bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

sjálfskipting í e34
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=24659
Page 1 of 2

Author:  Mr. P [ Mon 01. Oct 2007 20:26 ]
Post subject:  sjálfskipting í e34

Allt í einu vildi bíllinn ekki taka bakkgírinn hjá mér,:? þannig að ég prófa að setja í P og svo aftur í R og þá mallaði hann svona hægt og rólega aftur á bak. Ég drep á bílnum og stuttu seinna reyni ég að bakka aftur og þá fór hann bara ennþá hægar aftur á bak. Ég prófaði þá að taka bara smá rúnt og reyna aftur en þá bara gerist ekki neitt þegar að ég set í R, nema það að hann hækkar sig um 300 - 400 snúninga.

Allt annað virkar, það er bara bakkgírinn sem að lætur svona.

getur einhver sagt mér hvað er einginlega að ?

Má keyra bílinn svona ?

Author:  Axel Jóhann [ Mon 01. Oct 2007 20:30 ]
Post subject: 

Skiptingin er farin.

Author:  . [ Mon 01. Oct 2007 22:23 ]
Post subject: 

Axel Jóhann wrote:
Skiptingin er farin.


Hvert fór hún? :shock:

Author:  Axel Jóhann [ Mon 01. Oct 2007 22:41 ]
Post subject: 

AA fund. 8)

Author:  Angelic0- [ Mon 01. Oct 2007 22:51 ]
Post subject: 

Mæli ekki með því að keyra þetta svona... en mig minnir að Herr. Bjarki (Skúra Bjarki) eigi gírkassa á M62... þá er bara að versla sér UUC performance kúplingspakka og swinghjól...

Og svo redda sér pedalasetti úr einhverjum 520 bíl eða eitthvað...

þá ertu kominn með græju.... tala ekki um ef að þú ert með LSD :!:

EFLAUST ódýrara en að finna nýja skiptingu :!:

Author:  gunnar [ Mon 01. Oct 2007 23:33 ]
Post subject: 

Ertu nú ekki kominn svolítið frammúr þér Viktor minn? :lol:

Læst drif í þennan bíl kostar 50 þúsund, gírkassi sjálfsagt hátt í 60-100 þúsund og svona vinna er ekkert grín.

Author:  Elnino [ Tue 02. Oct 2007 01:54 ]
Post subject: 

hann er með læst drif.

Þetta er rauði 540 bíllinn sem bjarki átti

Author:  saemi [ Tue 02. Oct 2007 02:48 ]
Post subject: 

Láta taka þetta upp og borga 100-150 þús.

Eða fara í beinskiptingu fyrir ekki minna!

Author:  Alpina [ Tue 02. Oct 2007 07:18 ]
Post subject: 

Elnino wrote:
hann er með læst drif.

Þetta er rauði 540 bíllinn sem bjarki átti


Ekki hægt að laga skiptinguna,, verður að fá aðra

MJÖG ÞEKKT í 540 M60

Author:  Alpina [ Tue 02. Oct 2007 07:20 ]
Post subject: 

gunnar wrote:
Ertu nú ekki kominn svolítið frammúr þér Viktor minn? :lol:
Læst drif í þennan bíl kostar 50 þúsund, gírkassi sjálfsagt hátt í 60-100 þúsund og svona vinna er ekkert grín.


tek undir þetta ,,,,,,,,,

mörg innlegginn hljóða ansi rík af fjáraustri..


ps.. ((((garanterað að Jón Ragnar er ekki sáttur núna))))

Author:  Angelic0- [ Tue 02. Oct 2007 11:08 ]
Post subject: 

saemi wrote:
Láta taka þetta upp og borga 100-150 þús.

Eða fara í beinskiptingu fyrir ekki minna!


UUC kúplingspakka, pedalasett úr any E34, gírkassi hjá bjarka...

skýt á svona 200k þarna :!:

svo borga menn fyrir vinnu, ég meina.... skiptingarnar í þetta eru ekkert ódýrar heldur :!:

ætli það sé ekki 200-250k fyrir skiptinguna (notaða og veist aldrei hvort að hún endar svona líka)

Svo kostar vinnan eitthvað... ég held fyrir mitt besta leyti að þetta séu bara svipaðir peningar... Og mitt álit er að BSK 540... er 8)

Author:  Djofullinn [ Tue 02. Oct 2007 14:30 ]
Post subject: 

Angelic0- wrote:
saemi wrote:
Láta taka þetta upp og borga 100-150 þús.

Eða fara í beinskiptingu fyrir ekki minna!


UUC kúplingspakka, pedalasett úr any E34, gírkassi hjá bjarka...

skýt á svona 200k þarna :!:

svo borga menn fyrir vinnu, ég meina.... skiptingarnar í þetta eru ekkert ódýrar heldur :!:

ætli það sé ekki 200-250k fyrir skiptinguna (notaða og veist aldrei hvort að hún endar svona líka)

Svo kostar vinnan eitthvað... ég held fyrir mitt besta leyti að þetta séu bara svipaðir peningar... Og mitt álit er að BSK 540... er 8)
Það er hægt að fá svona skiptingu heim frá úglandinu fyrir töluvert minni pening :)

Author:  Mr. P [ Tue 02. Oct 2007 15:43 ]
Post subject: 

spurning hvað maður gerir, þetta kostar allt hönd og fót.

ég held ég haldi mig nú samt við sjálfskiptinguna.

hann er með læstu drifi.

Author:  Bjarki [ Thu 04. Oct 2007 14:14 ]
Post subject: 

Leiðinlegt að heyra, þetta er eins og menn hafa bent á þekkt vandamál í þessum skiptingum.
En það virðist vera lítið sem hægt er að gera til að tryggja sig. Þegar ég var að kaupa þennan bíl þá tók hann alltaf afturábak eðlilega. Spáði mikið í þessu og prófaði vel.
Las eitt sinn nokkuð áhugaverða grein um þetta vandamál, aðili sem lendir í þessu, tekur upp ventlaboddy'ið og það leysir vandann. Hvort það sé hin eina rétta lausn veit ekki.
http://kunden.tridem.de/auto/erich/valvnew.pdf
Ég hef heyrt það sem Sveinbjörn bendir á að ekki sé hægt að taka upp þessar skiptingar en ég hef líka séð nokkuð marga bíla auglýsta í Þýskalandi þar sem tekið er fram að skiptingin sé upptekin.

Að fá aðra notaða skiptingu er lausn en það er engin trygging fyrir því að hún klikki ekki eins og sú gamla, þetta er allt orðið gamalt.

Eins og Viktor bendir á þá á ég beinskiptan kassa (m60 5gíra kassa) gírkassa. Það er alls ekki óvinnandi verk að breyta svona bíl í beinskiptan. Beinskiptur 540i er mikill bíll, lítill munur á svoleiðis bíl og m5 m.t.t. afls. Beinsk. 540iA eru bara dýrir. m60 vélar eru einnig talsvert betri í rekstri.
Ekki gefið peningalega séð að fara í svona verkefni en værir með rosalega skemmtilegan bíl á eftir.
Ég hef framkvæmt svona breytingu á 520iA m20, talsvert auðveldara en í grunninn það sama.

Ég held að þetta verði ekki verra en orðið er og því allt í lagi að keyra bílinn....bara ekki gleyma því að það er ekki hægt að bakka!

gangi þér vel.

Author:  Einsii [ Thu 04. Oct 2007 17:33 ]
Post subject: 

Bjarki wrote:
Leiðinlegt að heyra, þetta er eins og menn hafa bent á þekkt vandamál í þessum skiptingum.
En það virðist vera lítið sem hægt er að gera til að tryggja sig. Þegar ég var að kaupa þennan bíl þá tók hann alltaf afturábak eðlilega. Spáði mikið í þessu og prófaði vel.
Las eitt sinn nokkuð áhugaverða grein um þetta vandamál, aðili sem lendir í þessu, tekur upp ventlaboddy'ið og það leysir vandann. Hvort það sé hin eina rétta lausn veit ekki.
http://kunden.tridem.de/auto/erich/valvnew.pdf
Ég hef heyrt það sem Sveinbjörn bendir á að ekki sé hægt að taka upp þessar skiptingar en ég hef líka séð nokkuð marga bíla auglýsta í Þýskalandi þar sem tekið er fram að skiptingin sé upptekin.

Að fá aðra notaða skiptingu er lausn en það er engin trygging fyrir því að hún klikki ekki eins og sú gamla, þetta er allt orðið gamalt.

Eins og Viktor bendir á þá á ég beinskiptan kassa (m60 5gíra kassa) gírkassa. Það er alls ekki óvinnandi verk að breyta svona bíl í beinskiptan. Beinskiptur 540i er mikill bíll, lítill munur á svoleiðis bíl og m5 m.t.t. afls. Beinsk. 540iA eru bara dýrir. m60 vélar eru einnig talsvert betri í rekstri.
Ekki gefið peningalega séð að fara í svona verkefni en værir með rosalega skemmtilegan bíl á eftir.
Ég hef framkvæmt svona breytingu á 520iA m20, talsvert auðveldara en í grunninn það sama.

Ég held að þetta verði ekki verra en orðið er og því allt í lagi að keyra bílinn....bara ekki gleyma því að það er ekki hægt að bakka!

gangi þér vel.

Ertu ekki maður í að gefa okkur hugmynd um hvað svona aðgerð gæti mögulega kostað, með pörtum ? :)

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/