bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Gangtruflanir o.fl.
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=27970
Page 1 of 2

Author:  JoeJoe [ Sun 09. Mar 2008 17:24 ]
Post subject:  Gangtruflanir o.fl.

Þegar ég startaði bílnum mínum(e34 540) í gærmorgun þá byrjuðu að koma þessu þvílíku gangtruflanir þegar hann er í lausaganginum. Það hafði ekki verið neinar truflanir eða neitt daginn áður. Svo byrjaði líka að koma þvílík lykt af einhverju sem var að hitna greinilega en samt sýndi hitamælirinn á vélinni engann óvenjulegann hita. Það rauk alveg úr pústinu, s.s. utanaf pústinu ekki út úr því sem ég skil ekki alveg þar sem að ég hafði ekki verið að gefa honum það mikið inn.

Svo er líka oft mikil gufa að koma út úr pústinu og ég þarf alltaf að vera filla á kælivatnið, samt er olían ekkert farin að litast af kælivatni :S fór með bílinn í TB og þeir skiptu um vatnskassa þar sem að hann var að leka en þeir sáu engann annan leka. Ætti olían ekki að vera litast ef að það sé kælivökvi að fara í sprengirýmið?

Segið hvað ykkur dettur í hug um þetta vesen

Author:  Steinieini [ Sun 09. Mar 2008 17:36 ]
Post subject: 

Ekkert hvítt skum í olíunni ?

Author:  JoeJoe [ Sun 09. Mar 2008 17:43 ]
Post subject: 

Steinieini wrote:
Ekkert hvítt skum í olíunni ?


ekki svo að ég sjái :S það ætti nú að sjást á lokinu eða mælistikunni

Author:  Steinieini [ Sun 09. Mar 2008 17:58 ]
Post subject: 

JoeJoe wrote:
Steinieini wrote:
Ekkert hvítt skum í olíunni ?


ekki svo að ég sjái :S það ætti nú að sjást á lokinu eða mælistikunni


Hafa ekki bara TB klúðrað einhverjum hosum eða einhverju sem lekur ?

Author:  saemi [ Sun 09. Mar 2008 20:14 ]
Post subject: 

Hvarfakútar, athuga það. Annars súrefnisskynjara. Svo loftflæðiskynjara.

Author:  JoeJoe [ Sun 09. Mar 2008 20:43 ]
Post subject: 

saemi wrote:
Hvarfakútar, athuga það. Annars súrefnisskynjara. Svo loftflæðiskynjara.


Hvernig lýsir það sér þegar hvarfakútarnir eru farnir?

Author:  saemi [ Sun 09. Mar 2008 20:53 ]
Post subject: 

JoeJoe wrote:
saemi wrote:
Hvarfakútar, athuga það. Annars súrefnisskynjara. Svo loftflæðiskynjara.


Hvernig lýsir það sér þegar hvarfakútarnir eru farnir?


Aðallega kraftleysi og skrýtinn gangur hefur mér heyrst.

Author:  UnnarÓ [ Sun 09. Mar 2008 23:38 ]
Post subject: 

Vá, þetta var að koma fyrir minn bíl í gær :o
Nákvæmlega það sama, hvert einasta einkenni eins.

Skrýtinn gangur sem lagast síðan eftir 10 sek,
Gúmmíbruna bræla þegar ég steig útur bílnum eftir svona 20 mínútna keyrslu,
rauk af pústinu,
dágóður slatti af kælivökvanum hvarf,
og þvílíkur mökkur kemur úr púströrinu,
Engin olía í kælivökvanum eða vice versa

Væri líka vel til í að vita hvað veldur þessu.

Author:  gardara [ Sun 09. Mar 2008 23:53 ]
Post subject: 

Í gær var dagurinn sem allir e34 landsins byrjuðu að hegða sér illa í lausagangi og gefa frá sér skrítna lykt. :lol:

Author:  Beinsi [ Mon 10. Mar 2008 10:24 ]
Post subject: 

ja, minn var alveg fínn svosem. :D

Author:  JoeJoe [ Mon 10. Mar 2008 16:53 ]
Post subject: 

ok bíllinn minn dó í dag, verður líklegast dreginn uppá B&L á morgun :cry:

Author:  gardara [ Tue 11. Mar 2008 11:01 ]
Post subject: 

JoeJoe wrote:
ok bíllinn minn dó í dag, verður líklegast dreginn uppá B&L á morgun :cry:


Endilega láttu okkur vita hvað kemur í ljós.

Author:  JoeJoe [ Tue 11. Mar 2008 22:57 ]
Post subject: 

Já maður gerir það, það er samt svo fáránlega langur bið í viðgerð hjá B&L þeir sögðust ekki koma honum inn fyrr en fyrsta lagi eftir páska :( ég tel niður dagana :D

Author:  JoeJoe [ Thu 27. Mar 2008 16:38 ]
Post subject: 

Jæja það var hringt í mig frá B&L í dag loksins(voru með vitlaust símanúmer) þetta fór nú betur en ég hélt, þetta er bara einhver hosa á loftinntakinu sem er farin sem leiddi til þess að gufan var að koma úr pústinu og það orsakaði líka gangtruflanirnar :D reikna með að fá bílinn eftir helgi eða á morgun :clap: :clap:

Author:  ömmudriver [ Thu 27. Mar 2008 18:22 ]
Post subject: 

JoeJoe wrote:
Jæja það var hringt í mig frá B&L í dag loksins(voru með vitlaust símanúmer) þetta fór nú betur en ég hélt, þetta er bara einhver hosa á loftinntakinu sem er farin sem leiddi til þess að gufan var að koma úr pústinu og það orsakaði líka gangtruflanirnar :D reikna með að fá bílinn eftir helgi eða á morgun :clap: :clap:



Þetta eru alveg MEGA góðar fréttir =D>

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/