bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

M5 rafmagnslaus
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=25358
Page 1 of 1

Author:  valdiþ [ Tue 30. Oct 2007 21:51 ]
Post subject:  M5 rafmagnslaus

Kom að bílnum mínum rafmagnslausum í dag, hann rauk í gang í gær en einhverra hluta vegna var hann steindauður í dag (það var ekkert skilið eftir í gangi).

Ég náði ekkert að skoða hvað gæti verið að en núna í kvöld þurfti ég að nota bílinn og ætlaði bara að jump starta honum.

Tengi bílinn við annan bíl(rétt tengt) og sé að það kemur rafmagn inná geyminn þar sem það kviknar á ljósunum inni í bílnum.
Reyni að starta og allt deyr!!! :shock:
Prófa að láta hinn bílinn malla aðeins með þá tengda en ekkert gerist, bíllinn er bara steindauður.

Hvað gerði ég af mér?
Sprungið öryggi?
Tölvan í rugl?
Eitthvað annað?

Öll ráð vel þegin
ps er á Akranesi þannig að það er smá mál að koma bílnum á verkstæði sem getur gert eitthvað í þessu þannig að ég vill útiloka sem flest sjálfur fyrst.

Author:  jens [ Tue 30. Oct 2007 22:00 ]
Post subject: 

Sæll, Eins og þú lýstir þessu þá hefur geymirinn verið alveg tómur. Stundum þarf að vera kominn ákveðið mikil hleðsla svo að geymirinn geti haldið uppi spennu í startinu, hef lent í því en eins og þú sagðir þá léstu hlaða á milli bíla í einhverja stund.

# Mæla með AVO mæli hvort geymirinn sé nokkuð yfir höfuð ónýtur/rofinn.
# Full hlaða geyminn og prófa svo.

Author:  Lindemann [ Tue 30. Oct 2007 22:08 ]
Post subject: 

í verst falli hefur myndast span sem hefur skemmt tölvuna.........en byrjaðu á að mæla geyminn.

Author:  Einarsss [ Tue 30. Oct 2007 22:59 ]
Post subject: 

Þegar bíllinn var rafmagnlaus hjá bogl þá þurfti að nota 2 geyma til að koma honum í gang, ss einn sem var laus og einn af öðrum bíl sem þeir voru að nota ... bara náði ekki að starta með einum geymi tengdum við.

Author:  Schulii [ Tue 30. Oct 2007 23:08 ]
Post subject: 

Ég varð rafmagnslaus um helgina og það tók smá tíma að ná hleðslu til að hann gæti startað. Gerðist ekkert annað en að öllu sló út þegar ég reyndi að starta áður en nóg rafmagn var komið. Svo löguðum við líka aðeins kaplana og þá kom greinilega sterkara ljós og smástund eftir það rauk hann í gang.

Ég hafði verið að þrífa og bóna og horfa á sjónvarpið og hlusta á græjurnar og hafa ljósin logandi í bílnum allt kvöldið og svo daginn eftir kom það í ljós að ég hafði greinilega eytt of miklu :lol:

Author:  IvanAnders [ Tue 30. Oct 2007 23:46 ]
Post subject: 

Kæmi mér ekki á óvart að geymirinn sé bara ónýtur hjá þér, 8 ára gamall bíll.

Author:  raxions [ Wed 31. Oct 2007 00:32 ]
Post subject: 

Bara kíkja með geyminn á rafgeymaverkstæði og sjá hvort þeir geti ekki hlaðið hann fyrir þig, óþarfi að afskrifa geyminn strax.

Author:  Chrome [ Wed 31. Oct 2007 09:26 ]
Post subject: 

þessir rafgeymar eru nú ekki það dýrasta í heimi er ekki bara kominn tími á nýjan? :)

Author:  zazou [ Wed 31. Oct 2007 09:33 ]
Post subject: 

Geymirinn í B10 ('00) dugði 7 ár og þótti gott.

Annars geturðu prófað þetta 8)

Author:  ValliFudd [ Wed 31. Oct 2007 11:24 ]
Post subject: 

Við þurftum að skipta um geymi í M5 hjá litla bró.. árg. 00. Svo endingin á honum var 6 ár. EF það var ekkert búið að skipta og sama hjá þér, gæti verið að ef það sé ekki búið að skipta sé hann orðinn slappur. Eins og aðrir minntust á, endilega láttu mæla hann, þá veistu það fyrir víst :wink:

Author:  valdiþ [ Thu 01. Nov 2007 22:13 ]
Post subject: 

Setti geyminn í hleðslu í gær, hlóð hann yfir nótt og setti svo í bílinn áðan.
Bíllinn rauk í gang, allt virkaði og ég er sáttur (sideways útum allan Skaga)

Veit ekki hvað þessi geymir er gamall, ef hann er aftur dauður í fyrramálið þá veit ég að ég þarf að skipta :lol:

Helv... monster þessi geymir, ekki nema von að litli opelinn stóð ekki undir startinu um daginn

:lol:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/