bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Reglubundið viðhald
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=28368
Page 1 of 1

Author:  gjonsson [ Thu 27. Mar 2008 23:55 ]
Post subject:  Reglubundið viðhald

Þar sem google og leitin hér á kraftinum eru ekki að gefa mér nein svör, þá er ég hér með auðvelda spurningu.
Hvernig er reglubundið viðhald á E46 bílum? Þá er ég að tala um kílometra/mánuði milli smurþjónustu, inspektion I / II, tímakeðju og slíku.

Author:  Einarsss [ Fri 28. Mar 2008 08:29 ]
Post subject: 

kíktu í hanskahólfið ;) þar áttu að vera með service manual.

annars er smur á 320d á 30.000km fresti og hverjum 60.000 er inspection hjá umboðinu

Author:  gjonsson [ Fri 28. Mar 2008 09:54 ]
Post subject: 

Ef ég bara ætti svona bíl til að kíkja í hanskahólfið á. Annars er ég að spá í einum bíl, rétt leit í service manualinn og fann ekki þessar upplýsingar. Kannski maður fari aftur og skoði þetta betur.

Author:  FinnurKarls [ Fri 28. Mar 2008 13:59 ]
Post subject: 

uuu er ekki nóg að taka eftir service dæminu í mælaborðinu þegar maður startar? eða er það kannski bara smurning eða?

Author:  thisman [ Thu 03. Apr 2008 16:28 ]
Post subject: 

Þar sem ég er nýkominn með E46 úr Inspection II þá get ég kannski komið með eitthvað input. Bíllinn taldi semsagt alltaf niður í Inspection þegar ég startaði honum og núna eftir að hann kom úr Inspection II (þokkalega dýrt btw) þá byrjar hann að telja niður úr 30 þús km í Oil Service.

Þannig að svo framarlega sem bíllinn hefur farið reglulega til umboðsaðila þá ætti að vera hægt að taka mark á skilaboðunum þegar þú startar bílnum.

Ef einhver er ósammála ofangreindu þá væri alveg stórfínt að heyra það og af hverju. Mér finnst ótrúlegur andskoti að ætla að fara að bíða 30 þús km eftir næsta smuri - þrátt fyrir longlive olíu. :wink:

Author:  Einsii [ Thu 03. Apr 2008 17:39 ]
Post subject: 

thisman wrote:
Þar sem ég er nýkominn með E46 úr Inspection II þá get ég kannski komið með eitthvað input. Bíllinn taldi semsagt alltaf niður í Inspection þegar ég startaði honum og núna eftir að hann kom úr Inspection II (þokkalega dýrt btw) þá byrjar hann að telja niður úr 30 þús km í Oil Service.

Þannig að svo framarlega sem bíllinn hefur farið reglulega til umboðsaðila þá ætti að vera hægt að taka mark á skilaboðunum þegar þú startar bílnum.

Ef einhver er ósammála ofangreindu þá væri alveg stórfínt að heyra það og af hverju. Mér finnst ótrúlegur andskoti að ætla að fara að bíða 30 þús km eftir næsta smuri - þrátt fyrir longlive olíu. :wink:


Bíllinn tekur víst mið af fleiri hlutum skilst mér en bara akstri. einsog hversu oft er startað, hversu mikið hann er keyrður kaldur og þannig pælingar. Þetta dettur öruklega niður í 20k fyrir næsta smur.

Author:  DABBI SIG [ Thu 03. Apr 2008 21:44 ]
Post subject: 

thisman wrote:
Þar sem ég er nýkominn með E46 úr Inspection II þá get ég kannski komið með eitthvað input. Bíllinn taldi semsagt alltaf niður í Inspection þegar ég startaði honum og núna eftir að hann kom úr Inspection II (þokkalega dýrt btw) þá byrjar hann að telja niður úr 30 þús km í Oil Service.

Þannig að svo framarlega sem bíllinn hefur farið reglulega til umboðsaðila þá ætti að vera hægt að taka mark á skilaboðunum þegar þú startar bílnum.

Ef einhver er ósammála ofangreindu þá væri alveg stórfínt að heyra það og af hverju. Mér finnst ótrúlegur andskoti að ætla að fara að bíða 30 þús km eftir næsta smuri - þrátt fyrir longlive olíu. :wink:


Væri mjög gaman ef þú gætir deilt með okkur upphæðinni sem þú fékkst útúr þessu og einnig hvort það var þá eitthvað gert annað en bara inspection II, þ.e.a.s. hvort það voru einhverjar viðgerðir inní þessu...

Author:  Dóri- [ Fri 04. Apr 2008 02:19 ]
Post subject: 

einarsss wrote:
kíktu í hanskahólfið ;) þar áttu að vera með service manual.

annars er smur á 320d á 30.000km fresti og hverjum 60.000 er inspection hjá umboðinu


Aldrei myndi ég keyra bíl með tímakeðju 30.000 á milli olíuskipta :o

Author:  thisman [ Fri 04. Apr 2008 09:13 ]
Post subject: 

DABBI SIG wrote:
thisman wrote:
Þar sem ég er nýkominn með E46 úr Inspection II þá get ég kannski komið með eitthvað input. Bíllinn taldi semsagt alltaf niður í Inspection þegar ég startaði honum og núna eftir að hann kom úr Inspection II (þokkalega dýrt btw) þá byrjar hann að telja niður úr 30 þús km í Oil Service.

Þannig að svo framarlega sem bíllinn hefur farið reglulega til umboðsaðila þá ætti að vera hægt að taka mark á skilaboðunum þegar þú startar bílnum.

Ef einhver er ósammála ofangreindu þá væri alveg stórfínt að heyra það og af hverju. Mér finnst ótrúlegur andskoti að ætla að fara að bíða 30 þús km eftir næsta smuri - þrátt fyrir longlive olíu. :wink:


Væri mjög gaman ef þú gætir deilt með okkur upphæðinni sem þú fékkst útúr þessu og einnig hvort það var þá eitthvað gert annað en bara inspection II, þ.e.a.s. hvort það voru einhverjar viðgerðir inní þessu...


Heildarkostnaðurinn var um 150 þús sem skiptist gróflega svona, en ég er reyndar ekki með reikninginn fyrir framan mig:
Inspection II + efniskostnaður vegna þess: 90-100 þús
Smádútl (endurkóða tölvu fyrir læsingar + rúðuþurrkur): 10-15 þús
Viðgerð á því sem þeir fundu að í Inspection II (balancestöng/fóðringar/þéttingar eða eittthvað svoleiðis dót): 40-50 þús

Síðan fékk ég reyndar 10-15% afslátt af hverjum lið fyrir sig í gegnum BMW krafts meðlimakortið sem var alveg stórfínt.

Author:  Angelic0- [ Fri 04. Apr 2008 13:38 ]
Post subject: 

Er ég þá bara klikkaður... að skipta á 3k fresti :?:

Author:  Einarsss [ Fri 04. Apr 2008 13:44 ]
Post subject: 

inspection II hjá mér var um 60k með afslætti :shock: reyndar þurfti ekki að skipta um neina sérstaka hluti fyrir utan skoðun og olíuskiptingar

Author:  thisman [ Sat 05. Apr 2008 09:36 ]
Post subject: 

einarsss wrote:
inspection II hjá mér var um 60k með afslætti :shock: reyndar þurfti ekki að skipta um neina sérstaka hluti fyrir utan skoðun og olíuskiptingar


Já, spurning hvort að þeir eru búnir að setja gengishækkunina inn í varahlutaverðið og það telji svona skrambi mikið? Þjónustufulltrúinn talaði allavega um strax frá byrjun að þetta færi væntanlega upp fyrir 100 þús kallinn - áður en það var búið að svo mikið sem líta á bílinn.

Annars ég er bara sáttur, græjan þá vonandi í 100% standi næsta árið. Þoli ekki þegar hlutirnir eru ekki tip top og peningunum betur varið í þetta en marga vitleysuna. 8)

Author:  thisman [ Sat 05. Apr 2008 09:49 ]
Post subject: 

einarsss wrote:
inspection II hjá mér var um 60k með afslætti :shock: reyndar þurfti ekki að skipta um neina sérstaka hluti fyrir utan skoðun og olíuskiptingar


Fór og fann kvittunina og verðin fyrir Inspection tvö hlutann eru svona án afsláttar:
Inspection II: kr. 42.200,-
Olíusía: kr. 2.343,-
Loftsía: kr. 5.726,-
Bremsuvökvi: kr. 1.086,-
Frjókornasía: kr. 7.260,-
Öndunarsía: kr. 8.132,-
Hráolíusía: 4858,-

Heildarupphæðin á sjálfri Inspection II var því töluvert lægri en ég hélt eða kr. 71.605,- mínus afsláttur og þá erum við að nálgast 60 þús kallinn sem þú talaðir um. Það er því óþarfi að örvænta þó að Inspection II sé að nálgast, hún þarf ekki að vera svo hrikaleg svo framarlega sem það þarf ekki að gera við neitt. :wink:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/