bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Vélaspurning fyrir þá sem kunna eitthvað í þessu.
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=2735
Page 1 of 1

Author:  fart [ Sun 21. Sep 2003 18:36 ]
Post subject:  Vélaspurning fyrir þá sem kunna eitthvað í þessu.

Ég hef nú ekki verið að gefa bílnum mínum mikið eftir að ég eignaðist hann. Aðallega verið að keyra á snúning upp undir 4.000 (fíla low down rumblið svo vel).

En áðan þá ætlaði ég aðeins að spíta í lófana og snéri honum meira, en þá gerðist svolítið skrítið. Svona rétt þegar ég nálgaðist 5.000 snúninga fór bíllinn að koka og missa afl. Hvað í fjandanum er að gerast? Þetta var helst eins og að hann fengi ekki nóg bensín.

Getur einhver frætt mig um hvað er líklegast að.

Fart.

Author:  Alpina [ Sun 21. Sep 2003 20:59 ]
Post subject: 

Veit ekki en....... gæti verið farin membra
Sv.H

Author:  fart [ Sun 21. Sep 2003 21:22 ]
Post subject: 

ah.. auðvitað... hehe

en hvað er membra?

Author:  Alpina [ Sun 21. Sep 2003 21:38 ]
Post subject: 

errrrrrr membra

gæti verið það sem stjórnar öndun í soggrein ásamt einhverju flóknu öðru

Gerðist í 540 bílnum úti...((í hægagangi)) og bífvélavirkinn spurði hvort að það væri ....dauð rotta í vélinni... tók oliuhvarðan úr og vélin fékk
það loft sem var stíflað milli soggreinar og kjallara :roll: :wink:

Sv.H

Veit ekki hvort þetta er hjá þer en talaðu við B/L STRAX á morgun og þeir vita það líklega í nóinu....

Author:  Alpina [ Sun 21. Sep 2003 21:40 ]
Post subject: 

BTW sérlega smekklegur bíll hjá þér

Sv.H

Author:  fart [ Sun 21. Sep 2003 22:31 ]
Post subject: 

Já hann er þokkalegur í útliti.

Með þetta vélardæmi þá gengur bíllin fínt, malar eins og köttur, rýkur í gang, reykir ekkrt og vinnur vel, en bara upp að svona 4800rpm.

Ég tala við B&L, ætli Bjarki snillingur með meiru sé ekki enn að vinna þarna.

Author:  Jss [ Sun 21. Sep 2003 22:42 ]
Post subject: 

fart wrote:
Já hann er þokkalegur í útliti.

Með þetta vélardæmi þá gengur bíllin fínt, malar eins og köttur, rýkur í gang, reykir ekkrt og vinnur vel, en bara upp að svona 4800rpm.

Ég tala við B&L, ætli Bjarki snillingur með meiru sé ekki enn að vinna þarna.


Jújú, hann er þar ennþá, og ennþá sami snillingurinn. :wink:

Author:  fart [ Mon 22. Sep 2003 12:12 ]
Post subject: 

Bjarki er bara "maðurinn".

Sérfræðingarnir segja að þetta sé líklegast stíflað púst, hugsanlega sé hvarfakúturinn búinn. Sem passar alveg við hljóðið sem er í póstinu núna.

Læt bara setja kút í staðin og leita mér af kvarfakút á netinu.

Author:  Alpina [ Mon 22. Sep 2003 20:17 ]
Post subject: 

Er kominn niðurstaða.............

Author:  fart [ Mon 22. Sep 2003 22:14 ]
Post subject: 

Mjög líklega. Pústgaurinn sagði að köggullinn í hvarfakútnum væri laus (það var í síðustu viku). Núna er bíllinn farin að hegða sér undarlega þanng að ég hringdi í Bjarka B&L topmann. Þegar ég lýsti fyrir honum hvernig bíllinn lætur (gangtruflannir á háum snúning) þá giskaði hann á að hvarfakúturinn væri farin. Skemmtileg tilviljun það. Þannig að á morgun fer bíllinn í Púst, læt taka hvarfan í burtu (er skoðaður 2 ár fram í tíman) og setja annan kút í staðin. Á með hvarfakút á netinu. 2 ár ættu að duga.

Author:  Leikmaður [ Tue 23. Sep 2003 10:57 ]
Post subject: 

...hvarfakútar eru satan!!

Author:  Dr. E31 [ Tue 23. Sep 2003 14:23 ]
Post subject: 

Universal hvarfakútur 15.000kr í Búlanaust. :)

Author:  fart [ Tue 23. Sep 2003 14:36 ]
Post subject: 

það var ekki stórt, ég ætla að sjá hvernig þetta virkar.. NB þarf ekki að fara með gaurinn í skoðun í 2 ár.

Author:  fart [ Tue 23. Sep 2003 18:31 ]
Post subject: 

Jæja núna er hann 523i noKat, og ég er ekki frá því að hann sé bara líflegri á lágum snúning, og millisnúning.

Annars er hugsanlegt að hvarfakúturinn hafi verið stíflaður því hann bíllinn vann lítið.

Gaman að sjá hvort eyðslan verður minni, hef samt litla trú á því. Soundið er hinsvegar bara nokkuð cool. :D

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/