bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Gangtruflanir í E36 318is https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=23389 |
Page 1 of 1 |
Author: | Gunni [ Fri 27. Jul 2007 00:34 ] |
Post subject: | Gangtruflanir í E36 318is |
Bíllinn minn á við einhver sálræn vandamál að stríða. Ég set einkennin fram í 3 pörtum hér að neðan: 1. Oft (ekki alltaf) þegar billinn er kaldur og er settur í gang þá startast hann eðlilega en svo dettur snúningurinn langt niður og rokkar svona 600-1200 sn í skamma stund, en það jafnar sig um leið og maður þrýstir létt á gjöfina. 2. Þegar maður tekur af stað í 1. gír þá kúgast bíllinn nánast alltaf, nema ef tekið er MJÖG varlega af stað. Ef ég tek af stað í 2. gír þá virðist þetta aldrei gerast. Kúgunin kemur þannig fram að hann tekur svona hiksta kast alveg þangað til maður ýtir á kúplinguna aftur. Þegar hann kemst af stað þá hættir þetta. 3. Þegar ég tek langar beygjur (t.d. hringtorg) þá missir hann snúning líkt og ég lýsi í atriði 1, þetta gerist sérstaklega þegar hann er kaldur. Ég hef fengið uppá stungur um að þetta gæti verið bensínsía, kerti og kannski háspennukefli. Mig langaði að athuga hvort einhverjir gætu komið með vitrænar hugmyndir um hvað þetta gæti verið, eða hreinlega bara lausn á mínu vandamáli ![]() Ef þið hafið eitthvað til málana að leggja skelliði endilega inn svari. kv. Gunni |
Author: | _Halli_ [ Fri 27. Jul 2007 02:33 ] |
Post subject: | |
Ég þjáist einnig af vandamáli 1 og 2 *edit* Bíllinn, ekki ég |
Author: | elli [ Fri 27. Jul 2007 09:14 ] |
Post subject: | |
Ég átti M42 E36 bíl. Einn daginn fór hann að rokka svona upp og niður í snúning á hægaganginum. Það var vacum leki á soggreininni við inngjafaspjaldið báðu megin. Fáðu þér bremsuhreinsi og sprautaðu létt á pakkningarsamskeiti og sjáðu hvort hann rýkur upp á snúning, sprautaðu bara lítið því þetta er svo rokgjarn vökvi að of mikið magn getur gefið þér ranga niðurst. |
Author: | crashed [ Fri 27. Jul 2007 22:08 ] |
Post subject: | |
vandamál númer 1 er vacom lekki og virðist vera eins og hann sé við á soggreininni við inngjafaspjaldið eða þá að hosan við loftintakið sé með gatti eða eithvað af slöngunum sem teingjast við hann eða þá að hægagangs púngurinn sé að svíkja þig (semsagt lekur) |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |