bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Hvað kostar að taka upp vél?? https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=1991 |
Page 1 of 1 |
Author: | Schulii [ Wed 16. Jul 2003 20:07 ] |
Post subject: | Hvað kostar að taka upp vél?? |
Það er eitt sem mig langar að spyrja ykkur að hérna: Hvað kostar að taka upp vél?? Þ.e.a.s ef maður lætur gera það á verkstæði.. svo eru kannski einhverjir hér sem myndu vilja gera tilboð þegar eða EF að því kæmi.. ![]() Ég vill taka það fram að það er ekkert sem bendir til þess að ég þurfi að gera það núna en auðvitað kemur að því einhverntímann og þá er gott að taka það með í reikninginn þegar maður er að spá í hvort maður eigi að selja eða ekki. |
Author: | oskard [ Wed 16. Jul 2003 20:52 ] |
Post subject: | |
Hvað er bílinn þinn keyrður mikið ? |
Author: | Schulii [ Wed 16. Jul 2003 20:57 ] |
Post subject: | |
238k ..ég veit ekki til þess að hann hafi verið tekinn upp en þessi bíll hefur verið með nokkra eigendur þannig að ef einhver veit betur þá...!! |
Author: | Atli Camaro [ Thu 17. Jul 2003 21:34 ] |
Post subject: | |
Sæll Kostnaður við uppgerð fer algjörlega eftir hversu mikið er ónýtt og hvað þarf að gera.Talaðu við eitthvert verkstæði og biddu um grófa verðáætlun,það er aldrei hægt að gera nákvæma áætlun.Ég mæli með Kistufelli Tangarhöfða 13 |
Author: | Schulii [ Thu 17. Jul 2003 22:12 ] |
Post subject: | |
ok takk fyrir. En segjum að t.d það yrði skipt um heddpakkningu, heddið planað, skipt um ventlafóðringar, stimpilhringi, stangarlegur.. er þetta ekki svona þetta venjulega.. er þetta ekki alltaf að fara í svona 300.000 lágmark?? |
Author: | rutur325i [ Fri 18. Jul 2003 03:04 ] |
Post subject: | |
veit nú ekki alveg með 300,000 kallin ![]() |
Author: | íbbi_ [ Fri 18. Jul 2003 05:16 ] |
Post subject: | |
ég lét taka upp úrbræddan 1600cc mótor hjá kistufelli, það voru smíðaðar í hann legur, renndur ásin, nýjir hringir+stangir, og svo margt annað 300k |
Author: | arnib [ Fri 18. Jul 2003 09:50 ] |
Post subject: | |
Það hlýtur að vera töluvert ódýrara að taka upp mótor sem er ekki úrbræddur eða skemmdur, heldur en að taka upp mótor sem hefur farið í köku útaf slitinni tímareim eða eitthvað? Eða hvað? ![]() |
Author: | rutur325i [ Mon 21. Jul 2003 04:12 ] |
Post subject: | |
einmitt , ég held það líka |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |