bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Hjólalega
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=25436
Page 1 of 1

Author:  DABBI SIG [ Sun 04. Nov 2007 16:51 ]
Post subject:  Hjólalega

Jæja félagar...
væri fínt að fá að vita er hvort það sé mikið mál að bítta um hjólalegur í e46.
Þarf pressu í þetta eða er þetta skrúfað í...

Einnig smá greiningu. Kom allt í einu leiðinda hljóð í brummann, þetta lýsir sér sem leiðinlegt bank í hjólabúnaði að aftan. Þegar maður fer yfir ójöfnur kemur smellur eða bank vinstramegin að aftan, sérstaklega þegar er farið yfir hraðahindranir.
hvað er líklegast að þetta sé...balancestöng, brotinn gormur, demparar?

KV. Dabbinn

Author:  Kristján Einar [ Sun 04. Nov 2007 17:09 ]
Post subject:  Re: Hjólalega

DABBI SIG wrote:
Jæja félagar...
væri fínt að fá að vita er hvort það sé mikið mál að bítta um hjólalegur í e46.
Þarf pressu í þetta eða er þetta skrúfað í...

Einnig smá greiningu. Kom allt í einu leiðinda hljóð í brummann, þetta lýsir sér sem leiðinlegt bank í hjólabúnaði að aftan. Þegar maður fer yfir ójöfnur kemur smellur eða bank vinstramegin að aftan, sérstaklega þegar er farið yfir hraðahindranir.
hvað er líklegast að þetta sé...balancestöng, brotinn gormur, demparar?

KV. Dabbinn


hljómar eins og sprunginn dempari eða eitthvað álíka, lenti í því allavega

Author:  Eggert [ Sun 04. Nov 2007 17:17 ]
Post subject: 

Hjá mér voru það bara fóðringarnar að aftan sem voru farnar á E39... og lýsingin hljómaði alveg eins.

Author:  Einarsss [ Sun 04. Nov 2007 21:10 ]
Post subject: 

bankaði að aftan hjá mér þegar spyrnufóðringar voru orðnar slappar ... sérlega á hraðahindrunum

Author:  IvanAnders [ Sun 04. Nov 2007 21:15 ]
Post subject: 

Ef að þetta er E46, að þá yrði ég ekki hissa ef að þetta væru trailing arm fóðringarnar hjá þér.

Það bankar alla veganna ekki í slappri hjólalegu.

Author:  DABBI SIG [ Sun 04. Nov 2007 23:56 ]
Post subject: 

Já ég veit það bankar ekki í hjólalegunni. Enda var þetta aðskildar spurningar.
Mér finnst þetta líklegt með spyrnufóðringuna. Gleymdi að taka það fram að þetta heyrist meira þegar mikið af fólki er í bílnum(bíllinn þungur) og einnig virðist það vera að þegar bíllinn er skítkaldur, eins og núna í kuldanum að þá er það verra en lagist aðeins þegar bíllinn er orðinn alveg heitur.
þessvegna fannst mér þetta soldið skrítið. annars hljómar eins og spyrnufóðring
...og trailing arm væri hvað á íslenskunni?
kv. Dabbinn

Author:  IvanAnders [ Mon 05. Nov 2007 01:33 ]
Post subject: 

Image

Man nú ekki íslenskt orð yfir þetta, en trailing arm er nr 1 og fóðringin nr 4

Ég veit náttúrulega ekkert hvort að þetta sé tilfellið, þ.e. hvort að þessar fóðringar séu farnar, en finnst það líklegt, þarft bara að komast að því :wink:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/