bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Aðeins að forvitnast
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=2827
Page 1 of 1

Author:  Ibzen [ Fri 26. Sep 2003 23:14 ]
Post subject:  Aðeins að forvitnast

Ég var að pæla... alltaf þegar að ég svissa á bílnum mínum (e36) þá kemur eitthvað súlurit fyrir neðan km mælinn og líka þegar að ég set í gang en þá hverfur það eftir smástund. Hvað er þetta eiginlega? Ég er búinn að eiga bílinn í 3 mán og er ekki ennþá búinn að komast að því hvað þetta er...

Svo var ég líka að pæla... Ég er með augabrúnir á bílnum og mig langar líka til að fá svona neðri augabrúnir... veit einhver hvar hægt er að nálgast svoleiðis aukahluti?

Author:  Haffi [ Fri 26. Sep 2003 23:21 ]
Post subject: 

Þetta er bara service check ljós þ.e.a.s. uppá oliuskipti ofl.

Og þú getur nálgast augabrúnirnar í ÁG.

Author:  GHR [ Fri 26. Sep 2003 23:21 ]
Post subject: 

Ég hugsa að þetta ''súlurit'' sem þú ert að tala um sé mælirinn sem sýnir hvenær olíuskipti eiga að eiga sér stað og einnig hvenær þú þarft að fara með hann í inspection!!
Þú þarft ekkert að hafa áhyggjur af þessu ef græna ljósið er bara logandi, en þarft að fara svona spá í þessu á gula ljósinu :wink:

Vona þetta hjálpi :D

Author:  Haffi [ Fri 26. Sep 2003 23:21 ]
Post subject: 

ownd! :)

Author:  bjahja [ Fri 26. Sep 2003 23:26 ]
Post subject: 

VEIII maður sem kann íslensku....augaBRÚNIR :wink:

Author:  Jss [ Sat 27. Sep 2003 02:21 ]
Post subject: 

Síðan eru líka augabrúnir á bmwspecialisten. Kosta ca. 3000-4000 kr. (325 danskar) á E36 ef ég man rétt, (tékkar bara á þessu á síðunni hjá þeim)

Author:  iar [ Sat 27. Sep 2003 13:24 ]
Post subject: 

Hér er ágætis lýsing á þessu:

Quote:
The Service Indicator consists of five green, one yellow, and one red light and the inscriptions: "Oil service" and "Inspection" located on your instrument panel.

Whenever the ignition is switched on, up to five green lights will light up, then depending on vehicle use and driving style the green lights will systematically turn off one by one. As you approach the last green light, this is an indication that the next service is almost due and helps you to make any necessary arrangements on a timely basis.

When the last green light turns off, a yellow light appears with one of the inscriptions (Oil Service or Inspection). This indicates that your next maintenance service is due immediately.

If you continue to delay maintenance service, the yellow light and red light appear together with one of the inscriptions (oil service or inspection). In the interest of road safety and reliability you should avoid driving your BMW and have the essential work performed without any further delay.


( tekið af http://www.gms.cc/maintenance.htm )

Author:  BMW3 [ Wed 01. Oct 2003 01:06 ]
Post subject: 

þetta gula og rauða ljósið er bara rugl þetta er segjir þér bara að fara með bílinn í skoðun þetta er ekkert nauðsynlegt það kostar 25-40.000 kr að fara með bílinn í skoðun

Author:  hlynurst [ Wed 01. Oct 2003 01:09 ]
Post subject: 

Eruð við ekki að tala þá um inspection? Kostað tæplega 10þ að láta smyrja bílinn minn hjá B&L... inspection er hinsvegar dýrt!

Author:  BMW3 [ Wed 01. Oct 2003 01:12 ]
Post subject: 

jú en ég get þá alveg eins smurt bílinn min n sjálfum fyrir 3000 kall í staðinn fyrir að borga 10.000 kall

Author:  Jss [ Wed 01. Oct 2003 09:19 ]
Post subject: 

Það fara líka 7 lítrar af olíu á 328 bílana, allavega fóru sléttir 7 lítrar á minn, er gefinn upp með 6,5 lítra olíu"birgðir". :)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/