Sá í linkum sem JSS póstaði að þeir báru Cheetah saman við nokkra radarvara, þ.á.m. Valentine One.
Ég ætla ekki að reyna að sannfæra einn né neinn um að þetta sé rangt/hlutdrægt mat - en ég get sagt frá reynslu minni af Valentine One. Ég fékk mér Valentine One 1999 og myndi hiklaust mæla með honum við alla sem eru að skoða þessi tæki.
Næmni/drægni Valentine er góð, svo góð að ég ætla leyfa mér að fullyrða að hún sé nægilega góð í flestum tilfellum. Valentine hefur bjargað mér oftar en einu sinni
Nokkrir af kostum Valentine One:
1. Örvarnar: Það er alveg hreint ótrúlegur kostur að vita hvert maður þarf að líta - hvar löggan geti legið í leyni.
2. Teljarinn: Þegar maður ekur sömu leið daglega venst maður því að sjá merki um "geislun" á ákveðnum stöðum og hættir að hugsa um það sem mögulega ógn. Á Bústaðarveginum niður Öskjuhlíðina var ég vanur að sjá tilkynningu um 3 "geisla" - tilkynning um 4 hefði hægt á mér.
3. Möguleikar á fínstillingu viðvarana: Þegar maður hefur ekið með sama radarvarann í nokkurn tíma áttar maður sig á því að viðvaranir f.ákveðin tíðnisvið hafa ekkert með radarbyssur lögreglunnar að gera. Með Valentine varanum er minnsta mál að slökkva á ákveðnum tíðniböndum.
Til að hafa varann á í lok þessa lofsöngs verð ég að taka fram að ég hef ekki prófað aðra "alvöru" radarvara (Escort 9500 o.þ.h.). Samanburðurinn á Valentine One við ódýrari radarvara (10-25 þús tæki sem fást t.d. í Fríhöfn) er einfaldur, Valentine ber höfuð og herðar yfir þá!
Margir setja það fyrir sig að græjan kosti $400 - en það tiltölulega auðvelt að réttlæta þennan pening....ekki það að bílaáhugamenn hafi einhvern tímann áhuga á því (að réttlæta útgjöld í jafn "klikkað" sport og bílinn sinn)
Jóhannes