| bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
| Þjófavörn í E39 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=21689 |
Page 1 of 2 |
| Author: | Heinze [ Tue 24. Apr 2007 23:42 ] |
| Post subject: | Þjófavörn í E39 |
Er eitthvað mál að aftengja þjófavörnina í E39? |
|
| Author: | Alpina [ Wed 25. Apr 2007 00:58 ] |
| Post subject: | |
????????? afhverju |
|
| Author: | Angelic0- [ Wed 25. Apr 2007 02:28 ] |
| Post subject: | |
Afhverju viltu aftengja.. en ég býst við að það sé einungis hægt í umboði.. nú ? Explain the problem og við gætum kannski bara aðstoðað þig við að finna aðra leið |
|
| Author: | Heinze [ Wed 25. Apr 2007 11:57 ] |
| Post subject: | |
Málið er að ég þarf stundum að skilja hundinn eftir aftur í og ef heitt er í veðri þarf að hafa smá rifu á lúgunni eða einhverri rúðunni. Dugar ekki að aftengja skynjarann inni með því að klikka tvisvar á fjarstýringunni, kerfið fer alltaf að væla eftir nokkrar sek. Svo það væri bara best að aftengja draslið ef það er hægt. |
|
| Author: | íbbi_ [ Wed 25. Apr 2007 12:31 ] |
| Post subject: | |
pant aldrei kaupa bílin af þér |
|
| Author: | Angelic0- [ Wed 25. Apr 2007 12:40 ] |
| Post subject: | |
íbbi_ wrote: pant aldrei kaupa bílin af þér
+1, og í ofanálag er það ekkert nema háborinn kvikindisskapur að skilja hund eftir í læstum bíl ! |
|
| Author: | Siggi H [ Wed 25. Apr 2007 12:48 ] |
| Post subject: | |
ég á hund.. en mér dettur ekki til hugar að setja hann inní bmwinn, bara kemur ekki til greina! |
|
| Author: | Heinze [ Wed 25. Apr 2007 14:05 ] |
| Post subject: | |
íbbi_ wrote: pant aldrei kaupa bílin af þér
Hann er heldur ekki til sölu |
|
| Author: | Heinze [ Wed 25. Apr 2007 14:11 ] |
| Post subject: | |
Angelic0- wrote: íbbi_ wrote: pant aldrei kaupa bílin af þér +1, og í ofanálag er það ekkert nema háborinn kvikindisskapur að skilja hund eftir í læstum bíl ! |
|
| Author: | Angelic0- [ Thu 26. Apr 2007 01:11 ] |
| Post subject: | |
Heinze wrote: Angelic0- wrote: íbbi_ wrote: pant aldrei kaupa bílin af þér +1, og í ofanálag er það ekkert nema háborinn kvikindisskapur að skilja hund eftir í læstum bíl ! Kannski er það bara kvikindisskapur við minn hund.. 60kg Rottweiler! Mér finnst hann kannski bara hafa lítið frelsi afþví að hann er svona stór ! Er ég sá eini sem að sér vitleysuna hérna ? |
|
| Author: | Danni [ Thu 26. Apr 2007 01:32 ] |
| Post subject: | |
Ég er alveg sammála þér. Maður skilur ekki hundinn sinn eftir inní bíl. Ef maður hefur ekki metnaðinn í að hugsa um hundinn þá hefur maður ekkert við hund að gera! |
|
| Author: | Alpina [ Thu 26. Apr 2007 07:29 ] |
| Post subject: | |
Róóóóólegir á fordómunum |
|
| Author: | JonFreyr [ Thu 26. Apr 2007 08:09 ] |
| Post subject: | . |
Sammála, hundar eiga ekki að vera einir í bílum til lengri tíma. 5-10 mínútur á meðan skroppið er í búðina er OK en til hvers að taka hundinn með í ferðir þar sem þú veist fyrirfram að hann þarf að bíða í bílnum? Hann hefur það betra heima hjá sér, nóg pláss |
|
| Author: | Stanky [ Thu 26. Apr 2007 11:47 ] |
| Post subject: | |
Ég skil hundinn minn aldrei lengur en svona.... 10 mín MAX í bílnum. Skil hann ALDREI eftir í bílnum ef það er sól úti. Ímyndið ykkur að vera ógeðslega loðnir, svona..... eins og hundur.... og vera inní bíl.... annaðhvort í búri eða hoppandi til og frá í sætunum (á hreyfingu), í 3-5fm rými.... og það sé einhver smá rifa á glugganum.... og þið kæmust ekki út.... Hvernig myndi ykkur líða? |
|
| Author: | Geirinn [ Thu 26. Apr 2007 11:52 ] |
| Post subject: | |
Ég hef nú heyrt um að fólk hafi skilið aircondition eftir í gangi, lagt í skugga og haft vatn ef einhver þörf hefur verið á að skilja hund eftir í bíl. Hins vegar heyrði ég einu sinni af fjölskyldu sem fór til útlanda í 2 VIKUR og skildi eftir hundinn sinn í þvottahúsi í íbúð "með nóg af mat og vatni". Ég veit persónulega ekki hvað má og má ekki með hunda í bílum en seinni klausan er viðbjóður. |
|
| Page 1 of 2 | All times are UTC |
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |
|