bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
M60 coolant level low https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=20460 |
Page 1 of 1 |
Author: | Bjarkih [ Thu 22. Feb 2007 09:10 ] |
Post subject: | M60 coolant level low |
Góðan dag kæru kraftarar. Nú er kominn vetur hér í Svíþjóð með tilheyrandi frosti, að vísu hefur það ekki farið niður fyrir 3-4 stig. Og nú er bíllinn farinn að segja mér að það vanti kælivökva þegar ég starta honum köldum, hann kvartar ekkert þegar hann er heitur. Og þetta fór ekki að koma fyrr en hitastigið seig undir frostmarkið. Ég setti u.þ.b. 1/2 líter á hann í gærkvöldi en fékk samt meldingu í morgun um að það vantaði kælivökva. Getur það haft einhver áhrif á mælinguna/skynjarann að bíllinn stóð í smá halla? (uppá við). |
Author: | Jonni s [ Thu 22. Feb 2007 19:42 ] |
Post subject: | |
Það gæti verið að neminn í forðabúrinu sé eitthvað að klikka. Hef lent í því með e32 sem ég átti. |
Author: | jon mar [ Thu 22. Feb 2007 20:04 ] |
Post subject: | |
er ekki svona sambandsleysi alvanalegt í gömlum bmw? |
Author: | zazou [ Thu 22. Feb 2007 21:11 ] |
Post subject: | |
Hef fengið sömu skilaboð við kaldstart, boxið alveg stútfullt engu að síður. Svo hallar bíllinn minn líka örlítið uppávið. Veit ekki hvað vélin kallast, 4.6 ![]() |
Author: | Axel Jóhann [ Thu 01. Mar 2007 23:34 ] |
Post subject: | |
Þetta hefur líkað poppað upp í tölvunni hjá mér. Kemur hinsvegar ekki þegar hann er heitur, ég hélt það vantaði á hann og fyllti alveg enn þetta kom samt þegar hann var kaldur. |
Author: | Bjarkih [ Fri 02. Mar 2007 16:04 ] |
Post subject: | |
Ég þurfti með hann í TB á miðvikudaginn, segi nánar frá því seinna, og þeir kíktu á þetta fyrir mig. Miðstöðvarmótorinn er víst ónýtur ![]() |
Author: | ömmudriver [ Fri 02. Mar 2007 23:16 ] |
Post subject: | |
Bjarkih wrote: Ég þurfti með hann í TB á miðvikudaginn, segi nánar frá því seinna, og þeir kíktu á þetta fyrir mig. Miðstöðvarmótorinn er víst ónýtur
![]() Bíddu ha, missti ég af eitthverju ?? Ertu kominn með E34 540i touring hingað á klakann?? |
Author: | IngóJP [ Fri 02. Mar 2007 23:34 ] |
Post subject: | |
var þetta þinn bíll fullur af dóti að innan og aftaná treilar? |
Author: | Svíþjóð. [ Sat 03. Mar 2007 00:27 ] |
Post subject: | |
IngóJP wrote: var þetta þinn bíll fullur af dóti að innan og aftaná treilar?
![]() Hlýtur að hafa verið einhver annar. |
Author: | Bjarkih [ Sat 03. Mar 2007 13:02 ] |
Post subject: | |
Það var ég, já. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |