bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

JC-336 525i
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=28549
Page 1 of 2

Author:  JLS [ Thu 03. Apr 2008 23:33 ]
Post subject:  JC-336 525i

Sælir. Ég vara að eignast þennann gæðafák sem er Bmw 525 88árg og vantar bæði varahluti og upplýsingar. Þetta er víst 520 bíll original og er held ég kominn með m20b25 vélina. Þess bíll er að mínu mati mjög þéttur bíll og góður í akstri og held ég að hann sé með Lsd þó ég sé ekki enn viss um það. Varðandi upplýsingar þá vantar mig að vita hversu flókið/einfalt og dýrt er að fóðra upp gírstöngina. Í gír er stöngin eins og hann sé í hlutlausum. Ég veit ekkert hvaða kassi er í honum. Bara að hann er 5 gíra:) Og mér er sagt að vatnskassinn sé af 2L vélinni. Er munur á vatnskassanum frá 2.0-2.5?? Og varðandi varahluti þá vantar mig í hann drifskaftupphengju og viftuspaða. Það er búið að SJÓÐA spaðann fastann. Og það er ekkert nema hávaðinn frá bæði viftunni og reiminni. Og ef einhver þekkir þennan bíl sem mér þykir sennilegt þá væri gaman að fá að vita hvaða drif og kassi og mótor er í honum 8) Og já mig vantar í hann bílstjórasætið. Bakið er brotið. Nema að það sé ekkert mál að laga það. Ég hef ekkert skoðað þetta af neinu viti.

Author:  JLS [ Thu 03. Apr 2008 23:35 ]
Post subject: 

Og eitt enn á meðan ég man. Ég á eitthvað angel eyes drasl úr e32,,,, passar það í e28??

Author:  srr [ Fri 04. Apr 2008 08:47 ]
Post subject: 

Fyndið bílnúmer....

Minn 535i (520 original) er JC-337
518i sem ég reif í janúar var JC-330 :lol:

En ég myndi vilja sjá mynd af vélinni hjá þér. Það þarf ekki að vera að það
sé M20, það gæti alveg eins verið M30B25.
Þá ertu með M30 gírkassa etc...

Author:  Axel Jóhann [ Fri 04. Apr 2008 12:51 ]
Post subject: 

Samt eflaust er þetta M20 mótor fyrst hann var 520 orginal. :)

Author:  srr [ Fri 04. Apr 2008 14:46 ]
Post subject: 

Axel Jóhann wrote:
Samt eflaust er þetta M20 mótor fyrst hann var 520 orginal. :)

Það þarf nú ekki að vera.
Ég er að breyta úr M20 í M30 :wink:

Author:  Djofullinn [ Fri 04. Apr 2008 16:12 ]
Post subject: 

Er þetta ekki sá sem var til sölu hérna um daginn?
Hann var allavega með m20b25

Author:  srr [ Fri 04. Apr 2008 16:57 ]
Post subject: 

Djofullinn wrote:
Er þetta ekki sá sem var til sölu hérna um daginn?
Hann var allavega með m20b25

Fór það framhjá mér í til sölu þráð, E28 525i? :shock:

Author:  arnibjorn [ Fri 04. Apr 2008 17:03 ]
Post subject: 

Dúbbídúbbídú

Author:  Djofullinn [ Fri 04. Apr 2008 17:05 ]
Post subject: 

srr wrote:
Djofullinn wrote:
Er þetta ekki sá sem var til sölu hérna um daginn?
Hann var allavega með m20b25

Fór það framhjá mér í til sölu þráð, E28 525i? :shock:

Hehe nei þú póstaðir meira að segja í þráðinn :lol:

http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtop ... ght=520%2A

Author:  srr [ Fri 04. Apr 2008 17:06 ]
Post subject: 

Djofullinn wrote:
srr wrote:
Djofullinn wrote:
Er þetta ekki sá sem var til sölu hérna um daginn?
Hann var allavega með m20b25

Fór það framhjá mér í til sölu þráð, E28 525i? :shock:

Hehe nei þú póstaðir meira að segja í þráðinn :lol:

http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtop ... ght=520%2A

:oops:
Leitaði ekki svona langt aftur né man svona langt :lol:

Author:  JLS [ Fri 04. Apr 2008 17:34 ]
Post subject: 

Ég er ekki viss hvaða vél þetta er, m20 m30. Er einhver útlitsmunur?? En hún lítur nokkurnvegin eins út og í e30 325 bílnum sem ég átti í denn (IM-870 minnir mig). Mér sýnist innspítingin eitthvað frábrugðin en það gæti verið munur hvað það varðar á milli e28 og e30 án þess að ég viti það. En hún tikkar duglega og vinnur bara ágætlega. En mig sárvantar viftuspaðann. Ferlegt að hafann svona fastann. Maður heyrir ekkert nema reimavæl og viftuhvin. Á hann einhver?? Og ég er búinn að taka myndir af hesthúsinu og bílnum en photobucket virðist ekki vera að virka og ekki hefur mér tekist að koma myndum inn á svona spjall enn þrátt fyrir margar tilraunir.

Author:  srr [ Fri 04. Apr 2008 17:43 ]
Post subject: 

Sendu mér myndirnar, ég skal henda þeim inn fyrir þig.
srr "at" simnet.is

Author:  JLS [ Fri 04. Apr 2008 18:26 ]
Post subject: 

Það er eikkað að angra tölvukerfið eða tölvuna. Ég get ekki sent póst eða hlaðið myndum :? Geri aðra tilraun í kvöld eða á morgun.

Author:  Húni [ Fri 04. Apr 2008 18:28 ]
Post subject: 

JLS wrote:
Ég er ekki viss hvaða vél þetta er, m20 m30. Er einhver útlitsmunur?? En hún lítur nokkurnvegin eins út og í e30 325 bílnum sem ég átti í denn (IM-870 minnir mig). Mér sýnist innspítingin eitthvað frábrugðin en það gæti verið munur hvað það varðar á milli e28 og e30 án þess að ég viti það. En hún tikkar duglega og vinnur bara ágætlega. En mig sárvantar viftuspaðann. Ferlegt að hafann svona fastann. Maður heyrir ekkert nema reimavæl og viftuhvin. Á hann einhver?? Og ég er búinn að taka myndir af hesthúsinu og bílnum en photobucket virðist ekki vera að virka og ekki hefur mér tekist að koma myndum inn á svona spjall enn þrátt fyrir margar tilraunir.


keyptir þú bílinn hann stefáns ??? í gær ???

Author:  JLS [ Fri 04. Apr 2008 18:35 ]
Post subject: 

Jamm. Það gerði ég. Líst þér ekkert á það??

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/