bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Thu 01. May 2025 21:33

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 9 posts ] 
Author Message
PostPosted: Sat 13. Sep 2003 22:19 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Wed 25. Jun 2003 15:39
Posts: 5
Sælir, mig langaði að vita eitt, þar sem ég hef nú ekki átt neinn bmw ( hingað til ), Hvernig er bilanatíðnin í þessum bílum? td, bmw 318,325,525 og hvernig er umboðið á íslandi að standa sig? Frétti að þeir gerðu svolítið í að okra á mönnum ( sel það ekki dýrara en ég fékk það ) og að varahlutir kostuðu formúgu í þetta. Já og mig langaði líka að hrósa ykkur fyrir þennan vef, er búinn að fylgjast aðeins hérna með og alveg furðulegt hvað menn reyna að hjálpa hvor öðrum í hremmingum. Þannig ekki telja þennan póst vera nöldur, þetta eru bara pælingar :)

kv, Neonljos :lol:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 13. Sep 2003 22:24 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 29. Jan 2003 22:16
Posts: 4811
Location: Hafnarfjörður
Umboðið (B&L) er að standa sig mjög vel, hef alltaf fengið frábæra þjónustu og hef aldrei farið þaðan ósáttur. Svo að sjálfsögðu fáum við bmwkrafts meðlimir afslátt þar :)

_________________
Jóhann
E36 BMW M3 '96 S50B32 - SELDUR
E36 BMW 328iA '95 (Articsilber metallic) - SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 13. Sep 2003 22:31 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Thu 10. Apr 2003 18:11
Posts: 425
Location: Kópavogur
Mín reynsla af verði á varahlutunum hjá þeim hefur verið sú að mér finnst verðið vera á svipuðu róli og í hinum umboðunum.

_________________
Heiðar
BMW 320i E36
Nissan Sunny 1,4LX - Seldur


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 14. Sep 2003 06:17 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Sat 28. Dec 2002 19:49
Posts: 9014
Location: Italia
Sammála, varahlutirnir í B&l eru oft á tíðum ódýrari en í bílanaust.
En annars er það að jú, BMW bila alveg eins og allir aðrir bílar. Þeir bila örugglega meira en Toyota en mér finnst það allveg vera þess virði.
Ég er núna búinn að eiga minn í tæpt ár og hann er keyrður 168k og það eina sem ég er búinn að lenda í er að vatnsdælan fór hjá mér og það kostaði 30k með vinnu í b&l.
Ég er allvegana mjög sáttur. Sérstaklega eftir að hafa reynsluekið golf fyrir vin minn og kom svo aftur í minn, það er þess virði að borga aðeins meira í viðhald.

_________________
Bjarni
www.bjahja.com


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 14. Sep 2003 21:29 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Tue 03. Sep 2002 20:21
Posts: 2807
Location: Reykjavík
Ég er mjög sáttur við minn... búinn að eiga hann í 1 ár og það eina sem hefur bilað fyrir utan slit er þessi blessaða tölvumiðstöð. Ef ég hefði verið með snúningstakkana þá væri þetta allt í góðu. :)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 14. Sep 2003 21:51 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Ég er búin að eiga tvo og er rétt að byrja. M5 sem var ódýrari í rekstri en Fiat Qinquecento, og núna er ég á 22 ára gömlum 323i eknum 270 þús og hann slær ekki feilpúst, í dag klikkaði hann í fyrsta skipti - það fór öryggi fyrir þurrkublöð :D .

Varahlutir eru að mínu mati ódýrari en í japönskubílana sem ég hef átt, en dýrari en í Benz. Á heildina litið finnst mér verð á varahlutum vera almenn sanngjarnt, sérstaklega á slithlutum. Aðrir varahlutir en slithlutir eru þó heldur dýrir.

Þjónustan hjá B&L hefur hvað mig varðar verið fyrsta flokks.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 14. Sep 2003 21:56 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
B&L reyndust mér alltaf vel en BMW eru samt dálítið dulegir að slíta slithlutum að mínu mati. Samt alveg þess virði :wink:

Væri hiklaust á bimma ef mér hefði ekki boðist Clio'inn á svona góðu verði.

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 16. Sep 2003 23:18 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 09:13
Posts: 5727
Location: Mosfellsbær
Var að fara með minn í fyrstu viðgerðina sína í dag (bilaður ABS skynjari) og þjónustan hjá B&L fær toppeinkunn. Var meira að segja skutlað frá B&L og í vinnuna!

Varðandi bilanatíðni þá er hún að mínu mati mjög lítil, t.d. er þetta fyrsta viðgerð bílsins (318i, á götuna 02/2001). Ekki slegið feilpúst þennan tíma!

Minn gamli (316 '92) var reyndar hálfgert mánudagseintak og átti það til að vera slæmur í hægagangi og erfitt að finna nokkuð út úr því. Hvort þetta hafi verið "byrjunarörðugleikar" þar sem hann var frá fyrsta ári E36 skal ég ekki segja... Stoppaði mig þó ekki í að fá mér annan Bimma og sé ekki eftir því og það verður líka Bimmi næst og næst og næst. ;-)

_________________
Ingimar
E30 318i Krókurinn (Barnfind in the making)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 16. Sep 2003 23:44 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Tue 03. Sep 2002 20:21
Posts: 2807
Location: Reykjavík
:)

Ég er í þessum sömu vandræðum... langar ekkert að fá mér neitt annað en BMW. En þó gæti maður slegið til ef maður fengi einhvern öflugan og mjög skemmtilegan bíl. Það er bara þétta hljóðið þegar maður lokar hurðunum og allir þessir smáhlutir sem gera þessa bíla svona góða.


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 9 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: Google [Bot] and 13 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group