bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Að debadge-a bíl
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=23361
Page 1 of 2

Author:  SteiniDJ [ Wed 25. Jul 2007 19:09 ]
Post subject:  Að debadge-a bíl

Komið þið sælir.

Ég ákvað að "debadge-a" 318i bílinn minn og vildi búa til tutorial sem hægt væri að leita til í framtíðinni. Ég veit að það er mikið um svona á netinu, en ég hef ekki séð þetta á íslensku áður.

Ferlið sjálft er frekar einfalt og ættu flestir að geta gert þetta, en það er ágætt fyrir þá sem vilja gera þetta en vita ekki hvernig eða þora þessu ekki. Ég vona bara að einhver hafi not af þessu. ^^,

Verkfæri sem notuð eru:

Image
Hárblásari.
Nokkrar tuskur.
Bílamassi.
WD-40.
Tannþráður.
Debet/creditkort.
Bón.

(ATH. að þið eruð að gera þetta á ykkar eigin ábyrgð)

1.

Image

Byrjið á því að hita það merki sem á að fara af fyrst í u.þ.b. 10 sekúndur með hárblásaranum.

2.

Image

Sprautið WD-40 á merkið og hafið tusku viðbúna svo að þetta leki ekki út um allt. (Gleymdi því sjálfur á fyrsta merkinu. :))

3.

Image

Hitið merkið í aðrar 10 sekúndur. Nú ætti límið að vera orðið mjúkt.

4.

Image

Takið ágæta lengju af tannþræði og byrjið að skafa merkið rólega af með honum. Merkið ætti brátt að losna (reynið að grípa það).

5.

Image

Þegar merkið er dottið af ætti að vera límskán eftir. Notið kortið til að ýta við líminu, svo að þið getið kippt því af.

6.

Image

Endurtakið skref 1 - 5 þar til öll merki eru komin af.

7.

ImageImage

Núna ætti mest af líminu að vera farið af. Ef ekki, notið þá kortið varlega til að ná restinni af. Passið að gera ekki of fast því það er ekki erfitt að rispa lakkið með þessu.

Skolið svæðið (síðan er fínt að nota bílasápu til að ná smá óhreinindum af).

Þurrkið svæðið vel.

Takið nú fram tusku (ég notaði sokk) og massið svæðið þar til að það sést ekki að þarna hafi verið merki áður.

8.

Image

Nú er gott að bleyta svæðið þar sem merkin voru til að sjá ef eitthvað lím er eftir. Ef þið hafið ekki massað nógu vel, þá sjáið þið lakkið þar sem merkið var hrinda frá sér vatni (í mínu dæmi myndi ég sjá allt svæðið blautt nema þar sem merkið var).

9.

Þurrkið svæðið vel. Nú bónaði ég svæðið þar sem merkin voru áður.

Fyrir og Eftir

ImageImage

Takk fyrir og gangi ykkur vel!

Author:  Litli_Jón [ Wed 25. Jul 2007 19:12 ]
Post subject: 

sýnist þetta nu vera WD-40 ekki MD 40

Author:  SteiniDJ [ Wed 25. Jul 2007 19:23 ]
Post subject: 

Litli_Jón wrote:
sýnist þetta nu vera WD-40 ekki MD 40


Lagað, takk fyrir. :)

Author:  Tommi Camaro [ Wed 25. Jul 2007 21:54 ]
Post subject: 

þetta er erfiðast leið sem ég hef séð

Author:  SteiniDJ [ Wed 25. Jul 2007 21:56 ]
Post subject: 

Tommi Camaro wrote:
þetta er erfiðast leið sem ég hef séð


:). Ég hafði ekki hugmynd hvernig átti að gera þetta fyrst og hver veit nema að það séu einhverjir eins og ég þarna úti? :o

Author:  Tommi Camaro [ Wed 25. Jul 2007 21:57 ]
Post subject: 

SteiniDJ wrote:
Tommi Camaro wrote:
þetta er erfiðast leið sem ég hef séð


:). Ég hafði ekki hugmynd hvernig átti að gera þetta fyrst og hver veit nema að það séu einhverjir eins og ég þarna úti? :o

en þetta er samt góð aðferð neita því ekki , og vinna se þu hefur lagt við lýsingarnar færð alveg :clap: frá mér

Author:  ///MR HUNG [ Wed 25. Jul 2007 22:15 ]
Post subject: 

Lætur þetta líta út fyrir að vera erfitt :lol:

Author:  Lindemann [ Wed 25. Jul 2007 23:16 ]
Post subject: 

ég réðst bara á öll merkin með kíttisspaða og þau flugu af :D

Author:  arnibjorn [ Wed 25. Jul 2007 23:19 ]
Post subject: 

Ég pissaði á mín, hittaði þau með hárþurrku og nagaði svo af... SVÍNvirkaði!

Author:  iar [ Wed 25. Jul 2007 23:25 ]
Post subject: 

Flott framtak Steini! :clap:

Linkur á þetta er kominn í DIY / viðgerðahornið.

Author:  SteiniDJ [ Thu 26. Jul 2007 03:39 ]
Post subject: 

///MR HUNG wrote:
Lætur þetta líta út fyrir að vera erfitt :lol:
Betra en að fara í þetta með enga kunnáttu og rispa og skemma! :)

Author:  Litli_Jón [ Thu 26. Jul 2007 12:53 ]
Post subject: 

ég og vinur minn notuðum 2 tíkalla til að taka merkin af chewoo drudlunni minn :D og svo tók ég bara af merkin og notaði vanilu puða á benzanum :D

Author:  ///MR HUNG [ Thu 26. Jul 2007 14:14 ]
Post subject: 

Litli_Jón wrote:
ég og vinur minn notuðum 2 tíkalla til að taka merkin af chewoo drudlunni minn :D og svo tók ég bara af merkin og notaði vanilu puða á benzanum :D
Það er án efa ein mesta risky aðferðin til að rispa :lol:

Author:  SteiniDJ [ Thu 26. Jul 2007 16:04 ]
Post subject: 

///MR HUNG wrote:
Litli_Jón wrote:
ég og vinur minn notuðum 2 tíkalla til að taka merkin af chewoo drudlunni minn :D og svo tók ég bara af merkin og notaði vanilu puða á benzanum :D
Það er án efa ein mesta risky aðferðin til að rispa :lol:


Án efa. :)

Author:  Turbo- [ Thu 26. Jul 2007 17:01 ]
Post subject: 

yfirleitt nota ég sparslspaða,strokleður og massa

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/