bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Vantar ráð..
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=2655
Page 1 of 1

Author:  Dr. E31 [ Sun 14. Sep 2003 16:42 ]
Post subject:  Vantar ráð..

OK, hvernig á ég að ná í burtu trjákvoðu (frá ösp) án þess að eiðileggja lakkið, hvaða efni notið þið? Þarf að fjarlægja 2 feita trjákvoðubletti af húddinu á Capri'num. :burn:
Öll ráð vel þegin.

Author:  Jss [ Sun 14. Sep 2003 17:37 ]
Post subject: 

Ég held að það sé gott að nota einhvers konar leir, er alltaf á leiðinni að kaupa þannig. Þetta er svona leir sem losar tjöru og annað "road fallout" af bílnum og býst við og vona að það virki líka á svona trjákvoðu.

Annars er það eitthvað sonax dæmi líka sem virkaði samt ekki hjá mér, veit ekkert hvað það heitir.

Author:  Alpina [ Sun 14. Sep 2003 17:57 ]
Post subject: 

Heitt vatn ,EKKI of heitt, og í talsverðum mæli

Sv.H

Author:  BMW 318I [ Sun 14. Sep 2003 21:27 ]
Post subject: 

Jss wrote:
Annars er það eitthvað sonax dæmi líka sem virkaði samt ekki hjá mér, veit ekkert hvað það heitir.


kanski bara sonax hard wax það er allavega brillian í hurðaföls sem er mikið skítug af tjöru og sollis

Author:  bebecar [ Sun 14. Sep 2003 21:54 ]
Post subject: 

Hárþurrku og mjúkt bréf....?

Author:  Svezel [ Sun 14. Sep 2003 21:59 ]
Post subject: 

Þú getur prófað einhverja góða alkalí-sápu eins og Brútus(fá Sjöfn) eða Nautulus(frá Kemi), virkar t.d. betur á tjöru en tjöruhreinsir :shock:

Author:  Benzari [ Sun 14. Sep 2003 23:31 ]
Post subject: 

Getur prófað að fara í hreinlætisfyrirtæki(td.Besta eða Rekstrarvörur) og spurt þá hvað íþróttahúsin nota á harpix klessurnar eftir handboltafólkið.

Author:  Bjarkih [ Mon 15. Sep 2003 00:11 ]
Post subject: 

Heitt vatn á að duga, fyrst það virkar á sagarhjól þá hlýtur það að virka á bíla.

Author:  Dr. E31 [ Mon 15. Sep 2003 00:35 ]
Post subject: 

Heirðu, frábært ég ætla að prufa einhver af þessum brögðum á morgun.
Takk æðislega. :D

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/