bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

vond lykt þegar bíllinn er stopp
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=28297
Page 1 of 2

Author:  totihs [ Tue 25. Mar 2008 02:31 ]
Post subject:  vond lykt þegar bíllinn er stopp

Ætlaði að athuga hvort einhver væri með einhverjar hugmyndir um það hvað þetta gæti verið. Það er nefnilega þannig að þegar bíllinn er kyrrstæður eftir að hafa verið keyrður í ágætis tíma og alveg orðinn heitur þá kemur stundum einhver skítafýla úr miðstöðinni. Veit ekki alveg hvern ég get lýst henni. Þetta virðist vera úr miðstöðinni, finnur þetta ekki fyrir utan. Þetta kemur samt ekkert alltaf :shock: .

Þetta er alveg óþolandi þannig að mig langaði að athuga hvort einhver hefði einhverjar hugmyndir áður en ég fer í TB.

Author:  finnbogi [ Tue 25. Mar 2008 02:37 ]
Post subject: 

er eitthver fyrrverandi kærasta bitur eða :D

Author:  Angelic0- [ Tue 25. Mar 2008 06:05 ]
Post subject: 

Sætur keimur.... finnurðu svona kemískt sykurbragð í sambland við lyktina...

hitaelement... i think :!:

Author:  Berteh [ Tue 25. Mar 2008 09:30 ]
Post subject: 

Gæti þetta ekki líka verið mygla í kringum AC (ef að bíllinn er með þannig) Veit að það var algengt í e46 :P

Author:  Hannsi [ Tue 25. Mar 2008 09:43 ]
Post subject: 

Berteh wrote:
Gæti þetta ekki líka verið mygla í kringum AC (ef að bíllinn er með þannig) Veit að það var algengt í e46 :P

er ekki viss en hef allavega ekki séð persónulega E39 án A/C :o

Author:  Geirinn [ Tue 25. Mar 2008 09:48 ]
Post subject: 

Farin ventlalokspakkning ætti að vera nóg ?

Author:  slapi [ Tue 25. Mar 2008 10:21 ]
Post subject: 

Geirinn wrote:
Farin ventlalokspakkning ætti að vera nóg ?

já einmitt , ég myndi kippa heddinu af og skoða stýringarnar í blokkinni til að vera viss.

Author:  saemi [ Tue 25. Mar 2008 10:49 ]
Post subject: 

Ha ha ha.. fyndnir gæjar.

En það vantar þú þarna inn hvaða bíl þú ert að tala um. Geng út frá því að þú sért að tala um þennan í undirskriftinni. Nánari lýsing væri betri, ef hægt er að gefa hana. Myndi fyrst athuga frjókornasíuna í húddinu ef þú hefur ekki skipt um hana nýlega.

Author:  BMW_Owner [ Tue 25. Mar 2008 12:00 ]
Post subject: 

slapi hvað ertu að bulla :lol: kippa heddinu af til að skoða ventlalokspakkninguna?? :lol:

Author:  Geirinn [ Tue 25. Mar 2008 12:22 ]
Post subject: 

BMW_Owner wrote:
slapi hvað ertu að bulla :lol: kippa heddinu af til að skoða ventlalokspakkninguna?? :lol:


Væntanlega skot á þessa annars frábæru hugmynd frá mér.

Author:  totihs [ Tue 25. Mar 2008 13:07 ]
Post subject: 

Já, þetta er klárlega tengt miðstöðinni eitthvað, hitaelement hljómar ekkert svo ósennilega, þar sem það var skipt um frjókornasíu fyrir 2k km.

klárlega ekki ventlalokspakkning :lol:

En þar sem ég veit ekki neitt renni ég bara við á samkomu á eftir og einhver sest inn og athugar hvort hann þekkir þetta ekki.

Author:  adler [ Tue 25. Mar 2008 13:41 ]
Post subject: 

Þetta er alveg örugglega frjókornasían það kemur fíla úr henni sértaklega í raka. fílan er að dauðum rottnandi flugum og öðrum lífrænum skít sem er í loftinu.

Author:  Hreiðar [ Tue 25. Mar 2008 14:07 ]
Post subject: 

Er þetta ekki bara einhver táfýla af mottunum :lol:

Author:  Saxi [ Tue 25. Mar 2008 14:09 ]
Post subject: 

Prufaðu að fara á http://www.x5world.com forumið og leita að "Dirty sock smell" :lol:

Minnir að það sé búið að tala svolítið um þetta þar.

Author:  Geirinn [ Tue 25. Mar 2008 15:24 ]
Post subject: 

Sleppa því að prumpa í bílnum.

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/