bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Smá pælingar...
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=19117
Page 1 of 1

Author:  Steini B [ Tue 19. Dec 2006 23:03 ]
Post subject:  Smá pælingar...

Sko, ég er farinn að taka eftir því að það heyrist alltaf hærra og hærra eitt hljóð, sem heyrist eins og smellur eða eitthvað álíka...
Kemur aðalega þegar ég skipti niður um gír...
Og það kemur að aftan...

Meira veit ég ekki...


Hvað gæti verið að hrjá bílinn?

Ekki er drifið að fara? :?


Ps. alls ekki búinn að taka neitt óþyrmilega á drifinu, enda bara búið að vera meira og minna hálka síðan ég fékk hann...

Author:  Djofullinn [ Tue 19. Dec 2006 23:05 ]
Post subject: 

Drifskaftsupphengja kannski?

Author:  Steini B [ Tue 19. Dec 2006 23:09 ]
Post subject: 

Mér fannst ég lesa það einhverstaðar að þá mundi bíllinn titra líka og eitthvað ef það væri upphengjan? Eða var ég bara á sýru þá eða eitthvað?

Hann semsagt er alveg 100%, titrar ekkert og eingin aukahljóð nema bara þetta...


Ef hún orsakar ekkert alltaf titringi, þá getur vel verið að þetta sé bara hún...
Og hvað kostar svoleiðis sirka?

Author:  ValliFudd [ Tue 19. Dec 2006 23:53 ]
Post subject: 

Steini B wrote:
Mér fannst ég lesa það einhverstaðar að þá mundi bíllinn titra líka og eitthvað ef það væri upphengjan? Eða var ég bara á sýru þá eða eitthvað?

Hann semsagt er alveg 100%, titrar ekkert og eingin aukahljóð nema bara þetta...


Ef hún orsakar ekkert alltaf titringi, þá getur vel verið að þetta sé bara hún...
Og hvað kostar svoleiðis sirka?

Ef ég man rétt var eitthvað að trufla næsta eiganda á eftir bró með drifskaftið, en það var lagað.. fóðringar eða eitthvað... Spurning hvort það hafi ekki verið vel gert?

Author:  íbbi_ [ Wed 20. Dec 2006 00:44 ]
Post subject: 

ef það kemur smellur eða högg eftir skiptingar myndir ég skjóta á einhverja fóðringu, t.d stólpúða e-h, ekki upphengju, þá myndi bíllin víbra þegar þú gæfir í,

Author:  Helgi M [ Wed 20. Dec 2006 02:17 ]
Post subject: 

einnig var það hér á þræði um daginn svipað mál, og þá var mælt með að það yrði tékkað á drifskafts upphengju, drifpúða, og að mig minnir fóðringu sem er á milli drifskafts og í drifið sjálft,, man ekki eftir hvaða þráður það var.. :)

Author:  íbbi_ [ Wed 20. Dec 2006 02:29 ]
Post subject: 

ég var að skipta um púðan á millsi skapts og skiptingar í múnm ásamt upphengjuni núna í kvöld, þetta var eins ónýtt og þetta gæti mögulega hjafa verið og það voru engin högg, bara titringur, ef það er að koma högg eftir skiptingu þá er eitthvað sem er að ganga til eftir rykkin við skiptinguna, sem gæti verið drifpúði, stólpúðaffóðringar, gírkassapúði eða flr álíka, sem veldur því að stóllin, kassin. eða drifkubburinn er að ganga til við slagið frá skiptinguni, ef upphengjan er farin gengur skapitpð til inn íí henni og veldur því tringi og látum þegar það snæyst, en ekki höggum við áhveðnar aðstæður, ef gúmmíkúplingine r farin þá lýsir það sér eins og og upphengjan nema tiringurinn kemur annarstaðar frá,


þetta eru samt bara ágiskanir, sona meðað við mína reynslu, best er að tjekka bara á þessu öllu

Author:  Chrome [ Wed 20. Dec 2006 02:36 ]
Post subject: 

ég myndo byrja að lýta á blessaðar bjórdósirnar (stólpúðafóðringarnar) þær eru afskaplega oft sökudólgurinn þegar svona bank er (mæli með poly-fóðringum í staðin ef þetta er það)

Author:  Steini B [ Wed 20. Dec 2006 07:38 ]
Post subject: 

íbbi_ wrote:
ef það kemur smellur eða högg eftir skiptingar myndir ég skjóta á einhverja fóðringu, t.d stólpúða e-h, ekki upphengju, þá myndi bíllin víbra þegar þú gæfir í,

Einmitt það sem ég hélt (þetta með víbringinn)

En þetta kemur ekkert alltaf þegar ég er að skipta, heldur ber mest á þessu þá... Þetta kemur líka stundum þegar ég er búinn að vera í sama gírnum lengi, þannig að þetta er örugglega ekki púðinn milli skapts og skiptingar....

Þannig að þetta lýtur allt út fyrir að vera hinar fóðringarnar, verð að kíkja á það um leið og ég hef tíma...
(sem er því miður ekki fyrr en eftir Jól...)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/