bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Wed 07. May 2025 14:30

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 2 posts ] 
Author Message
PostPosted: Thu 03. Jan 2008 02:43 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Wed 16. Feb 2005 23:49
Posts: 446
Ég er að spá í þessu vegna þess að bíllinn er bilaður hjá mér. Það eru brotnir rockerarmar, knastásinn er orðinn slitinn og til að ná honum þarf ég að taka heddið upp og þá skiptir maður um heddpakkninguna og kíkir yfir og skiptir öðru út í leiðinni.

Bimminn minn 535iA ´89 er með M30 vél, en hvaða M30 vél nákvæmlega er ég ekki viss, hvernig get ég fundið það út?

Vin – númerið er: WBAHD21010BF29091

Mér var sagt að ég ætti að geta séð þetta stimplað einhverstaðar á heddið, hef ekki sé það og þessvegna er ég búinn að vera skoða þetta á þessum helstu síðum sem maður veit um þar sem maður slær inn bodynúmerið og sumar segja mér að ég sé með M30B34.
Samkvæmt skráningarskírteininu í bílnum (sem ég veit að er ekki alltaf alveg að marka, en alveg sama þó) er bíllinn skráður með 3406 cc vél 155 kW og 210,8 hp.
Á móti því að mér skillst að þessi vél eigi að vera 3430 cc. (Möguleiki á vitlausri skráningu hér heima – details)
Ég hef alltaf haldið að þetta eigi að vera 211 hp vélin í bílnum hjá mér en mér skillst að það sé M30B35 vélin.

Er einhver hérna sem getur leiðbeint mér eða bent mér á síðu eða sagt mér hvar ég get séð þetta á vélinni eða bara eitthvað. Alveg eins, hvar sé ég hvaða tölva er í bílnum, var búinn að taka plastlokið af tölvunni og gat hvergi séð í fljótheitum hvaða tölva er í bílnum.

Þegar bíllinn var í lagi fór hann einu sinni í dyno mælingu og var mældur eitthvað um 180 hp, semsagt 20-30 hp minna en hann átti að vera. Bíllinn er ekinn 223 þús km. Getur verið að þetta sé útaf því að heddið hafi verið lélegt eða ónýtt púst. Eða getur þetta verið útaf því að kjallarinn sé orðinn slitinn, eitthvað sem er ég er að vona að sé alls ekki. Eða er eitthvað annað sem ykkur dettur í hug að maður ætti að ath.

- - -

Vélin er semsagt biluð og ég er svona að spá og spegulera í þessu öllu, og er svona að plana að reyna gera við þetta sjálfur. T.d. er möguleiki hjá mér að ég komist í aðra ónýta svipaða eða eins vél til að ná mér í parta en þá vil ég vera viss hvernig ég sé hvaða vélar þetta eru til að vera viss um að dótið passi örugglega á milli. Ég er líka að pæla í því að kaupa nýjann knastás með rockerörmum, láta þrýstiprófa og plana heddið, skipta um heddpakningu og olíupönnupakningu og fl. Semsagt taka vélina dálítið í gegn. Og á meðan ég er skoða þetta þá er maður alltaf líka að skoða hvort maður geti gert eitthvað til að ná einhverjum fleiri hrossum útúr vélinni, t.d. hvort maður eigi að kaupa sér heitann ás eða hvort þetta er óþarfi eða bull. Ég er aðeins búinn að vera skoða tölvukubba sem ættu að gefa 20-30+ hp (notabene þetta er ekki 10$ ebay drasl). En til að geta pælt í kubb þá verð ég að vera alveg 110% viss um hvaða vél og tölva er í bílnum.

Málið er að ég fæ eiginlega ekkert fyrir bílinn og undanfarin tvö ár hef ég eytt dálítið í bílinn, t.d. er ég búinn að skipa um alla bilaða nema, það eru nýjar bremsur og demparar allann hringinn nýr miðstölvarmótor og nýtt miðstöðvarsverð og fl. Og eins og ég fyrr sagði þá er hann ekki ekinn nema 223 þús km, það virkar allt í bílnum og það er ekki komið mikið rið. Þannig að pælingin er að ef ég get gert við bílinn, fengið góðann gang í vélina, sett nýtt púst og jafnvel sett tölvukubb og náð kannski sirka 230-240 hp þá væri ég bara nett sáttur.

Bara please minnstu hugmyndir, ábendingar eða hvað sem er, mjög vel þegið.

P.s. Í sambandi við það að þrýstiprófa og plana heddið, með hverjum mælið þið? Flestir sem ég hef spurt benda á Kistufell og nokkrir á Vélaland.

Ef þið vitið um einhverja góða síðu á netinu hvernig best er að taka olíupönnuna úr og setja í á M30 þá væri það líka vel þegið. (Veit fyrir víst að það er heilmikið vesen.)

_________________
Sverrir Már

Fyrri BMW: BMW 518i E34 ´91 / BMW 735iA E32 ´92 / BMW 535iA E34 ´89 / BMW 318iA E36 ´93



Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 03. Jan 2008 03:12 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 10. Jan 2004 15:22
Posts: 10993
Location: Keflavík, BMW hverfinu
Þú ert klárlega með M30B35 mótor.
Ég á einmitt einn svoleiðis aukalega sem gæti verið til sölu....
Hann er úr E24 635Csi framleiddum 01/1988, ekinn 230.000km
Sá mótor er í lagi.

_________________
Skúli R
E24 628Csi '81 | E28 535i '87 | E28 533i '82 | E23 735i '84 | E32 740 | E36 320i x 2 | E46 330i Tour | E46 330d Tour
Partaðir: E28 3x518, 2x520 & 525 # E30 325ix # E32 2x730, 2x735 & 4x750 # E34 520, 3x525, 2x525ix, 2x540T # E36 6x316, 3x318, 318is, 6x320, 1x323 # E38 728, 735 & 740 # E39 2x523, 530d, 540 # E46 316 & 3x318, 320d


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 2 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 8 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group