bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E32 "vesen" kraftlaus?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=20159
Page 1 of 2

Author:  hjalmar87 [ Sat 10. Feb 2007 10:50 ]
Post subject:  E32 "vesen" kraftlaus?

var að spá, ef að 730 bíll sjálfskiptur er rétt rúmar 11 sekúndur í hundraðið er það ekki frekar slapt?
Átti 735 6 strokka eins og þessi sem ég á núna og hann var rétt tæpar 8 sekúndur í hundraðið:/ það getur ekki munað svona miklu.
ef einhver hérna veit hvað getur verið að þá endilega pósta því hér:)
er ekki alveg að fíla það ef að bíllinn minn er einhver drusla:p
það er ekkert að honum sem að ég veit eða tek eftir nema það að það er smá ógangur í honum þegar hann er kaldur annars gengur hann eins og engill með vona um góða svör
Kv Hjálmar

Author:  íbbi_ [ Sat 10. Feb 2007 11:06 ]
Post subject: 

735 ER 9.1 Í 100, munurinn á 730 og 735 er alveg þvílíkur, ekklert að bílnum þínum

Author:  Orri Þorkell [ Sat 10. Feb 2007 11:29 ]
Post subject: 

er 735 eins gíraður og 730? eða semsagt með sömu hlutföll?

Author:  Orri Þorkell [ Sat 10. Feb 2007 11:31 ]
Post subject: 

mér finnst hann vera bestur ef þú "kikkar" inngjöfina í 60 og uppúr. er frekar slappur í fyrsta

Author:  hjalmar87 [ Sat 10. Feb 2007 15:13 ]
Post subject:  ..

veit ekki með þessi hlutföll.. en ok er munurinn svona mikill?
p.s. finnst hann líka vera að eyða soldið miklu, keyrði þessa bíla svipað en finnst samt 730 vera að eyða meiru??

Author:  siggik1 [ Sat 10. Feb 2007 16:11 ]
Post subject: 

myndi bara ráðleggja þér að fara með hann í smurningu láta ath kerti loftsíu háspennukefli ? og sjá hvort eithvað er að því oft getur munað svakalegu að hafa þetta 100%

Author:  Orri Þorkell [ Sat 10. Feb 2007 17:56 ]
Post subject: 

hann er búin að vera í 10-12 í langkeyrslu og 16-22 ef það er bara innanbæjarkeyrsla.... finnst það ekki mikið miðað við svona bíl. svo fer þetta allt eftir því hvernig þú keyrir hann t.d. að gefa í til að bremsa strax aftur og þar frameftir götunum. en svo gæti verið komið að vélastillingu einhver sagði mér að e32 þyrfti að fara í svoleiðis á 15þús km fresti

Author:  maggib [ Sun 11. Feb 2007 10:49 ]
Post subject: 

þegar ég hef mælt minn 730i 6 cylindra þá er hann um 9 sek í hundrað
alltaf mælst svipaður ... mér finnst það allaveganna þokkalegt!

Author:  hjalmar87 [ Sun 11. Feb 2007 16:28 ]
Post subject:  ..

jamm þarf að kíkja á þetta, en væri alveg sáttur ef hann væri 9:) fannst 11 bra soldið mikið:p prófa að skipta um kerti og þannig:)
en ein spurning hérna til pappas730i. hvenær var skipt um kerti í honum síðast? og smurður?:)

Author:  98.OKT [ Sun 11. Feb 2007 17:34 ]
Post subject: 

maggib wrote:
þegar ég hef mælt minn 730i 6 cylindra þá er hann um 9 sek í hundrað
alltaf mælst svipaður ... mér finnst það allaveganna þokkalegt!


6 cyl. 730 bíllinn er EKKI 9 sec. í hundrað, þú getur bætt allavega 1-2.sec ofan á það, þessir bílar eru haugmáttlausir af stað en skána aðeins á ferðinni.....

Author:  Knud [ Sun 11. Feb 2007 17:50 ]
Post subject: 

98.OKT wrote:
maggib wrote:
þegar ég hef mælt minn 730i 6 cylindra þá er hann um 9 sek í hundrað
alltaf mælst svipaður ... mér finnst það allaveganna þokkalegt!


6 cyl. 730 bíllinn er EKKI 9 sec. í hundrað, þú getur bætt allavega 1-2.sec ofan á það, þessir bílar eru haugmáttlausir af stað en skána aðeins á ferðinni.....


samkvæmt autopower.se þá er 730 '91 módel skráður 9.3 í 100

Author:  íbbi_ [ Sun 11. Feb 2007 20:37 ]
Post subject: 

735 bíllin á að vera 9.1 í 100, og 8cyl 730 nánast sama, 6cyl 730 er hauglatur bíll

Author:  98.OKT [ Sun 11. Feb 2007 21:09 ]
Post subject: 

Knud wrote:
98.OKT wrote:
maggib wrote:
þegar ég hef mælt minn 730i 6 cylindra þá er hann um 9 sek í hundrað
alltaf mælst svipaður ... mér finnst það allaveganna þokkalegt!


6 cyl. 730 bíllinn er EKKI 9 sec. í hundrað, þú getur bætt allavega 1-2.sec ofan á það, þessir bílar eru haugmáttlausir af stað en skána aðeins á ferðinni.....


samkvæmt autopower.se þá er 730 '91 módel skráður 9.3 í 100


Það er bara bull, toyota yaris getur unnið þessa bíla í spyrnu uppað 100, ég hef átt svona bíl og hef prufað tvo aðra og þeir virka allir eins, s.s ekkert.....

Author:  maggib [ Mon 12. Feb 2007 18:19 ]
Post subject: 

að sjálfsögðu er þetta bara mælt með síma og allaveganna skekkja í þessu
en ég er bara sáttur við kraftinn... soldið latur af stað en svo
tekur hann þokkalega í :) og samkvæmt mínum mælingum er hann
um 9 sek!! ég er ekki að reyna að mikla bílinn minn en þetta er það
sem ég mældi... þrisvar..... :wink:

Author:  íbbi_ [ Mon 12. Feb 2007 18:31 ]
Post subject: 

röng mæling, þú sérð það bara sjálfur að það er augljóst að 730 6cyl er ekki jafn fljótur í 100 og 735 bíllin á að vera orginal og 730 v8,

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/