Jæja, ég var í Danmörku í síðustu viku í nokkra daga fríi og renndi við hjá BMWspecialisten.dk í Odense.
Hélt nú reyndar að það væri ekkert mál að finna þá, búinn að búa í Odense í tæp 6 ár ... en það var ekki svo auðvelt. Keyrði framhjá tvisvar áður en ég fann götuna sem ég átti að fara.
Ef einhver ætlar að fara þetta þá er í stuttu máli ekið út Rudgårdsvej frá Odense, þar til maður kemur til Korup, þá er að líta eftir Sandvadgyden á hægri hönd og svo er aftur beygt til hægri á Sandvadvej og þar finnur maður þá.
þá var að kaupa það sem vantaði, neflega eina hjólalegu. Það kom í ljós í ókeypis ástandsskoðuninni um daginn að það var komið eitthvað slit í eina þeirra, verð í B&L 16.000, TB 9000, þarna úti 4500 með skatti sem ég ætla svo að reyna að fá tilbaka.
Það var svo sem ekki hægt að koma þarna við og kaupa bara leguna, svo ég keypti alla bremsudiskana, þessa boruðu :
keypti þá klossana náttúrulega líka og svo tvo liði í balansstöngina, í alt 2.500 dkr.
Smá útúrdúr, ég var þarna að keyra um á nýjum Audi A4 :
lagt í skuggan í 29 stiga hita svo maður stiknaði ekki þegar átti að fara af stað aftur !
Það var ekki nema 1600 vél í honum, svo þetta var engin rakketta, en hann eyddi ekki miklu
Þarna má sjá að ég var búinn að keyra rétt tæpa 700 km og það stendur að 'range' sé 320 km á því bensíni sem eftir er. Ég keyrði bílinn reyndar í um 2 1/2 klukkutíma á um 140 km hraða og tankaði þegar hann var kominn í 1000 km. og þá fóru 60 lítar á hann !!! en það gerir um 6 l/100km. Þetta var um 9:30 um morguninn og hitinn ekki kominn í nema um 21,5 gráður, en mikill hluti af keyrslu var með air condition á líka, svo mér þykir 6 lítrar á hundraðið alveg lýgilegt...
Allavega, aftur í BMW heiminn. Ég pakkaði öllu draslinu niður, hmmm taskan kominn í 45 kíló. Var að velta því fyrir mér hvort ég þyrfti að múta einhverjum til að fá að taka hana með í flugið

En það gekk eins og smurt, ekkert vesen.
Í dag var ég svo að henda þessu öllu í bílinn, ætlaði reyndar að setja bara leguna í sjálfur en það er einhver 35-36 mm ró á öxlinum sem ég bara hef ekki lykil í, svo ég verð að fara með hann í B&L í það.
En diskarnir fóru allir í og líta bara vel út

Hörkubremsur.
Fór í bílanaust til að kaupa 7mm sexkantinn til að losa bremsudælurnar og keypti 2 lítra af bremsuvökva til að skifta honum út. Notaði Pípettu til að sjúga allt upp úr forðabúrinu eftir að vera búinn að setja nýja dótið í. Hellti á nýjum vökva og tappaði af eftir kúnstarinnar reglum, byrja á hjólini fjærst dælu og enda á því næsta. Síðan út í bíltúr og negla bremsurnar nokkrum sinnum til að fá ABS í gang. Síðan að skifta út bremsuvökvanum aftur.
Eftir stendur bílinn með flotta diska og bremsu sem virka
