bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Peruskipti https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=2600 |
Page 1 of 1 |
Author: | SER [ Wed 10. Sep 2003 10:44 ] |
Post subject: | Peruskipti |
Hefur einhver lent í því að skipta um peru í mælaborði á E34 bíl? Veit einhver hvernig það er og hvað það þarf að rífa mikið frá til að ná mælaborðinu út? |
Author: | Bjarki [ Wed 10. Sep 2003 11:02 ] |
Post subject: | |
Ég skiptu um allar perurnar í mælaborðinu á E32 bílnum mínum, það er mjög svipað. Þetta var ekkert voðalega mikið mál en ég þurfti að taka stýrið af (það er erfiðara ef þú ert með loftpúða) svo eru þetta tvær skrúfur og þá er mælaborðið komið út og svo er bara að opna það og skipta um allar perurnar, held þær fáist bara í B&L. Ég skipti líka um perurnar í miðjustokknum, miðstöðinni, öllum öskubökkum og öllum rofum. Þetta er ekkert stórmál en tekur smá tíma. |
Author: | SER [ Wed 10. Sep 2003 11:21 ] |
Post subject: | |
Já það er reyndar loftpúði í bílnum en ég sé hvort að það sé ekki hægt að redda þessu án þess að taka stýrið af. Fer og kaupi perurnar á eftir og athuga þetta. Takk |
Author: | Bjarki [ Wed 10. Sep 2003 11:23 ] |
Post subject: | |
Hef lesið það að eigi að vera hægt að taka mælaborðið úr án þess að taka stýrið af, ef þú ert með stillanlegt stýri (veltistýri). Annars eru leiðbeiningar á netinu hvernig á að taka loftpúðastýri af. Aftengja rafgeyminn....... |
Author: | SER [ Wed 10. Sep 2003 11:27 ] |
Post subject: | |
Já það er hægt að stilla hversu langt stýrið er frá mælaborðinu en það er ekki hægt að færa það upp og niður en ég athuga í kvöld ef að maður tekur stýrið alveg fram hvort að það sé ekki hægt að ná mælaborðinu án teljandi vandræða, að taka stýrið af hljómar svoldið mikil framkvæmd útaf loftpúðanum. ![]() |
Author: | O.Johnson [ Wed 10. Sep 2003 15:50 ] |
Post subject: | |
Í bílum sem eru með loftpúðum verðurðu að aftengja rafgeyminn og bíða í lámark 15 mínútur. Annars geturðu átt á hættu að fá loftpúðann beint í andlitið á 350 km/h og kanski hlotið heyrnarskaða af því þegar hvellettan springur. Ég heyrði einhverstaðar að það væri tvöfalt hærra en riffilskot. |
Author: | SER [ Wed 10. Sep 2003 16:12 ] |
Post subject: | |
Já ég held að ég geymi þetta aðeins ef að það þarf að taka stýrið af til þess að eiga ekki hættu á að sprengja púðan. En bílinn er með stýri sem hægt er að draga að sér þannig að ég held að ég athugi hvort að það duri ekki. En það er alveg nægur hávaði þegar að maður skýtur riffilskoti. |
Author: | Haffi [ Wed 10. Sep 2003 16:30 ] |
Post subject: | |
Ég hef svona 8 sinnum fengið loftpúða í andlitið og ég heyri ágætlega... |
Author: | GHR [ Wed 10. Sep 2003 16:31 ] |
Post subject: | |
Haffi wrote: Ég hef svona 8 sinnum fengið loftpúða í andlitið og ég heyri ágætlega...
hehe en þú ert nú samt töluvert skrýtinn ![]() |
Author: | Haffi [ Wed 10. Sep 2003 16:33 ] |
Post subject: | |
What can I say??? My friends are all craaaazyyyyyy! ![]() |
Author: | O.Johnson [ Wed 10. Sep 2003 22:59 ] |
Post subject: | |
8 sinnum. ÁÁÁiiii Sastu kanski uppréttur í sætinu og í belti ? Ég er að tala um þegar verið er að taka stýrið af og maður er ekki í bestu stellingunni til að fá púðann í andlitið. Í árekstrum er púðinn búinn að blása út þegar þú lendir á honum sem er allt öðruvísi en að vera fyrir honum þegar hann kemur út. |
Author: | ///MR HUNG [ Thu 11. Sep 2003 00:03 ] |
Post subject: | |
Og ef þú tekur púðann úr þá þarftu að fara með bílinn í tölvu til að virkja hann aftur en þú nærð þessu örugglega án þess að taka stýrið af ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |