bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Porta hedd eða er það tilgangslaust???
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=2234
Page 1 of 1

Author:  GHR [ Wed 06. Aug 2003 15:41 ]
Post subject:  Porta hedd eða er það tilgangslaust???

Er maður eitthvað að græða á að porta hedd(in) á nánast stock vél???
ÞEgar ég segi nánast stock vél þá meina ég að það er komin volgari ás í hana, K&N sía og tölvukubbur :wink:

Hvað segið þið um það???

Author:  arnib [ Wed 06. Aug 2003 19:20 ]
Post subject: 

Ég hugsa að maður græði alltaf á því að porta hedd.
En ef þú átt við "græði" í merkingunni hestöfl/pening þá er ég ekkert viss um að það sé hátt hlutfall.

Author:  gstuning [ Wed 06. Aug 2003 19:30 ]
Post subject: 

Porta er fínt, tapar low end eitthvað en græðir á high end,

Í raun þá er port match mjög gott, því að oft eru manifold og hedd ekki alveg eins og þar tapar maður krafti, þannig að laga það fyrst gefur eitthvað á low end


Ekki gera of mikið eða vitlaust

Author:  ValliP [ Thu 07. Aug 2003 09:22 ]
Post subject: 

Það er talsverð fræði á bak við það að porta, en ef það er gert rétt þá finnur þú mun á öllu snúningssviðinu.

Þegar verið er að porta er ekki bara mokað út úr portunum heldur þarf að forma lögunina á þeim þannig að sem minnst hvirfilmyndun eigi sér stað. Þetta getur verið mjög vandasamt í kringum ventlana og í beygjunni fyrir framan ventlana. Til þess að ná þessu réttu getur þurft að bæta við efni í portin en ekki taka í burtu.

Ef þú treystir þér í þetta eða þekkir einhvern sem kann þetta þá er ekki spurning um að porta. Svo er reyndar spurning hvað þú ert ýktur þ.e. vilt eltast mikið við fá hestöfl.

Ég myndi samt ráðleggja þér að byrja á flækjum.

Author:  GHR [ Thu 07. Aug 2003 13:09 ]
Post subject: 

Ég þekki tvo sem eru klárir í þessu, en þeir hafa verið að porta hedd úr amerískum vélum :? Ætli ég láti þetta ekki bara eiga sig :wink:

Takk strákar

Gummi

Author:  joiS [ Thu 07. Aug 2003 14:14 ]
Post subject: 

just do it :twisted:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/