bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

vandræði með e30 325i
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=1921
Page 1 of 1

Author:  rutur325i [ Wed 09. Jul 2003 07:29 ]
Post subject:  vandræði með e30 325i

jæja , eins og þið kannski vissuð er vélin mín komið ofan í og var byrjað að tengja og skrúfa og herða og svo framvegis í kvöld.

í fyrstu tilraun gerðist ekki neitt !
þá fór ég að leita og sá að jörðinn á mótornum var ekki tengd !

hún var tengd og bíllinn startaði en fór ekki í gang !'

og hún fer ekki í gang :burn:

ég athugaði eftirfarandi hluti :

bensíndælan virkaði og dældi hún bensíni inná soggreinina.
bíllinn þjappaði.
ég mældi sprissana og var straumur á þeim.
vélin dró loft.
ég tók kertin úr og hreinsaði þau og festi kertaþræði.
það var næg hleðsla á rafgeymi.
tölvan var tengd.
ég double checkaði alla sensora og snúrur.
ég gáði hvort að kertin neistuðu ekki örugglega sem þau gerðu en kannski ekkert allt of vel.

HVAÐ GETUR ÞETTA VERIÐ ???

eina þannig lagað sem mér dettur í hug er að skipta um kerti og það er eins árs gamalt bensín á bílnum :/


Allir e30 speciallist , látið í ykkur heyra , mig langar á samkomu í kvöld :x
eina sem mér

Author:  GHR [ Wed 09. Jul 2003 09:02 ]
Post subject: 

Háspennukefli????
Ónýtir skynjarar????
Tími réttur???

Author:  gstuning [ Wed 09. Jul 2003 11:33 ]
Post subject: 

Ef það er veikur neisti þá skaltu prófa annað kefli var ekki annað í 320 bílnum

Author:  saemi [ Wed 09. Jul 2003 12:33 ]
Post subject: 

Er þetta original vélarskipti? Eða var öðruvísi vél í bílnum áður?

Þetta er væntanlega tíminn á kveikjunni ef hann fer ekki í gang með bensín og neista!

Sæmi

Author:  gstuning [ Wed 09. Jul 2003 15:18 ]
Post subject: 

Hvaða tölvu ertu að nota?

Hvaða loom ertu að nota

Átt að vera að nota allt 325i dótið,

checkaðu hvort að litirnir séu ekki eins í C101 tenginu sem er 20pinna rétt hjá öryggja boxinu, þeir eiga að vera eins báðum meginn,

Author:  BMW 318I [ Wed 09. Jul 2003 18:28 ]
Post subject: 

Ég lennti í því að það var komin raki í bensíntankin á mustangnum sem ég átti og þá skemmdi ég tvær bensín dælur áður en ég fann hvað var að svo ég mæli með því að tæma tankin og setja nýtt bensín á en er bíllin að pústa hjá þér eða?

Author:  rutur325i [ Thu 10. Jul 2003 03:42 ]
Post subject: 

:clap: :clap: :clap: :P :clap: :clap:

hann er kominn í gang.

málið var að bensínslöngurnar voru vitlaust tengdar og bla bla bla.
fór í gang um eittleytið

ég vill þakka gunna og stebba fyrir þessa greiningu á biluninni,

Eina sem var að ég var orðinn svoldið :drunk: af öllum þessum bensíngufum.

einnig vill ég þakka kidda og einari fyrir hjálpina við flutninginn. það voru teknar einhverjar myndir og má sjá þær á http://spider.ivm.is/arnib/rutur/

Author:  gstuning [ Thu 10. Jul 2003 10:26 ]
Post subject: 

Ekki málið sorry að ég nennti ekki að hjálpa þér að skipta um, klukkan var orðin margt og eftir að keyra í kef.


Flott mál nú er allt þetta auðvelda eftir :)
svona nokkurn veginn allaveganna

Author:  rutur325i [ Thu 10. Jul 2003 17:08 ]
Post subject: 

það var ekkert mál , tók enga stund.

eina sem er eftir er að blæða kúplinguna sem ég er ekki alveg með á hreinu hvernig er gert því ég get ekki pumpað hana neitt upp , hún dettur bara í gólfið. kannski vegna þess að það er enginn þrýstingur á henni :hmm:

svo er smá "skrölt" í vélinni þegar hún er búinn að ganga í svona hálfa mínútu , ég hef ekki hugmynd hvað það er !

Author:  Halli [ Thu 10. Jul 2003 23:10 ]
Post subject: 

þú verður að dæla vökva í gegnum loftnippilinn á kúplingsdælunni

Author:  O.Johnson [ Fri 11. Jul 2003 00:15 ]
Post subject: 

Til hamingju :D :D :D

Nú er bara að klára kúplinguna og gera hann reddí fyrir skoðun.

Author:  gstuning [ Fri 11. Jul 2003 11:17 ]
Post subject: 

að blæða kúplinguna fer þannig fram á alveg dauðri kúplingu

Þú verður að hand pump svona 10sinnum í hvert skipti,

Pumpa,
losa á slave cylendernum(eins og að lofttæma bremsur)
og á meðan ýttir einhver á kúplinguna og svo lokar þú
þetta gerir þú þangað til að sá sem er að pumpa finnst hún vera orðin nógu stíf

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/