bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Hjólastilla bíla https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=2645 |
Page 1 of 1 |
Author: | GHR [ Sat 13. Sep 2003 21:00 ] |
Post subject: | Hjólastilla bíla |
Sælir Vitiði um eitthver verkstæði sem hjólastillir bíla??? Er þetta rosalega dýrt eða....?? Eitthver meðmæli?? Kveðja Gummi |
Author: | Heizzi [ Sat 13. Sep 2003 21:51 ] |
Post subject: | |
Þetta kostar frá 5000 og allt upp í 10.000 kall minnir mig. Mismunandi eftir verkstæðum og einnig eftir því hvort stilla þarf bæði að framan og aftan. Ég lét gera þetta einhvern tímann á Sunny, verzlaði þá við verkstæði sem heitir Nicolai og er Skeifunni, hann var með fast verð á þetta, sama hvort það þyrfti líka að stilla að aftan eða ekki, verðið var þá 6500 kr. |
Author: | Benzari [ Sat 13. Sep 2003 22:53 ] |
Post subject: | |
Var einmitt að láta hjólastilla minn síðasta fimmtudag. Fékk tíma morguninn eftir að ég talaði við þá. Borgaði 8500 fyrir og finnst það bara allt í lagi. Vélastilling Auðbrekku 16 (að ofanverðu) 200 Kópavogur 5543140 |
Author: | GHR [ Sun 14. Sep 2003 00:20 ] |
Post subject: | |
Frábært, ég hélt að þetta væri miklu dýrara (25þús kr) Ég er búinn að fresta þessu svo lengi, núna dríf ég í þessu ![]() Hvað voru þeir lengi að þessu strákar??? 1dag eða meira? |
Author: | Benzari [ Sun 14. Sep 2003 00:34 ] |
Post subject: | |
Þetta er enga stund gert. Átti leið framhjá verkstæðinu rúmum þrem tímum eftir að ég lét þá hafa bílinn og þá voru þeir búnir. ![]() Gleymdi alveg að spyrja hvað þetta tók langan tíma, en miðað við hvað flest verkstæði eru að rukka á tímann þá er þetta ca. 1,5 klst. |
Author: | bjahja [ Sun 14. Sep 2003 06:22 ] |
Post subject: | |
BMW 750IA wrote: Ég er búinn að fresta þessu svo lengi,
Kannast við það, en núna fer ég með hann |
Author: | Bjarki [ Sun 14. Sep 2003 14:20 ] |
Post subject: | |
Ef vel á að vera þá þarf að gera þetta með laserum held ég. Það var grein um þetta í Total BMW minnir mig. |
Author: | BMW 318I [ Sun 14. Sep 2003 16:01 ] |
Post subject: | |
það er búið að vera gera þetta dvo lengi ekki hafa þeir þurft neina lasera hingað til |
Author: | Gunni [ Sun 14. Sep 2003 16:47 ] |
Post subject: | |
Ég mundi mæla með Vélastillingu í Auðbrekkunni í Kópavoginum. Þeir eru mjög góðir. Bíllinn verður líka allt annar á eftir þannig að þetta marg borgar sig! |
Author: | GHR [ Sun 14. Sep 2003 21:48 ] |
Post subject: | |
Ok, fer í Vélstillingu Takk kærlega |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |