bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Bremsudiskar kældir/ókældir
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=19345
Page 1 of 1

Author:  Lindemann [ Thu 04. Jan 2007 15:53 ]
Post subject:  Bremsudiskar kældir/ókældir

Sælir

Nú er kominn tími til að endurnýja bremsudiskana hjá mér að aftan, svo ég fór að skoða þetta aðeins.

Á síðunni hjá TB eru bæði kældir og ókældir diskar til.
Það eru ókældir diskar undir bílnum, en ég var að spá í hvort kældu diskarnir pössuðu? Þeir eru náttúrulega þykkri en ókældir svo ég veit ekki hvort bremsudælurnar séu þær sömu.

Þetta er e34 530i '89

Author:  ///M [ Thu 04. Jan 2007 16:09 ]
Post subject: 

Kann ekkert á svona e34 en á e30 er önnur dæla og annað bracket fyrir vented vs ekki

Author:  saemi [ Thu 04. Jan 2007 16:51 ]
Post subject: 

Það er örugglega öðruvísi bremsudæla fyrir kælda.

Svo er annað mál hvort það er möguleiki að nota þetta með "hálfnuðum" klossum....!

Mæli ekki með svoleiðis æfingum :)

Author:  íbbi_ [ Thu 04. Jan 2007 17:39 ]
Post subject: 

ég skipti um diska í öðrum E32 bílnum sem ég átti og setti kælda diska en það voru ókældir í honum fyrir

Author:  saemi [ Thu 04. Jan 2007 19:14 ]
Post subject: 

íbbi_ wrote:
ég skipti um diska í öðrum E32 bílnum sem ég átti og setti kælda diska en það voru ókældir í honum fyrir


Og..... hvað meira. Settir þú nýja klossa...??

Author:  ///M [ Thu 04. Jan 2007 19:27 ]
Post subject: 

Bíllinn hjá íbba hlýtur að hafa verið vented frá factory en einhver eigandinn verið cheapo og keypt solid diska þegar þurfti að skipta um

Author:  íbbi_ [ Thu 04. Jan 2007 19:54 ]
Post subject: 

ekki veit ég það nú.. ég keypti bara diska í 735 91, og fékk diskana, tók eftir þessu þegar ég var að skipta, já auðvitað skipti ég um klossa líka,

Author:  Lindemann [ Fri 05. Jan 2007 12:31 ]
Post subject: 

Ég ath. bara hvað þeir segja í TB, takk fyrir svörin.

Author:  Lindemann [ Mon 08. Jan 2007 17:01 ]
Post subject: 

Fór í TB og þeir sögðu mér að það væri allavega önnur dæla, þannig ég nennti ekki að pæla meira í þessu og keypti bara hitt draslið.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/