| bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
| Hleðslutæki. https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=24726 |
Page 1 of 2 |
| Author: | JonFreyr [ Thu 04. Oct 2007 14:53 ] |
| Post subject: | Hleðslutæki. |
Sælir, Þar sem að ég er með eindæmum latur vill ég endilega forvitnast um litanúmerin í M-logoinu. Hvernig þetta kemur hleðslutækjum við......ég er að smíða mér hleðslutæki úr áli, verður geymt hérna heima þangað til að næsti BMW verður keyptur. Logo-ið sem um ræðir er þetta klassíska sem klístrað er á marga E30 M3 og jafnframt algengt á myndum af M1. Einnig hef ég átt bágt með að velja lit á tækið, hallast einna helst að hvítum en flest annað kemur til greina Mun setja inn myndir við fyrsta tækifæri, geri með þó fyllilega grein fyrir því hversu ógeðslega "ekki áhugavert" þetta project er |
|
| Author: | Djofullinn [ Thu 04. Oct 2007 14:55 ] |
| Post subject: | |
Hleðslutæki fyrir hvað?? Geimflaug? |
|
| Author: | JonFreyr [ Thu 04. Oct 2007 15:05 ] |
| Post subject: | . |
Nei alls ekki |
|
| Author: | JonFreyr [ Thu 04. Oct 2007 19:02 ] |
| Post subject: | |
Væri samt frábært ef einhver þekkti litanúmerin á þessum þreumur litum og svo eru allar tillögur um grunnlit vel þegnar |
|
| Author: | IngóJP [ Thu 04. Oct 2007 19:05 ] |
| Post subject: | |
JonFreyr wrote: Væri samt frábært ef einhver þekkti litanúmerin á þessum þreumur litum og svo eru allar tillögur um grunnlit vel þegnar
EP Hr.Alpina |
|
| Author: | ValliFudd [ Fri 05. Oct 2007 10:09 ] |
| Post subject: | |
Google segir þetta: Quote: Pantone:
Blue -- Pantone Process Blue Purple -- Pantone 268 Red -- Pantone Warm Red Paint: blue violett GLASURIT-BMW 4000 light blue GLASURIT-BMW 5002 red GLASURIT-BMW 353 RGB: Blue -- 0 138 201 (Hex: 008AC9) Purple -- 43 17 90 (Hex: 2B115A) Red -- 241 26 34 (Hex: F11A22) |
|
| Author: | JonFreyr [ Fri 05. Oct 2007 10:56 ] |
| Post subject: | jamm |
Smá update
Kem með meira eftir helgi.... |
|
| Author: | Aron Andrew [ Fri 05. Oct 2007 12:26 ] |
| Post subject: | |
Hvað á að hlaða með þessu? |
|
| Author: | Angelic0- [ Fri 05. Oct 2007 12:31 ] |
| Post subject: | |
Þetta er samskonar verkefni og ég var að vinna með i Rafvirkjanáminu.... Ertu búinn að vefja spenninn Jon ? |
|
| Author: | JonFreyr [ Fri 05. Oct 2007 14:05 ] |
| Post subject: | |
Nibb ég er ekkert byrjaður á innvolsi, vinnan sér um að versla og greiða fyrir íhluti en ég ætla reyndar að gera smá custom á ljósum og öðru smotteríi...það borga ég sjálfur. Þetta verður með 100% BMW ívafi og verður notað til að hlaða rafgeyma....bara ósköp einfalt hleðslutæki Ég er að leita eftir flottum hringlóttum mæli sem snýr í botn og tilbaka þegar kveikt er á tækinu, verð með díóðuljós sem prufukeyra þegar kveikt er á tækinu ásamt því að græja M-takka sem mun hýsa circuit-breaker |
|
| Author: | JonFreyr [ Thu 11. Oct 2007 14:39 ] |
| Post subject: | . |
Í dag var hnoðað og pússað, smotterís-frágangur.
Fór í það að smíða kæliraufar á hliðarnar, það var til "skabalón" en það var bara svo ógeðslega boring og venjulegt eitthvað ! Þannig að.....
Ætla mér að setja smá ljós þarna á bakvið þannig að logo-ið njóti sín betur....má líka koma fram að þarna er þetta allt voðalega hrátt og kámugt Og undirskrifaður VEIT að þetta er kjánalegt project en....hvað á maður annars að gera |
|
| Author: | Geirinn [ Thu 11. Oct 2007 15:09 ] |
| Post subject: | |
Ekkert að þessu projecti |
|
| Author: | finnbogi [ Thu 11. Oct 2007 16:09 ] |
| Post subject: | |
ekkert að þessu bara góð hugmynd hjá þér að blanda áhugamálinu í þetta og hafa smá svona ///M ívaf í þessu |
|
| Author: | Alpina [ Thu 11. Oct 2007 17:23 ] |
| Post subject: | |
þetta er alveg í lagi hugmynd
|
|
| Author: | JonFreyr [ Thu 11. Oct 2007 18:02 ] |
| Post subject: | |
Ég ætla hins vegar að endurskoða bókstafinn, teiknaði þetta upp eftir mynd af netinu og mældi með skífumáli. Finnst þetta samt sem áður vera pínu off, veit reyndar ekki hvernig þykktin á bókstöfunum heldur sér í miðjum "emmsins".....þarf að skoða það aðeins betur. |
|
| Page 1 of 2 | All times are UTC |
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |
|