bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Miðstöð biluð, takkar virka en enginn blástur !HOWTO FIX!
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=26790
Page 1 of 1

Author:  zeolite [ Mon 14. Jan 2008 14:35 ]
Post subject:  Miðstöð biluð, takkar virka en enginn blástur !HOWTO FIX!

Sælir strákar

Ég var með þetta vandamál og langar til að hjálpa ykkur sem lenda seinna í þessu þar sem þetta er vandamál hjá BMW.

Hvernig: Miðstöðin þín blæs engu lofti (heitu eða köldu) en allir takkar virka vel og ljósin. Stundum getur hún farið á fullt og virkað fínt en það er bara random hvenær það gerist.

Hvað er að: Þetta stykki er kallað Final Stage Unit og lítur svona út

Image

Svona leit alla vega stykkið út hjá mér í E46 (2000 BMW 328i).

Ég fer nú ekki að taka fullt credit fyrir þessa viðgerð því ég fann hvernig á að laga þetta á www.bimmerforums.com -
http://forums.bimmerforums.com/forum/showthread.php?p=3349096

Þessi howto sem ég linka á er ekki fyrir mína týpu samt... lærði það erfiðu leiðina :) í mínum bíl er þetta farþegameginn en ekki bílstjórameginn eins og er verið að tala um í linknum.

Nýja stykkið lítur svona út, og er greinilega búið að vinna það til og laga það sem var að:
Image

Að sjálfsögðu reif ég allt undan bílstjórameginn og gerði mig tilbúinn til að klára þetta hratt og örugglega :) En svo eftir mikla leiki komst ég að því að þetta er farðeþegmeginn.

Það þarf að taka hanskahólfið úr og þetta er vinstra meginn. Það er rör sem blæs heitu lofti á lappirnar sem þarf að taka úr og þá ´sest í stykkið ofarlega en það er erfitt að komast að því.

Image

Alveg eins og sauður þá gleymdi ég að taka mynd af því en þetta er eina myndin sem ég fann af þessu á netinu.

Enn einu sinni sýnir vefurinn notagildi sitt og sparaði mér tugi þúsunda í viðgerðarkostnað.

Ef þú byrjar að rífa þetta á réttum stað og ert ekkert að flýta þér þá á þetta að taka 1-2 tíma.

Varahluturinn kostar 12.000 í B&L

Vona að þetta hjálpi og endilega spyrja ef það er eitthvað sem er ekki á hreinu.

Bestu Kveðjur,
Zeolite

Author:  Angelic0- [ Mon 14. Jan 2008 19:44 ]
Post subject: 

frábært þetta.... setja þetta í DIY :?:

Author:  Berteh [ Mon 14. Jan 2008 22:15 ]
Post subject: 

Til gamans má geta þá er þetta er farþegamegin í E46 og bílstjóramegin í E36

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/