bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Bensínlykt
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=2531
Page 1 of 3

Author:  SER [ Wed 03. Sep 2003 19:43 ]
Post subject:  Bensínlykt

Halló. Ég er með '94 árgerð af BMW 525I og þegar að hann er fylltur af bensíni þá er viðloðandi við hann rosalega sterk bensínlykt alveg þanngað til að það er töluvert búið af besíninu í tanknum. Það er ekki að sjá að það leki bensín. Hefur einhvert lent í svona eða gæti ímyndað sér hvað þetta væri?

Author:  iar [ Wed 03. Sep 2003 19:51 ]
Post subject: 

Hef lent í svipuðu á Lödu Sport. :oops: Talsvert ólíkir bílar. :-)

En þar var málið að hosa á slöngunni frá bensínlokinu og niður í tankinn var laus svo það lak eitthvað með og sullaðist þegar tankurinn var vel fullur. Lagaðist með því að herða hosuna.

Dásamlegir bílar btw... :-)

Author:  snillingur [ Wed 03. Sep 2003 22:22 ]
Post subject:  Gæti verið.........

Ég átti einu sinni gamlan bimma 745i '83 model. Hann var alltaf angandi af bensíni eftir fyllingu. Ég reif tankinn undan og þá var hnefastórt gat ofan á honum í kringum þar sem öndunarrörin kom ofan í hann. Af því að gatið var ofan á tanknum þá sá ég aldrei leka þegar bíllinn var kyrr. Gæti verið þetta?!!!!!!! :wink:

Author:  saemi [ Wed 03. Sep 2003 22:43 ]
Post subject: 

Hei... hvaða bíll var það?

Hvíti???

Sæmi

Author:  SER [ Wed 03. Sep 2003 23:15 ]
Post subject: 

Já takk fyrir svörinn, það verður líklegast bara að rífa tankinn undan og athuga þetta.

Author:  joiS [ Thu 04. Sep 2003 00:52 ]
Post subject: 

er ekki hægt að taka aftur sætið úr og ath undir plötu þar?? hvort það sé lek eða smit :idea:

Author:  snillingur [ Thu 04. Sep 2003 22:21 ]
Post subject:  Hvítur já!

já hann var hvítur, algjör snilld. hafði bara einn galla, var alltaf að steikja skiptinguna :x brjálað spark þegar turbinan kom inn!!! 8) veit ekki hvort það er hægt að komast í gegn um gólfið, ég tók tankinn bara undan.

Author:  Alpina [ Thu 04. Sep 2003 23:01 ]
Post subject: 

Cooking the tranny..............
Þetta hljómar eins og HÁLVITI hafi verið að keyra
ÉG tel að ég ,,ALPINA,, og ,,SAEMI ,, hafi lesið,,((SAEMI á 2 stk)) okkur einna mest til um þessa bíla og þessi ummæli eru ekki allveg að sýna réttu endinguna að mínu mati(( kannski betra að spyrja SAEMI))

en ég hvet alla sanna E23 745i að lesa sig til á þessari vefsíðu sem upplýsir alla fáfróða BMW menn um HVAÐ þessir ,,ofurbílar,, á þessum, tíma gátu og GETA gert.
PS ................SAEMI á einn með 400 hö og 675 nm
og þeir sem hafa áhuga geta haft samband við FLUGMANNINN.....
og komist að raun um hvað þessir bílar eru ,,Lýgilega,, öflugir

MIT EIN 745 GRATULEREN Sv.H.

http://viinikellari.com/745/chip.htm

PS lesið ALLA síðuna............. bara í lagi

Author:  saemi [ Thu 04. Sep 2003 23:05 ]
Post subject: 

Já, það var eitthvað vesen með skiptinguna rétt áður en ég keypti bílinn. Það var búið að taka skiptinguna upp 2svar!

En það er líka sennilega vegna þess að sá sem átti hann á Stokkseyri hafði sett skiptingu úr 528i bíl í hann (4hp22 í staðinn fyrir 3hp22). Miklu skemmtilegri skipting en bara ekki eins sterk og 3ja gíra skiptingin sem var í honum originally!

Það er ekki hægt að komast í gegnum gólfið að tankinum í E34 (525i)

Author:  Schulii [ Thu 04. Sep 2003 23:19 ]
Post subject: 

þessi hvíti var það ekki JP-037 og stóð í bílaumboðinu á sölu í tvö ár eða eitthvað fyrir um 10 árum?? ..var þetta ekki hann sem þú áttir???

Author:  saemi [ Thu 04. Sep 2003 23:45 ]
Post subject: 

Jújú, þetta er hann. Greyið!

Ég geymi núna hjartað úr honum inni í skúr :lol:

Sæmi

Author:  joiS [ Fri 05. Sep 2003 10:57 ]
Post subject: 

saemi wrote:
Jújú, þetta er hann. Greyið!

Ég geymi núna hjartað úr honum inni í skúr :lol:

Sæmi


þú átt semsagt þessa vél? muuuhaaaahhaa er hún föl?

Author:  Haffi [ Fri 05. Sep 2003 11:34 ]
Post subject: 

hmm ... ekki er E21 345 í vændum??? :)

Author:  Djofullinn [ Fri 05. Sep 2003 12:36 ]
Post subject: 

Ég skal versla hana :)
Ekkert gaman að láta hana hanga inní bílskúr hjá þér :twisted:

Author:  bebecar [ Fri 05. Sep 2003 12:56 ]
Post subject: 

LOL E21 345i það væri all svakalegt!

Það þarf þá að fara að þygnja bílana að aftan með einhverju meiru en rageyminum!

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/