eitt besta brake-upgrade sem ég tel að sé til er stærri MASTER-cylender

Þegar ég var svo lánsamur að detta í þann lukkupott að vera boðinn til kaups E30 M3 hjólabúnaðinn frá Óskari ((///M)) þá fylgdi einnig með
E34 M5 brakebooster en rörið á þeim bæ er 25 mm
((oem 23 í M3))

held að það sé 21 mm í 325 E30 .. en er ekki viss

Færslan á pedalanum hjá mér er mjög lítil vs oem 325 ........

BARA kúl og miklu meira FORCE sem hægt er að beita á diskana,, en það er bara til skamms tíma -->> hefur ekkert að gera þegar FADE spilar inní

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/