bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Gæðaprófun á þjónustu B&L! FALLEINKUNN https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=2047 |
Page 1 of 1 |
Author: | Bjarki [ Mon 21. Jul 2003 23:16 ] |
Post subject: | Gæðaprófun á þjónustu B&L! FALLEINKUNN |
Fór með bíl í Inspection I og ársskoðun hjá B&L á föstudaginn. Þeir voru mjög nice og allt þannig en ég ákvað að tékka sérstaklega eitt atriði. Áður en ég yfirgaf bílinn fyrir utan B&L um kvöldið þá fyllti ég rúðupisstankinn alveg. Setti svo miða í bílinn og bað þá um að sleppa því að skipta um perur og herða á handbremsunni sem var laus. Að mínu mati óþarfi að borga mönnum með 6700 á tímann fyrir að skipta um perur og herða lausa bolta! Svo mætti ég og sótti bílinn þetta kostaði 36.120 og ég fékk 15% BMWKraftur afslátt. En á reikningnum stóð Rúðuvökvi 1,5 ltr. 204 kr!! Ég sagði afgreiðslumanninum frá þessu og hann skildi ekkert í þessu, þetta á ekki að geta gerst. Svo skiptu þeir um perurnar sem þeir áttu ekki að skipta um og hertu á handbremsunni ég ætlaði að gera þetta um helgina. Ég sýndi afgreiðslumanninum miðann og hann var mjög aulalegur. Ég nennti nú ekki að fá þetta til baka enda bara smá þjónustutékk í gangi. En B&L lofuðu mér að bæta mér þetta upp næst, þeir verða minntir á það. Kannski voru þetta mistök maður veit aldrei, samt mjög skrýtið. Miðinn sem ég skrifaði var við skiptinguna í bílnum og þeir hringdu í númerið mitt sem stóð á miðanum þegar bíllinn var tilbúinn. |
Author: | oskard [ Tue 22. Jul 2003 00:17 ] |
Post subject: | |
rúðupiss dæmið er undarlegt en þetta með miðann... kannski sáðu þeir hann ekkert fyrr en bílinn var tilbúinn og kannksi sáu þeir miðann ekki neitt og fundu númerið þitt annarsstaðar. Afhverju rædduru þetta ekki við verkstæðistkallana og fékst þetta á hreint í staðin fyrir að fleima heilt fyrirtæki hérna ? Þú ættir að segja þeim að skipta ekki um perur og svona dót in person ekki skilja eftir miða inní bíl. Kannski eiga þeir þetta skilið and then again kannski eiga þeir ekkert af þessu skilið. just my 0.2 cents |
Author: | Bjarki [ Tue 22. Jul 2003 00:27 ] |
Post subject: | |
Ég á ekki þennan bíl þannig þeir sáu númerið á miðanum. Ég set alltaf svona miða í bíla þegar ég fer með bíla á verkstæði. Held að þetta sé frekar algengt að fólk setji svona miða í bílana, skrifa t.d. alltaf km töluna áður en ég yfirgef bílinn. Mjög gott fyrir báða aðila að hafa svona skriflegt. Það sem maður talar við fólk er erfitt að vísa í. Ég ræddi þetta vissulega við þá, verkstæðiskarlarnir voru farnir. Ég nenni ekki að gera stórmál útaf 2000 kr þetta var bara svona létt tékk. Ég leyfi þeim að njóta vafans það kemur skýrt fram. |
Author: | bebecar [ Tue 22. Jul 2003 08:35 ] |
Post subject: | |
Það kemur ekki skýrt fram að þú leyfir þeim að njóta vafans í fyrirsögninni. Eflaust hefðu þeir endurgreitt þér þetta, ég held að þetta sé frekar góð þjónusta og mistök hafi orðið, ekkert af þessu er slæm þjónusta nema að þeir hafi verið með kjaft og leiðindi við þig og neitað að gangast við þessu. Annað er góð þjónusta. |
Author: | benzboy [ Tue 22. Jul 2003 11:19 ] |
Post subject: | |
Ef þeir hafa ekki séð miðann er þetta góð þjónusta - nema þetta með rúðuvökvann, það er annaðhvort mistök (sem er jú mannlegt) eða bara rán |
Author: | Ozeki [ Tue 22. Jul 2003 20:09 ] |
Post subject: | |
púff ... það hefði sko ekki verið séns að ég hefði borgað þenna 1,5 lítra rúðuvökva. Og bara það að ég hefði séð hann á reikningnum hefði orðið til þess að ég hefði farið fram á að tala við viðkomandi viðgerðamann og fengið sundurliðað hvert einasta atriði á reikningum. Eins og benzboy skrifar, það er eitt af tvennu. Þetta voru mjög bagaleg mistök (í því falli hefði í það minnsta átt að stroka þetta af reikningum og biðjast innilegrar afsökunar). Eða þetta var rán og í því falli finnst mér tæplega nóg að viðkomandi sleppi við að vera rændur og það sé brosað út í annað og beðist afsökunar !! |
Author: | Jss [ Fri 08. Aug 2003 01:14 ] |
Post subject: | |
Ég hef ekkert nema gott að segja um B&L, öll sú þjónusta sem ég og mín fjölskylda höfum fengið hjá þeim hefur verið til fyrirmyndar og alls ekki kostnaðarsöm, ef eitthvað er þá hafa þeir sparað okkur pening í stað þess að gera einhverja smáhluti á verkstæðinu þá hafa þeir bara útskýrt hvernig á að gera hlutinn sjálfur. |
Author: | Svezel [ Fri 08. Aug 2003 16:33 ] |
Post subject: | |
Mér finnst alveg merkilegt hvað B&L geta alltaf troðið af rúðuvökva á mína bíla, fer alltaf með fullan tank og þeir setja alltaf rúðuvökva á. Hvað gerist eiginlega þegar rúðupisstankurinn tæmist? Ætli bílinn springi eða hvað ![]() |
Author: | Mal3 [ Fri 08. Aug 2003 16:38 ] |
Post subject: | |
Þetta er víst það eina sem getur grandað Mazda bílum ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |