bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Staðsetning á bensínsíu / dælu
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=2237
Page 1 of 1

Author:  GHR [ Wed 06. Aug 2003 22:41 ]
Post subject:  Staðsetning á bensínsíu / dælu

Getur eitthver sagt mér hvar bensíndælan og bensínsían er í E30 325???
Eru nokkuð tvær bensíndælur eða síur??

Rútur : Þú veist þetta er það ekki :wink:


Kveðja
Gummi

Author:  flamatron [ Wed 06. Aug 2003 22:53 ]
Post subject: 

Dælan er inní taknum minnir mig eftir 88....
sían ætti að vera hjá vélinni...... :?

Author:  Logi [ Wed 06. Aug 2003 23:02 ]
Post subject: 

Er ekki sían fyrir framan tankinn, það þætti mér eðlilegra!?

Author:  Schulii [ Wed 06. Aug 2003 23:25 ]
Post subject: 

ég held að dælan sé undir bílstjórahurðinni alveg við sílsann..

Author:  Jónki 320i ´84 [ Thu 07. Aug 2003 09:14 ]
Post subject: 

Sían er aftarlega í vélinni eiginlega alveg frammi við framrúðu, hún er svona sívalingur úr áli

Author:  gstuning [ Thu 07. Aug 2003 10:12 ]
Post subject: 

Mér skildist að það væri ein dæla í tanknum eftir ´88 en í mínum ´89 þá er einnig dæla fyrir framann tankinn, eiginlega beint fyrir framan vinstra afturhjólið

Author:  oskard [ Thu 07. Aug 2003 11:01 ]
Post subject: 

gstuning wrote:
Mér skildist að það væri ein dæla í tanknum eftir ´88 en í mínum ´89 þá er einnig dæla fyrir framann tankinn, eiginlega beint fyrir framan vinstra afturhjólið


það passar.

Author:  GHR [ Thu 07. Aug 2003 13:07 ]
Post subject: 

Sem sagt tvær dælur???
Búinn að finna bensínsíuna, var þar sem Jonki 320i sagði :P

Author:  Jónki 320i ´84 [ Thu 07. Aug 2003 14:32 ]
Post subject: 

góður, ég þarf einmitt að skipta um þessa síu hjá mér :)

Author:  GHR [ Thu 07. Aug 2003 14:52 ]
Post subject: 

Kostar 2000kall í Bílanaust :wink:

Author:  Jónki 320i ´84 [ Thu 07. Aug 2003 15:04 ]
Post subject: 

já ég er búinn að kaupa hana í b&l og hún kostaði 2500kr

Author:  GHR [ Thu 07. Aug 2003 16:54 ]
Post subject: 

Jæja ég skipti um bensínsíuna áðan og í leiðinni kveikjulok (nýbúinn að skipta um hamarinn og kertin)
Gamla bensínsían var SVO stífluð......... ég gat varla blásið í gengum hana :? , enginn vandi með nýju :wink:

Author:  flamatron [ Thu 07. Aug 2003 19:00 ]
Post subject: 

var einhver munur á bílnum áður/eftir að sían fór í.??

Author:  GHR [ Thu 07. Aug 2003 19:11 ]
Post subject: 

flamatron wrote:
var einhver munur á bílnum áður/eftir að sían fór í.??


Já, hann hætti að prumpa og freta yfir 2000RPM :wink:
Hann byrjaði á því fyrir 3dögum, hikstaði eins og hann væri að verða bensínlaus svo ég ákvað að skjóta á bensínsíuna :P

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/