Í grunninn er hugmyndin einföld/snjöll, þ.e.a.s að byrja með upptöku af hröðun bílsins. Forritið reynir að sía út umhverfishljóð, eða öllu frekar að hlusta eftir slætti vélarinnar. Að reyna að sía allt umhverfishljóð út er meiri háttar mál, en ef maður sættir sig við að reyna að greina taktfasta slætti vélarinnar þá er eflaust hægt að gera eitthvað.
Svo er ekkert annað eftir en að púsla saman hversu hratt vélarhraði eykst og í gegnum dekk,gírhlutföll og þyngd o.s.frv. hraði bílsins. Með því að vita helstu breytur sem einkenna bílinn er hægt að reikna út (með miklum nálgunum) hversu miklu afli vélin skilar - hversu miklu afli vélin skilar svo hún geti hraðað bílnum ákveðið mikið.
Helsta vandamálið við þetta er upptakan á hljóðinu, þ.e.a.s. umhverfishljóðin. Sýnist eftir stutta leit á netinu að þegar míkrófón er skipt út f.skynjara sem tengdur er við kerti vélar (eða annað sem gefur til kynna ganghraða) fáist mun marktækari niðurstöður.
Hérna er dæmi um eitt slíkt forrit (2 linkar, gætu verið misgamlar útgáfur):
http://www.tweecer.com/StreetDyno/StreetDyno.zip
http://www.beretta.net/goodie_bin/program/streetdyno.zip
Þetta er gott framtak hjá gstuning að taka að sér að greina bílana, verður gaman að sjá niðurstöður sérstaklega hjá þeim sem hafa alvöru Dyno Run til samanburðar.