Mig vantar smá upplýsinga frá þeim sem hafa eitthvern tímann rifið olíupönnu undan E30 325 (með vélinni í

)
Málið er að ég er að gera þetta í skúrnum, búinn að tjakka bílinn þokkalega hátt upp (með múrsteina undir tjökkunum til þess að ná bílnum nógu hátt

) og núna er ég loksins búinn að losa alla boltana úr pönnunni og pannan er orðin laus

En málið er að það er eitthver biti þarna undir pönnunni svo ég get ekki tekið hana bara beint niður (nema losa þennan bita sem ég vill helst ekki

) Mig langaði aðallega bara að fá að vita hvort pick up-ið (sogið á olíudælunni niður í pönnu) rekist í ef ég dreg pönnuna fram

Ég tók varlega á þessu áðan og fann að það var eitthvað að rekast í og þorði ekki að nota nein átök í þetta
Það væri gaman að heyra frá þeim sem hafa gert þetta, hvort þeir hafi náð þessu án þess að taka bitann undan
Síðan líka annað : Ég keypti korkpakkningu sem á að fara milli pönnunar, ég hef heyrt að þessar korkpakkningar séu frekar leiðinlegar og gjarnar að leka svo........ Er ekki málið bara að setja sílikon á milli líka eða??? Og hvernig sílikon væri best á þetta
