bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Titringur
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=19224
Page 1 of 1

Author:  blomqvist [ Wed 27. Dec 2006 20:36 ]
Post subject:  Titringur

Sælir

Ég er í veseni með smá víbring í bílnum hjá mér á 90 - 100 km/h.
Víbringurinn kemur bara þegar hraðinn er aukinn örlítið á bilinu 90-100 s.s. í smá átaki (finnst mest þegar keyrt upp smá halla)
Ég er búinn að fara með hann í B&L og þeir fundu ekkert slit sem ætti að geta orsakað þetta. Fékk skýringuna að þetta væri dekkjavandamál.
Balansering á að vera 100% Gæti hjólastilling verið málið ?

Author:  snorri320 [ Wed 27. Dec 2006 22:18 ]
Post subject: 

ég er með svipað vandamál, hérna eru svörin sem komu við því, vona að það komi að einhverju gagni

http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=18443

Author:  saemi [ Wed 27. Dec 2006 22:24 ]
Post subject: 

Hvaða bíl ertu á??

Author:  blomqvist [ Wed 27. Dec 2006 22:46 ]
Post subject: 

gleymdi aðalatriðinu ... Bmw 530D E39 árg. 2002.

Titringurinn kemur ekkert í stýrinu ... þetta er að aftan

Author:  Knud [ Thu 28. Dec 2006 00:09 ]
Post subject: 

lenti einmitt í þessu þegar ég keypti mér winterbeater, það var skökk felga

Author:  Misdo [ Thu 28. Dec 2006 01:22 ]
Post subject: 

þetta var svona hjá mér á sumardekkjunum enn þegar ég skipti yfir í nagladekkinn var þetta ekki svona

þetta gæti verið ballenserínginn

Author:  saemi [ Thu 28. Dec 2006 01:32 ]
Post subject: 

Framfóðringar á E39 eiga til að valda þessum titringi. Gæti verið það. En finnst samt ólíklegt að B&L hafi ekki bent á það, þannig að þeir hafa væntanlega kíkt á þetta.

Author:  jonthor [ Thu 28. Dec 2006 09:41 ]
Post subject: 

saemi wrote:
Framfóðringar á E39 eiga til að valda þessum titringi. Gæti verið það. En finnst samt ólíklegt að B&L hafi ekki bent á það, þannig að þeir hafa væntanlega kíkt á þetta.


Einmitt, ef þetta eru ekki framfóðringar þá grunar mig að þetta gæti verið felga eða dekk.

Author:  Angelic0- [ Thu 28. Dec 2006 11:26 ]
Post subject: 

Mjööög margir hlutir sem að koma til greina...

90-100kmh bendir til þess að þetta séu felgurnar eða balance-ering :)

E39 er einstaklega veikur fyrir shimmy og þarf að balance-era mjög vel til að það sé enginn víbringur.

En fyrst þú segir að þetta sé ekki í stýrinu og pottþétt að aftan, þá minnir mig að einhver hafi verið að tala um einhverjar kúlur sem að þarf að skipta út í E39... algengur slitflötur sem að fer, hvort að það var bara í Touring eða eitthvað álíka?

Svo þegar þú segir að þetta sé mest þegar ekið er upp brekku eða halla, þá dettur aðallega í hug drifskaftsupphengjan, fóðringin þar sé orðin slöpp. Lítill fugl hvíslaði að mér að þæð væri algengt að þær færu að eins oftar í 530d en í venjulegum bílum ef að tekið er á þessu af krafti...

Author:  íbbi_ [ Thu 28. Dec 2006 17:00 ]
Post subject: 

drifskaptsupphengjan ef þetta kemur þegar bílnum er ekið upp á móti? útskýrðu

Author:  Angelic0- [ Sat 30. Dec 2006 12:07 ]
Post subject: 

íbbi_ wrote:
drifskaptsupphengjan ef þetta kemur þegar bílnum er ekið upp á móti? útskýrðu


þegar þú ekur upp í móti, þá myndast meira átak ? rétt ?

Þetta var lýsandi dæmi þegar að upphengjan fór í 320>325i hjá mér !

veit um 540i sem að var svona líka !

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/