bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Smá pæling um vélaskipti..
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=2257
Page 1 of 1

Author:  fart [ Fri 08. Aug 2003 22:05 ]
Post subject:  Smá pæling um vélaskipti..

Ég er með E39 og var að velta fyrir mér hvort að ég gæti sett ofaní hann stærri vél, t.d. 3.6 eða 3.8 úr M5 eða 3.2 úr M3. Plássið er s.s. nóg hjá mér en passar þetta dót ofaní?

Myndi þá borga sig líka að taka gírkassan með, minn er reyndar beinskiptur.

whats your thougts on that? :roll:

Author:  Svezel [ Sat 09. Aug 2003 10:34 ]
Post subject: 

Ég myndi fara frekar í þetta dæmi http://www.esstuning.com

96-98 523i 6PSI 265HP PD 107-40x 4995.00 4995.00

Author:  fart [ Sat 09. Aug 2003 10:59 ]
Post subject: 

já, þetta er náttúrulega magnað, en þolir gírkassinn minn þetta, já og kúplingin.

Líka spurning hvort einhver gæti þjónustað þetta.

Ég man reyndar eftir einum gömlum 520 eða 525 sem var með Turbo (sennilega hátt í 12-15 ár síðan, samt E34 bíll) Hann var á stórum felgum líka. Eigandi hans sagði mér að hann virkaði rosalega. Einhver hérna sem kannast við þann vagn.

Varðandi M vélarnar þá heilla þær mig bara svo rosalega, hljóðið, ekkert turbo og tiltölulega reliable rokkar.

tékkaðu t.d. á þessu:
http://cgi.ebay.com/ebaymotors/ws/eBayISAPI.dll?ViewItem&category=33615&item=2427227793 reyndar USA spec vél.

og þessu:
http://cgi.ebay.com/ebaymotors/ws/eBayISAPI.dll?ViewItem&category=33615&item=2426842724 hehe, reyndar ekki M-Power en samt alvöru rokkur. 8)

Author:  Svezel [ Sat 09. Aug 2003 11:13 ]
Post subject: 

Eftir því sem ég veit þá þolir allt dótið þetta, þ.e. vélin, kassinn og kúplingin.

Annars væri ekki leiðinlegt að hafa M vélina í húddinu

Author:  fart [ Sat 09. Aug 2003 11:29 ]
Post subject: 

þessi M-Coupe vél þarna er ekki nema 240hestar :(

Author:  bjahja [ Sat 09. Aug 2003 20:12 ]
Post subject: 

Ef þú hefur efni á M5 vél, þá go for it.
Síðan gætirðu beðið eftir að E60 M5 komi út og keypta vélina í þeim fyrsta sem fer í klessu :wink:

Author:  íbbi_ [ Sat 09. Aug 2003 22:44 ]
Post subject: 

ég myndi nú frekar bara kaupa annan bíl en að fara útí sona dæmi.. væri mun minna vesen og eflaust eki mikið meiri peningur að skipta í e39 540 eða 535?

Author:  gstuning [ Sun 10. Aug 2003 11:31 ]
Post subject: 

Fart

GSTuning er umboðs menn esstuning.com þannig að við myndum þjónusta þetta kit,

Vélin þolir þetta alveg annars væri þetta ekki selt,

Í E39 þá meikar ekki mikið sense að setja annað an 4,4 eða 12cyl í húddið
M3 vélin er ekki með nóg low end til að drífa svona bíl áfram,

Og það meikar eiginlega ekkert sense að setja gamla hönnun í húddið heldur þá meina ég E34 vélarnar,

Vélaskipti myndu kosta minnst milljón svo að þú vitir það, vél og kassi, með tölvu og svoleiðis þá 4,4 eða nýja 4,6 eða E38 V12 vél myndu kosta um 600þúsund frá þýskalandi, þá er eftir að setja þetta ofan í og það kostar,

Supercharger kit er einfalt og allt fylgir,
þessi m coupe er líka ameríkutýpan,

Stefán er með turbo ið sem var á þessum E34 og hans virkar mun betur en þessi E34 það er alveg bókað

Báðar þessar eru ekki nógu góðar, þessi 4,6 vantar allt á hana, það kostar slatta í viðbót að fá það allt samann

Author:  fart [ Sun 10. Aug 2003 14:03 ]
Post subject: 

Skilþig, þetta vour bara dæmi um vélar.

Ég hugsa að ég myndi hvort eða er reyna að fá mér 540 bíl helst beinskiptan og setja í hann supercharger frekar en að fara í vélaskipti á þessum.

Annars er alveg hugmynd að sjá þennan í 260 hestum, hvað kostar það komið í?

Author:  Alpina [ Sun 10. Aug 2003 20:59 ]
Post subject: 

Ég verð að segja að það er áhuga-vert að lesa um þessar hugmyndir..
en fylgið ráðum GST....... ef ekki eru þið HÁLVITAR
ég er eigandi að E39 4.4 og er fullviss að öðrum bílum ólöstuðum
að þetta er besti alhliða bíll sem er í boði í veröldinni!!!!!!!!!!!
MJÖG gott afl....viðunandi eyðsla... Frábærir aksturs-eiginleikar.....
smekklekt útlit.... hæfilega látlaus......

Ég veit að þetta er ekki MMMMMMMMMMMM bíll en standa frá 0-VMAX
(250) 260 á mæli á örskotsstundu og sýnir 4800 á RPM og bíllinn kemst ekki hraðar.....(((eins og dyravörður að segja ...rólegur lagsi)) vitandi það að það er svo mikið eftir í afli og ,,,, 1000 rpm eftir á mæli,,,,,,,,
ÞETTA er engu líkt....
Þið skuluð gleyma að tjúna bílinn ykkar í sambærilegt afl,,,,,
Það er ÓDÝRARA að kaupa 4.4 E39

Sv.H

Author:  oskard [ Sun 10. Aug 2003 21:08 ]
Post subject: 

turbo er ódýrasta tuning fyrir allvöru hp/tourqe gain.

og ef rétt er staðið að hlutunum og bílinn vær viðundandi
viðhald þá er turbo bíll allveg jafn reliable og non-turbo bíll
og ending sú sama.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/