bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

hjálp með e39
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=21976
Page 1 of 1

Author:  Mánisnær [ Tue 08. May 2007 04:13 ]
Post subject:  hjálp með e39

hvernig tek ég allar hliðar rúðurnar úr e39 bíl?

fann þetta ekki á bmwtips.com.. ef einhver getur útskýrt fyrir mér idiot proof aðferð væri það snilld eða benda mér á link með myndum eða bara link hvernig eg geri þetta, það væri geggjað.

eða kannski bara einhver að að gera þetta fyrir mig fyrir faðmlag eða litið cash væri fint lika


kveðja ef þið erup að pæla er eg að fara að lata filmann og er þetta fáranlega ódyrt að gera þetta svona

Author:  Angelic0- [ Tue 08. May 2007 06:55 ]
Post subject: 

Það er nú engin idiot proof aðferð... :)

En rúðurnar er hægt að taka úr með því að rífa hurðarspjaldið af, frauðplastið af, og síðan skrúfaru rúðuna niður þar til að þú nærð að losa upp á skrúfunum sem að halda rúðunni "in place".

Þessar skrúfur losaru og síðan kippiru rúðunni bara uppúr :)

Passaðu bara að herða skrúfurnar ef að þú ert að fara með hann í skoðun, og ekki gleyma að segja að rúðurnar séu í viðgerð :)

Author:  Mánisnær [ Tue 08. May 2007 14:22 ]
Post subject: 

neinei ég er að fara láta filmann, er erfitt að rífa hurðarspjöldin og það dót?

kv

Author:  bjornvil [ Tue 08. May 2007 14:26 ]
Post subject: 

Máni wrote:
neinei ég er að fara láta filmann, er erfitt að rífa hurðarspjöldin og það dót?

kv


Þarf að taka rúðurnar út til að filma þær??? :hmm:

Author:  Eggert [ Tue 08. May 2007 14:40 ]
Post subject: 

bjornvil wrote:
Máni wrote:
neinei ég er að fara láta filmann, er erfitt að rífa hurðarspjöldin og það dót?

kv


Þarf að taka rúðurnar út til að filma þær??? :hmm:


Þarf kannski ekki... en ef það á að gera þetta almennilega þá er það betra.

Author:  íbbi_ [ Tue 08. May 2007 17:32 ]
Post subject: 

af hverju leyfiru ekki bara filmaranum að sjá um þetta

Author:  geirlaugur [ Tue 08. May 2007 19:13 ]
Post subject: 

Skilst annars að það sé orðin skylda að vera með framrúður.
Þannig að það er ekki víst að ef farið er með bílinn rúðulausann og segir að þær séu í viðgerð að þú fáir skoðun.

Author:  Kull [ Tue 08. May 2007 21:07 ]
Post subject: 

geirlaugur wrote:
Skilst annars að það sé orðin skylda að vera með framrúður.
Þannig að það er ekki víst að ef farið er með bílinn rúðulausann og segir að þær séu í viðgerð að þú fáir skoðun.


Það er rétt, var einmitt að spjalla við skoðunarmann um þetta í dag. Það er búið að breyta reglum núna þannig að þú þarft hliðarrúður til að komast í gegnum skoðun.

Author:  Tommi Camaro [ Wed 09. May 2007 00:46 ]
Post subject: 

Kull wrote:
geirlaugur wrote:
Skilst annars að það sé orðin skylda að vera með framrúður.
Þannig að það er ekki víst að ef farið er með bílinn rúðulausann og segir að þær séu í viðgerð að þú fáir skoðun.


Það er rétt, var einmitt að spjalla við skoðunarmann um þetta í dag. Það er búið að breyta reglum núna þannig að þú þarft hliðarrúður til að komast í gegnum skoðun.

já en þær meiga vera niðri þegar bíllinn er skoðaður :wink:

Author:  Mánisnær [ Wed 09. May 2007 03:31 ]
Post subject: 

hvað meiniði? ég ætla að taka rúðurnar úr, og fara með þær í filmun, það er helmingi ódýrara.


eruði ekki með meiri tips herna handamer :wink:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/