ég held að ég sé að verða nokkuð sjóaður í þessum E38 bílum, en ég er með bíl sem ég keypti í hálfgerðu lamarsessi og er búin að vera rúlla í gegn nánast frá framstuðara og aftur,
þessir E38 bílar eru ekkert nema magnaðar maskínur, með allra bestu bílum sem ég hef keyrt um umgengist,
en eðlilega fylgir því að þessir bílar rukka fyrir lúxusinn sem þeir veita manni, þeir eru frá 5.08m löngum upp í 5.25m, 1,86m breiðir, og vikta frá 1830kg upp í rúmlega 2.1 tonn, vélarnar eru frá 2.8l línu sexu og upp í 5.4l v12, eru með multi link hjóla/fjöðrunarsystem að framan og aftan, og nánast allt raf eða tölvustýrt á einn eða annann hátt,
þeir eyða.. og þeir þurfa slatta af viðhaldi, og viðhaldið á þeim er ekki ódýrt, varahlutir eru svosum nokkuð billegir þá aðalega slithlutir en rafkerfið í þeim getur kostað þig ansi góðan slatta, og þau verkstæði sem sérhæfa sig í þessu selja tíman ekki ódýrt,
ég hef ekki átt 750 bíl, en einu sinni tekið þátt í viðgerð á slíkum, ómótortengdir hlutir eru eins og í öðrum E38 bílum,
fjöðrunarkerfi,
þessir bílar eru með multi link framfjöðrun, það eru tvær stórar spyrnur önur sem kemur að framanverðu og önnur aftan frá, demparinn rekst ofan í spindlinin að ofanverðu, svo er millibilsstöng á milli með stýrisendum á endanum, E38 bíllin eins og aðrir bílar með þetta system étur þetta alveg, nú eru flestir þessir bílar orðnir keyrðir nálægt 200k og yfir, þetta er yfirleitt búið þá, ef það er ekki búið að skipta um það þá lentir það á þér, það er nánast örugt, þetta er frekar dýrir hlutir, ef ég miða við orginal verð, þá er demparinn á um 30k stykkið, stóru spyrnurnar á í kringum 30k stykkið, millibilstöngin á 26þús, og stýrisendarnir á tæpan 6k stykkið og ballancestangarendar á rúman 5k stk,
ef þú ert að kaupa E38 bíl reyndu að finna út hvort það sé búið að fara í í þetta, getur hlustað eftir þessu, ef fóðringarnar í spyrnunum eru að fara þá heyriru búnk og finnur högg þegar þú bremsar eða tekur af stað, ef ballancestangarendarnir eru fanir þá glamrar í þeim þegar hjólin takavið höggi frá holum eða mishæðum, ef endarnir á spyrnunum eru farnir þá glamra þeir líka við högg, ef stýrisendarnir eru farnir þá höggva þeir við hreyfingu, þegar millibilsstöngin er farnir þá finnuru það best á því ef þú kippir í stýrið þá kemur gott slag (dauður punktur) í það, en það eru gúmmífóðringar á stöngini þar sem stýrisupphengjurnar festast í hana sem fara og því gengur stöngin til áður en hún "grípur"
hlustaðu eftir hvort það væli í stýrisdæluni á honum, það er MJÖG algengt í notuðum bmw, og yfirleitt út af því að það lekur af því, viðgerðir á þessu þurfa svosum ekkert að vera dýrar, dælurnar eru yfirleitt að kosta í kringum 60k og leiðslunrar sme eru að leka 5-12k stk, þetta er samt i.m.o það algengt í bæði E39 og E38 að það þarf ekki að dæma bílin út frá þessu,
pústkerfi, pústið undir þessa bíla eru hjúúts apparat og kostar alveg morðfé, það er 2-4 hvarfakútar og allavega í v8 bílunum er pústið bara 1 eining, þannig að þú villt ekki lenda í því að þurfa skipta um það,
ef bíllin er með rafstýrðu fjöðrunini (lyftbúnaði/hleðslujafnara) láttu athuga vel hvort dempararnir séu í lagi, þeir endast ekkert betur en venjulegir demparar en kosta fáránlega mikið, yfir 100k held ég,
getur séð þetta á því að það er takki í mælaborðinu hliðina á sætishitanum og acs takkanum sem stendur að mig minnir sdc e-h álíka á,
MÓTOR, bæði v8 og v12 vélarnar eru miklar og flóknar vélar með miklu rafkerfi og skynjaraflóði, í almennilegir söluskoðun er eflaust lesið af bílnum og séð hvort hann er að gefa upp einhverjar villukóða,
v8 mótorin er þektur fyrir að mígleka olíu, hann þykir mjög áræðanlegur allavega á þýskan mælihvarða en þetta er son hans helsti galli, það lekur með ventlalokspakningum og akninguni á tímalokinu, þegar ég fékk minn þá lak hann á báðum stöðum og skildi eftir sig feitan poll á hevrjum einasta stað sem ég lagði honum, í v8 vélini kosta ventlalokspakningarnar um6k, það er vel skiptandi um þær, ég gat það allavbega, það þarf að losa mótorin af öðrum mótorpúðanum og halla honum aðeins niður þá fær maður plássið sem maður þarf, ég gerði það ekki en losaði lúmið frá, gallin er sá að ef ventlaloks pakningarnar eru að leka þá fyllir hann kertagötin af olíu og háspennukefin miss asambandið þannig að bíllin fer að ganga illa og verður máttlaus, TB tekur 30k fyrir sona skipti,
tímalokið er meira mál, ég fékk þær uppls um að B&L tækju 8-10 tíma fyrir það, pakningarnar ásamt keðju og strekkjurum eru að kosta 25k í v8, og útseldur tími hjá B&L er að mig minnir 8902kr e-h álíka,
hvað varðar v12 mótorinn þekki ég hann ekki jafn vel, en honum var komið þarna ofan í með vaselíni og skóhorni þannig að það má slá því á föstu að nánast allt sé dýrara í hann og í kringum hann,
þessir bílar eins og þýskum bílum er lagið eru dáldlar skynjarabryðjur, ef þú átt sona bíl í einhevrn tíma geturu allavega reiknað með að þurfa skipta um air flow sensor, oxygen sensor, og jafnvel flr, aiur flowinn er að kosta um og yfir 40k, og oxygenarnir frá 15-25 eflaust, ég búin að þurfa skipta um bæði, eða á annað eftir reyndar,
annað.. það er þekt í þessum bílum að displayið í mælaborðinu sé ónýtt, þettaer í nánast öllum bílunum, það er r´´andýrt að laga þetta, en það þarf yfirleitt að skipta út hlutum eins og obc tölvuni, miðsöðini eða mælaborðinu, allt hlutir sem kosta tugir þúsunda hver, tekur því varla, ég er búin að laga þetta hjá mér líka
það er mjög algengt í þessum bílum að miðstöðin deyji, það vill fara prentplata í stjórneininguni sjálfri, hún fæst ekki stök og stjórnborðið kostar 73þúsund,
hurðarnar á þessum bílum eiga það til að festast lokaðar, reyndar á E39 líka og eflaust E46 þar sem hann er samtíðar bíll, þetta getur verið bölvað vesen og kostað mann hurðarspjaldið, en það er mjög erfitt að ná því úr þegar hurðin er lokuð, en hægt þó skylst mér,
drifskaptsupphengja og gúmmíkúpling er að vísu bara eðlilegur slithlutur, en í mikið keyrðum bíl má reikna með að þetta klárist, upphengjan kostar um 10k og gúmmíkuplingin líka, það er smá vesen að skipta um þetta, það þarf að taka pústið undan bílnum og hitahlífina sem er á milli, það eru 6 boltar á gúmmípúðanum sem eru hver öðrum skemmtilegri að komast að, upphengjan er við miðju og skaptið samsett með draglið sem er bolti í, ég var að skitpa um þetta hjá mér, og má reikna með að það þurfi nyja pústgreinabolta og pakningar í leiðini þar sem þeir eru yfirleitt ornir ansi grónir, ég þurfti að saga þá í sundur hjá mér, láta brenna þá úr og keypti nýja,
tja.. eins og þú kannski sérð þá er ekki alveg fyrir toyotu týpuna að eiga sona bíl, en það er ekki þar með sagt að þú lendir í þessu öllu saman en þetta er m.a sem ég veit að hefur verið að hrjá þessa bíla, og sona það slit sem er að koma upp í þeim núna egar þeir eru að verða gamlir og mikið keyrðir,
annars ef þú villt stóran fleka með alvöru krami, endalausum lúxus og þægindum, á betra verði en sambærilega lúxusbila þá er þetta klárlega málið, og ég á meirasegja einn til sölu sem ég er einmitt búin að rúlla í gegnum alan lsitan sem ég búin að telja upp hérna að ofan
