bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Skifti um bremsudiska https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=2016 |
Page 1 of 2 |
Author: | Ozeki [ Sat 19. Jul 2003 23:37 ] |
Post subject: | Skifti um bremsudiska |
Jæja, ég var í Danmörku í síðustu viku í nokkra daga fríi og renndi við hjá BMWspecialisten.dk í Odense. Hélt nú reyndar að það væri ekkert mál að finna þá, búinn að búa í Odense í tæp 6 ár ... en það var ekki svo auðvelt. Keyrði framhjá tvisvar áður en ég fann götuna sem ég átti að fara. Ef einhver ætlar að fara þetta þá er í stuttu máli ekið út Rudgårdsvej frá Odense, þar til maður kemur til Korup, þá er að líta eftir Sandvadgyden á hægri hönd og svo er aftur beygt til hægri á Sandvadvej og þar finnur maður þá. þá var að kaupa það sem vantaði, neflega eina hjólalegu. Það kom í ljós í ókeypis ástandsskoðuninni um daginn að það var komið eitthvað slit í eina þeirra, verð í B&L 16.000, TB 9000, þarna úti 4500 með skatti sem ég ætla svo að reyna að fá tilbaka. Það var svo sem ekki hægt að koma þarna við og kaupa bara leguna, svo ég keypti alla bremsudiskana, þessa boruðu : ![]() keypti þá klossana náttúrulega líka og svo tvo liði í balansstöngina, í alt 2.500 dkr. Smá útúrdúr, ég var þarna að keyra um á nýjum Audi A4 : ![]() lagt í skuggan í 29 stiga hita svo maður stiknaði ekki þegar átti að fara af stað aftur ! Það var ekki nema 1600 vél í honum, svo þetta var engin rakketta, en hann eyddi ekki miklu ![]() Þarna má sjá að ég var búinn að keyra rétt tæpa 700 km og það stendur að 'range' sé 320 km á því bensíni sem eftir er. Ég keyrði bílinn reyndar í um 2 1/2 klukkutíma á um 140 km hraða og tankaði þegar hann var kominn í 1000 km. og þá fóru 60 lítar á hann !!! en það gerir um 6 l/100km. Þetta var um 9:30 um morguninn og hitinn ekki kominn í nema um 21,5 gráður, en mikill hluti af keyrslu var með air condition á líka, svo mér þykir 6 lítrar á hundraðið alveg lýgilegt... Allavega, aftur í BMW heiminn. Ég pakkaði öllu draslinu niður, hmmm taskan kominn í 45 kíló. Var að velta því fyrir mér hvort ég þyrfti að múta einhverjum til að fá að taka hana með í flugið ![]() Í dag var ég svo að henda þessu öllu í bílinn, ætlaði reyndar að setja bara leguna í sjálfur en það er einhver 35-36 mm ró á öxlinum sem ég bara hef ekki lykil í, svo ég verð að fara með hann í B&L í það. En diskarnir fóru allir í og líta bara vel út ![]() Fór í bílanaust til að kaupa 7mm sexkantinn til að losa bremsudælurnar og keypti 2 lítra af bremsuvökva til að skifta honum út. Notaði Pípettu til að sjúga allt upp úr forðabúrinu eftir að vera búinn að setja nýja dótið í. Hellti á nýjum vökva og tappaði af eftir kúnstarinnar reglum, byrja á hjólini fjærst dælu og enda á því næsta. Síðan út í bíltúr og negla bremsurnar nokkrum sinnum til að fá ABS í gang. Síðan að skifta út bremsuvökvanum aftur. Eftir stendur bílinn með flotta diska og bremsu sem virka ![]() |
Author: | Alpina [ Sun 20. Jul 2003 16:50 ] |
Post subject: | |
HAHAHAHA Ég var á undan,,,,,,,,,, Er búinn að vera með diskana ca.1/2 mánuð og þetta virkar mjög svipað á rólegu nótunum en ef þú ert á hraðanum og BBREMSSSSSSSS þá gerist það og eins og unglingarnir segja ÞOKKALEGA KÚL Sv.H. |
Author: | bjahja [ Mon 21. Jul 2003 03:16 ] |
Post subject: | |
Mig langar rosalega í svona diska, reyndar meira í porsche diskana en held að maður láti svona nægja fyrst. |
Author: | flamatron [ Tue 22. Jul 2003 20:55 ] |
Post subject: | |
Eyða þeir ekki bremsu púðunum fyrr.? |
Author: | oskard [ Tue 22. Jul 2003 21:16 ] |
Post subject: | |
væntanlega ![]() |
Author: | Haffi [ Tue 22. Jul 2003 21:18 ] |
Post subject: | |
Mig grunar að þetta virki eins og ostaskeri á púðana. |
Author: | Haffi [ Tue 22. Jul 2003 21:18 ] |
Post subject: | |
haha gg það eru púðar á reiðhjólinu mínu..... KLOSSANA! :d |
Author: | Ozeki [ Thu 24. Jul 2003 18:09 ] |
Post subject: | |
hmmm .... ég hugsa nú ekki að þetta sé að skræla klossana eins og ostaskeri ! Enda eru boraðir og fræstir diskar í mörgum græjum og nánast öllum mótorhjólum og nýtast alveg ágætlega án þess að spæna upp klossunum. Boraðir og fræstir diskar eru helst til þess gerðir að halda klossunum (og disknum) hreinum með því að raspa aðeins af klossunum. En vonandi spæna þeir þeim ekki upp í hvelli. Kæling á svona diskum er ekkert betri en standard diskum. Í einhverjum tilfellum var síðan brugðið á það ráð að bora diska hreinlega til að létta þá, og þar með minnka ófjaðraða þyngd. Ég valdi þetta nú bara fyrir útlitið ![]() Það má finna helling af umfjölum um þetta á netinu með því að fara á leitarvef og slá inn "drilled brake disks" En þetta er sem sagt komið undir og ég skal pósta strax og mér sýnist klossarnir vera á góðri leið með að verða að ryki ![]() |
Author: | Alpina [ Thu 24. Jul 2003 18:32 ] |
Post subject: | |
Þetta eru orð að sönnu hjá Ozeki........ en á miklum hraða og BREMSSSSS þá finnurðu muninn ![]() ![]() Sv.H |
Author: | bjahja [ Fri 25. Jul 2003 02:34 ] |
Post subject: | |
En hjálpa ekki rifurnar við að losa gasið sem myndast á milli klossans og disksins. Maður hefur heyrt það að ef maður neglir niðrur nokkrum sinnum í röð geti það komið fyrir að bílinn bremsi bara ekki, og þetta á að koma í veg fyrir það. Þetta las ég einhverstaðar. En síðan er þetta að sjálfsögðu aðalega uppá lúkkið ![]() |
Author: | arnib [ Fri 25. Jul 2003 09:17 ] |
Post subject: | |
Þið eruð algjörir! Síðan hvenær eru drilled/slotted diskar aðallega fyrir útlitið!! Manni blöskrar hérna! ![]() Þið vitið að það er hægt að kaupa svona skífur sem maður setur bakvið felguna sína, uppí Tómstundahúsi sem lítur út eins og maður sé voða stórar og flottar bremsur ![]() ![]() |
Author: | benzboy [ Fri 25. Jul 2003 09:33 ] |
Post subject: | |
Er það RICE ![]() |
Author: | arnib [ Fri 25. Jul 2003 09:35 ] |
Post subject: | |
benzboy wrote: Er það RICE
![]() Skífurnar í tómstundahúsinu?? Ójá ![]() |
Author: | benzboy [ Fri 25. Jul 2003 09:36 ] |
Post subject: | |
agree |
Author: | GHR [ Sat 26. Jul 2003 17:22 ] |
Post subject: | |
Ég held að ég hafi séð bílinn þinn áðan Ozeki. Helv... flott að hafa svona diska, sjást mjög vel. Ég var að keyra upp breiðholtsbrekkuna fyrir aftan þig og held allavega að þetta hafi verið þinn bíll (BMW 520 - blár) |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |