bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Ég veit að þetta tengist ekkert BMW ;)
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=2256
Page 1 of 1

Author:  RamLing [ Fri 08. Aug 2003 21:03 ]
Post subject:  Ég veit að þetta tengist ekkert BMW ;)

En.. ég er bmw lover þó :)

Ég stend í vandræðum með IsuZu trooper og var að kaupa 12V kaffikönnu í bílinn... En ég stakk henni í samband og hún hitnaði og búið. Skipti um bíl og setti hana í hann en sama gerðist.

Síðan fór ég að skipta henni og nýja virkaði ekki, og ég testaði símhleðslutæki en ekkert gerðist. Ég testaði nýju könnuna í BMW 318 IA ;) '99 og það virkaði, kom hitt besta kaffi út :).

Öryggið fyrir sígó kveikjarann er heilt en það virkar ekkert í kveikjaranum sjálfum.

Getur verið að kveikjarin hafi eyðilagst á þessu ? því að það stendur í manual að kannan tekur ekki nema 10 amper á sig og öryggið í bílnum er 20 amper.

Kv.

Uni Hrafn

Author:  bjahja [ Sat 09. Aug 2003 01:26 ]
Post subject: 

Varstu að kaupa kaffikönnu í bílinn, magnað helvíti :lol:
Ertu búinn að gá að öllum leiðslum og svoleiðis, hvort það sé ekki bara eithvað laust.

Author:  joiS [ Sat 09. Aug 2003 10:25 ]
Post subject: 

getur verið að kveikjara instungan í trupernum sé old school og kaffikönnu innstungan flotta er svo svakalega ný að hún nái ekki nógu góðri tengingu í súper trúpernum 8) ??????????

good luck :idea:

Author:  RamLing [ Sat 09. Aug 2003 16:16 ]
Post subject: 

Tek það fram að þessi kaffikanna var keypt í bílanaust, það er líka til samlokugrill þar ;)

En... ég þræddi allar leiðslur og mældi alla víra með voltmæli, allt sem kom í innstunguna var 100% en í innstungunni var 0%.

Þetta er trooper "99 :) eini trooper á þessum aldri sem ég veit um sem að ekki er búið að skiipta um púströr á þannig að þetta er graðfoli : 35" Breyting hjá Fjallasport það er mjög góð fjöðrun undir honum.

En kaffikannan tekur ekki nema 10Amper og öryggið í bílunm er 20Amper fyrir kaffikönnuna, en kannan virkaði í 318 IA árgerð 99 þannig að það er ekkert að henni.

Er það þá ekkert annað sem kemur til greina að sígarettukveikjarin hafi gefið upp öndina ?

Við erum búin að nota hann hellvíti mikið t.d Ísskáp (með frysti :)) og radarvara og margt annað.

En...

Allar hugmyndir væru vel þegnar og líka hvað svona kveikjari kostar.

Kv.

Uni Hrafn

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/