bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

hikandi við hraðaaukningu
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=2246
Page 1 of 1

Author:  ValliP [ Fri 08. Aug 2003 09:27 ]
Post subject:  hikandi við hraðaaukningu

Ég veit ekki hvort þetta er ég eða hvað en mér finnst eins og bíllinn sé pínu hikandi þegar ég er að auka hraðann, bíllinn hefur fínann hægagang og virðist virka mjög vel að öðru leiti. Hefur eitthver hugmynd hvað gæti verið að (ef eitthvað er að).

Annað mál hverjir aðrir en B&L geta lesið út úr tölvunni fault codan

Author:  gstuning [ Fri 08. Aug 2003 10:24 ]
Post subject: 

Er þetta undir hálfri gjöf eða botn gjöf?

Author:  ValliP [ Fri 08. Aug 2003 10:35 ]
Post subject: 

Þetta er undir hálfri gjöf

Author:  gstuning [ Fri 08. Aug 2003 10:58 ]
Post subject: 

Þá gæti ég grunað O2 skynjara eða bilaðann TPS skynjara eða loftflæðimælir,

ef það er bilaður O2 skynjari þá er líka líklega ómælt loft að komast inn til að trufla mixtúrunna

Author:  ValliP [ Fri 08. Aug 2003 11:25 ]
Post subject: 

Ég fer með bílinn í dag eða eftir helgi til TB, þeir hljóta að sjá það strax og bíllinn er tengdur við tölvuna hvort að skynjarinn sé farinn eða ekki.

Er ekki bara einn O2 skynjari á pústkerfinu ?

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/