bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Almennar Upplýsingar um BMW
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=2646
Page 1 of 1

Author:  neonljos [ Sat 13. Sep 2003 22:19 ]
Post subject:  Almennar Upplýsingar um BMW

Sælir, mig langaði að vita eitt, þar sem ég hef nú ekki átt neinn bmw ( hingað til ), Hvernig er bilanatíðnin í þessum bílum? td, bmw 318,325,525 og hvernig er umboðið á íslandi að standa sig? Frétti að þeir gerðu svolítið í að okra á mönnum ( sel það ekki dýrara en ég fékk það ) og að varahlutir kostuðu formúgu í þetta. Já og mig langaði líka að hrósa ykkur fyrir þennan vef, er búinn að fylgjast aðeins hérna með og alveg furðulegt hvað menn reyna að hjálpa hvor öðrum í hremmingum. Þannig ekki telja þennan póst vera nöldur, þetta eru bara pælingar :)

kv, Neonljos :lol:

Author:  Jss [ Sat 13. Sep 2003 22:24 ]
Post subject: 

Umboðið (B&L) er að standa sig mjög vel, hef alltaf fengið frábæra þjónustu og hef aldrei farið þaðan ósáttur. Svo að sjálfsögðu fáum við bmwkrafts meðlimir afslátt þar :)

Author:  Heizzi [ Sat 13. Sep 2003 22:31 ]
Post subject: 

Mín reynsla af verði á varahlutunum hjá þeim hefur verið sú að mér finnst verðið vera á svipuðu róli og í hinum umboðunum.

Author:  bjahja [ Sun 14. Sep 2003 06:17 ]
Post subject: 

Sammála, varahlutirnir í B&l eru oft á tíðum ódýrari en í bílanaust.
En annars er það að jú, BMW bila alveg eins og allir aðrir bílar. Þeir bila örugglega meira en Toyota en mér finnst það allveg vera þess virði.
Ég er núna búinn að eiga minn í tæpt ár og hann er keyrður 168k og það eina sem ég er búinn að lenda í er að vatnsdælan fór hjá mér og það kostaði 30k með vinnu í b&l.
Ég er allvegana mjög sáttur. Sérstaklega eftir að hafa reynsluekið golf fyrir vin minn og kom svo aftur í minn, það er þess virði að borga aðeins meira í viðhald.

Author:  hlynurst [ Sun 14. Sep 2003 21:29 ]
Post subject: 

Ég er mjög sáttur við minn... búinn að eiga hann í 1 ár og það eina sem hefur bilað fyrir utan slit er þessi blessaða tölvumiðstöð. Ef ég hefði verið með snúningstakkana þá væri þetta allt í góðu. :)

Author:  bebecar [ Sun 14. Sep 2003 21:51 ]
Post subject: 

Ég er búin að eiga tvo og er rétt að byrja. M5 sem var ódýrari í rekstri en Fiat Qinquecento, og núna er ég á 22 ára gömlum 323i eknum 270 þús og hann slær ekki feilpúst, í dag klikkaði hann í fyrsta skipti - það fór öryggi fyrir þurrkublöð :D .

Varahlutir eru að mínu mati ódýrari en í japönskubílana sem ég hef átt, en dýrari en í Benz. Á heildina litið finnst mér verð á varahlutum vera almenn sanngjarnt, sérstaklega á slithlutum. Aðrir varahlutir en slithlutir eru þó heldur dýrir.

Þjónustan hjá B&L hefur hvað mig varðar verið fyrsta flokks.

Author:  Svezel [ Sun 14. Sep 2003 21:56 ]
Post subject: 

B&L reyndust mér alltaf vel en BMW eru samt dálítið dulegir að slíta slithlutum að mínu mati. Samt alveg þess virði :wink:

Væri hiklaust á bimma ef mér hefði ekki boðist Clio'inn á svona góðu verði.

Author:  iar [ Tue 16. Sep 2003 23:18 ]
Post subject: 

Var að fara með minn í fyrstu viðgerðina sína í dag (bilaður ABS skynjari) og þjónustan hjá B&L fær toppeinkunn. Var meira að segja skutlað frá B&L og í vinnuna!

Varðandi bilanatíðni þá er hún að mínu mati mjög lítil, t.d. er þetta fyrsta viðgerð bílsins (318i, á götuna 02/2001). Ekki slegið feilpúst þennan tíma!

Minn gamli (316 '92) var reyndar hálfgert mánudagseintak og átti það til að vera slæmur í hægagangi og erfitt að finna nokkuð út úr því. Hvort þetta hafi verið "byrjunarörðugleikar" þar sem hann var frá fyrsta ári E36 skal ég ekki segja... Stoppaði mig þó ekki í að fá mér annan Bimma og sé ekki eftir því og það verður líka Bimmi næst og næst og næst. ;-)

Author:  hlynurst [ Tue 16. Sep 2003 23:44 ]
Post subject: 

:)

Ég er í þessum sömu vandræðum... langar ekkert að fá mér neitt annað en BMW. En þó gæti maður slegið til ef maður fengi einhvern öflugan og mjög skemmtilegan bíl. Það er bara þétta hljóðið þegar maður lokar hurðunum og allir þessir smáhlutir sem gera þessa bíla svona góða.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/